Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 9
^akarlsverkun á Helgustöðum við Reyðarfjörð bóta þætti o.s.frv., og er eigi efamál, að slíkt félag, ef því væri stjórnað, og landsmenn og 'andsstjórn sýndu því áhuga mundi gera hið mesta gagn." Tvær ólíkar sögur um sama efni I Ægi, tímariti félagsins hefur aldrei verið fjallað ítarlega um ahdragandann að stofnun Fiski- elags íslands. Menn hafa látið sér nasgja frásögn Guðbrandar Jóns- s°nar í ritinu „Fiskifélag íslands ^ 911-36", en sú frásögn er bæði snubbótt og hlutdræg, auk þess, Sem Guðbrandur hefur ekki gert ser Ijóst að það voru ytri aðstæður yrst og fremst, sem ollu því, ^ersu lengi það dróst á langinn ae stofna félagsskap í fiskveiði- útgerðarmálum sem hefði andið allt að umdæmi. Þessi fé- agsstofnun hlautaðbíða vélbáta- ulgerðarinnar, þegar hún tæki að eflast. Guðbrandur er undir þá sök seJdur, að hann lifir í föðurhúsum Pá heitu stjórnmálabaráttu, sem geisaði með þjóðinni, þegar mmfarasinnaðir menn í atvinnu- málum tóku að fitja upp á stofnun landsfélags í því móti, sem Fiski- félag íslands varð 1911. Faðir Guðbrandar, dr. Jón Þorkelsson, skáld ágætt og fræði- maðurekki síðri, var andstæðing- ur uppkastsins 1908 og það leynir sér ekki að andúðin á Heima- stjórnarmönnum lifir góðu lífi með syni hans, þegar hann ritar aðdragandann að stofnun Fiski- félagsins. Hann tekur á sig krók í frásögninni til að senda Hannesi Hafstein hnútu, rétt nefnirfrænda hann Tryggva Gunnarsson og eins er um Bjarna Sæmundsson og þegar hann getur Matthíasar Þórðarsonar, þá er það til að niðra honum, svo að furðulegt má heita, að ritið skyldi gefið út athugasemdalaust af Fiskifélag- inu. Mér finnst égskilaÆgi þörfustu verki með því að verja stórum hluta þessarar afmælisgreinar til þess að endursegja forsöguna, svo að finna megi í riti félgsins að minnsta kosti aðra útgáfu af henni en frásögn Guðbrandar í nefndu riti, en ekki vil ég að mín saman- tekt sé talin fullgild heimildar- saga; til þeirrar sögu þyrfti meiri rannsóknartíma en mér gafst til að skrifa afmælisgreinina. Til þess að lesendum Ægis megi Ijóst vera, að það er ekki að ástæðulausu, að ég ver hér rúmi til að endursegja forsöguna, verður fyrst rakin sagan eins og Guðbrandur segir hana, þegar hann hefur skrifað inngang og sagt frá ritgerð síra Þorkels prests á Reynivöllum 1883. Guðbrandi segist þá svo frá (leturbr. mínar): „Nú liðu 20 ár, unz fór að bóla á þessari hugmynd aftur. Danir og Norðmenn voru löngu búnir að koma slíkum félögum á lagg- irnar hjá sér, og það meira að segja áðuren síra Þorkell barfram hugmynd sína, en þó að íslend- ingar um flest allt höfðu reynzt ærið, og reynar allt of, fíknir að stæla danska háttu, bæði til góðs og ills, hafði ekki tekizt svo lán- lega, að vér tækjum þá til fyrir- myndar í þessu efni. Árið 1905 varð þó nokkur breyting á þessu, enda þótt ekki bæri neinn veru- legan árangur. Það vor lét Schack, yfirforingi varðskipsins danska hér við land, þá skoðun í Ijós, að mjög nauðsynlegt væri, að íslendingarstofnuðu allsherjar ÆGIR-69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.