Ægir - 01.02.1986, Side 12
„Hirin alkunni kapt. Schack, sem stýrði varðskipinu „Hekla“ um 4 mánaða tíma
1904 gjörði botnvörpungum meiri usla en nokkur annar fyrirrennarí hans og tók
alls 22 botnvörpunga. Myndin, sem hér fylgir er af capt. Schack, þar sem hann
stendur og er að yfirheyra skipstjóra J.Sörensen frá botnvörpuskipinu „Colden
Gleam" frá Hull sem tekinn vará landhelgistakmörkunum við Ingólfshöfða ímaí-
mán., en var sleppt aftur, þar eð nægar sannanir fyrir broti voru ekki fyrír hendi.
Sami skipstjóri var tekinn afhonum nokkru seinna á Patreksfirði og þá sektaður um
1350 kr. og allur afli og veiðarfæri gjörð upptæk.ÚrÆgi.
útgerð, og að sendimaður stjórn-
arinnar í fiskveiðimálum hafi
verið um borð hjá Schack um vet-
urinn og þá ekki ólíklegt að hann
hafi rakið fyrir yfirforingjanum,
efni þeirrar skýrslu, sem hann
kom heim með úr Noregi og í
henni er greint frá styrk Norð-
manna við fiskveiðafélög og fisk-
veiðasjóði. Matthías hefur ekki
mörg orð um sinn hlut en segir
þó, að hann hafi lagt að Schack
vegna þess, hve hann var mikils
virtur og menn tóku mikið mark
á honum, að hann ræki áróður
við landsfeður og þá einmitt
þingmenn. Um sumarið, 1905,
verður það að varðskipið Hekla
flytur þingmenn austan af fjörð-
um til þings í Reykjavík og þeirra
á meðal Valtý Guðmundsson, 2.
þingm. Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, og er þá ætlað að hann hafi
komið upp til Seyðisfjarðar frá
Höfn þar sem hann var búsettur.
Matthías segir Schack hafa prédik-
að ótæpilega yfir þingmönnum á
leiðinni um nauðsyn sjóðmynd-
unar fyrir fiskveiðarnar og útveg-
inn og stofnun landsfélags í fisk-
veiði og útgerð.
Alþingi var sett l.júlí og
43. frumvarpið, sem þar er lagt
fram er frumvarp Valtýs Guð-
mundssonar um Fiskveiðasjóð og
í 4. grein frumvarpsins segir svo:
„Verði stofnaðalmenntfiskveiða-
og útgerðarfélag fyrir landið allt,
í nokkurri líkingu við Búnaðarfé-
lag íslands, skal leita álits slíks
félags um lánveitingar, styrkveit-
ingar og verðlaunaveitingar úr
sjóðnum."
Manni hefði nú sýnzt þaðeðli-
leg sögugerð hjá Guðbrandi að
hann hefði getið um sendiför
Matthíasar og þá um leið að
stjórnvöld voru farin að huga að
breytingu í sjávarútvegsmálun-
um, 1904 og síðan getið um sam-
band Matthíasar við Schack og
lofað löndum sínum þannig að
koma eitthvað við sögu, þegar
hugmynd síra Þorkels var vakin
upp, en eigna það ekki algerlega
Schack, reyndarvoru tengslinvið
ritgerð síra Þorkels eflaust löngu
horfin. íslendingar höfðu svo
mikil samskipti við Norðmenn á
þessum árum, að þeir hafa vitað,
og hvorki þurft Schack né sendi-
för MatthfasartiI þess, að í Noregi
var gamalt og gróið landsfélag í
fiskveiði- og útgerðarmálum, þar
72 -ÆGIR