Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1986, Qupperneq 8

Ægir - 01.02.1986, Qupperneq 8
Skinnklæddur sjómaöur. í skinnklæö- unum er Kristján Þórsteinsson, fyrrver- andi húsvörður Fiskifélags íslands. und krónur úr landsjóói til bún- aðarskólahalds en 200 krónur til stýrimannakennslu. Þótt atorkusamir einstaklingar eigi jafnan mikinn hlut í mótun þjóðfélagssögu, þá ráða aðstæður á hverjum tíma ekki síður gangi mála. Með kútterakaupum frá Eng- landi 1896/97 og áfram framum aldamót, varð stökkbreyting í íslenzkum sjávarútvegi en þessi útgerð myndaði engin skilyrði nema síður væri til stofnunar landsfélags í fiskveiði- og útgerð- armálum í líkingu við Fiskifélag Islands. Kútteraútgerðin þróaðist í stór útgerðarfélög, sem voru sjálfum sér næg, skiptu beint við útlönd og stóðu á eigin fótum um fjármagn. Þessir útgerðaraðilar höfðu enga þörf fyrir og enn síður löngun til að sameinast í lands- samtökum í útgerðar- og fisk- veiðimálum. Það var að vísu stofnað í Reykjavík Utgerðar- mannafélagið við Faxaflóa til að sameinast um ráðningarsamn- inga við sjómenn en það lét önnur mál lítið til sín taka. Hinn þáttur útgerðar lands- manna um aldamótin var enn árabátaútgerðin og hún var enn þá að hluta rekin sem undirgrein landbúnaðar nema í nokkrum verstöðvum. Þessi útgerð var í svo hefðbundnum skorðum, að þargatekki verið um neina breyt- ingu í þá átt að árabátamenn stofnuðu með sér landssamtök. Þá er enn að nefna það sem stóð öllum landssamtökum fyrir þrifum á þessum tíma, en það var hversu samgöngur voru strjálar milii landshluta og byggða ogþar með póstsamgöngur og enginn var síminn. Loks er svo að nefna það, að helztu forystumenn þjóðarinnar voru helteknir af stjórnmálabar- áttu þessara ára, sem varð illvíg- ust um það atriði hvort íslands- ráðherra skyldi sitja á íslandi eða í Kaupmannahöfn. Við þessar aðstæður allar í útgerðarháttum, samgöngum og stjórnmálum var eðlilegt að það væri ekki mikil umræða um landsfélag í fiskveiðum og útgerðarmálum, það hlýtur að teljast óumdeilanlegt að það hafi verið vélbátaútgerðin, sem hleypti lífi í hugmyndina um slíkan félagsskap. Að þeirri útgerð stóðu að miklum hluta einstaklingar um allt land og þá vantaði bæði fjármagn og kunn- áttu til þeirrar útgerðar og marg- víslega aðstoð aðra sem kallaði á félagsskap og í sama mund kemur síminn og samgöngur taka að batna, og landið fékk framfara- sinnaðan ráðherra, með setu hérlendis. Orð er til alls fyrst Svo er talið af fróðum mönnum, að hugmynd um félagsskap líkan þeim, sem Fiskifélag íslands síðar varð, sé fyrst orðuð á prenti í tímariti Hins íslenzka bókmennta- félags 1883, í ritgerð síra Þorkels Bjarnasonarprestsá Reynivöllum í Kjós og þingmanns Gullbringu- og Kjósarsýslu. Ritgerðin ber heitið: „Um fiskveiðar íslendinga og útlendinga að fornu og nýju", og þar fjallar síra Þorkell um þá hugmynd sína um stofnun fisk- veiði- og útgerðarfélags á þann veg að segja má að stofnendur Fiskifélagsins hefðu getað notað orð hans óbreytt í sinni stofnskrá. Síra Þorkell lýkur ritgerð sinni svo: „Stofna ætti sérstakt félag, sem hefði það ætlunarverk á hendi, að efla fiskveiðar lands- manna, bæta sjávarútveg og alla verzlun á sjávarvöru. Stjórn félagsins, en það ætti að ná yfir land allt, ætti að vera í Reykjavík, en fulltrúar þess víðsvegar í sjávar- plássum landsins. Tekjur félags- ins ættu að vera tillög félags- manna og árlegt tillag úr lands- sjóði. Félagið ætti að gefa út ársrit um framkvæmdir sínar ásamt rit- gerðum, er lytu að framförum í aflabrögðum vöruvöndun o.s.frv. Það ætti að annast um, að menn væru sendir á fiskisýningar er- lendis, panta sýnishorn af veiðar- færum, skipum og bátum, er til 68 - ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.