Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1986, Page 16

Ægir - 01.02.1986, Page 16
Saltfiskinum pakkað. að þessi félagsskapur hafi aðal- deild með skrifstofu í Reykjavík og minni deildir í verstöðvum útum landið. Það er útlit fyrir að þessi tilraun ætli að heppnast og er það gleði- legt, því slíkur félagsskapur er ekki aðeins mjög þýðingarmikið spor til framfara fyrir fiskveið- arnar og nátengdar iðngreinar, heldur og fyrir landhelgisgæzl- una, því að innan félagsskaparins munu finnast áhugasamir menn til samstarfs, skrifstofa félagsins í Reykjavík mun óefað verða heppi- legur staður fyrir stjórn landhelg- isgæzlunnar til þess að leita sér margvíslegra upplýsinga, er hún eflaust mun hafa þörf fyrir við rekstur félagsins." En Amundsen reyndist full- bjartsýnn og í næstu skýrslu, 1908, skrifar hann sjómálaráðu- neytinu svo: „Yfirforingi hefur mjög mikinn áhuga fyrir því, að félagsskapur meðal fiskimanna og þeirra, sem áhuga hafa á fiskveiðum komist á fót. En það tekur tíma og fyrir- höfn. Það er ekki ólíklegt, að það þurfi að vinna nokkurn tíma ennþá að undirbúningi þess félagsskapar, áðuren menn kom- ast í fullan skilning um nytsemi hans og geri alvöru úr að koma hugsjóninni íframkvæmd. Örðug- leikarnir eru talsverðir, einkum vegna strjálbýlis landsins og fjar- lægðar milli hinna einstöku fiski- þorpa. En maður vonar, að ekki dragist alltof lengi að mynda þennan félagsskap, þvíað hans er bráðþörf, og er skilyrði fyrir almennum framförum útvegsins í frarhkvæmd." Ef rétterhermtum hlutSchacks og Amundsen í frásögn Matthías- ar, svo sé í meginatriðum, þá ætti mynd af þessum dönsku mönnum að hanga einhversstaðar uppi í Fiskifélagshúsinu. Það er hreint ekki svo lítill þeirra hlutur í aðdragandanum að stofnun Fiski- félagsins. Stofnun Fiskifélagsins Eftir fundinn 1908 gerist ekkert sögulegtalltþaðárogekki heldur árið 1909 og fram á haust 1910. Guðbrandur dregur þá ályktun af þessu aðgerðarleysi að útgerð- in, og þá kútteraútgerðin fyrst og fremst, hafi haft það svo gott. „Má furða sig á því tómlæti sem þetta lýsir, og líklega mun vera því að kenna, að þá (1908-9. ÁJ) lék allt í lyndi fyrir útgerðinni." Guðbrandur er ekki of vel að sér í útgerðarsögunni. Hann segir á öðrum stað opna báta vera 848 um aldamót, en þeir voru 2092 taldir, og um kútteraútgerðina er það að segja 1908, að hún var farin að dala. Skipin, sem mörg voru keypt gömul og engin alveg ný, voru farin að þurfa mikið viðhald, og menn teknir að þreyt- ast á hinum tíðu slysförum, og segir svo í Ægi, einmitt þetta ár sem Guðbrandur telur að allt hafi leikið í lyndi fyrir þessari útgerð: „...sem dæmi um hnignum útvegsins (þ.e. kútteraútvegsins), skal þess getið að nú getur maður eiginlega ekki talið nema 5 útgerðarmenn hér við Flóann og eru það stórkaupmenn eða stór- verzlanir, sumpart danskar sel- stöðuverzlanir og enskt auðfélag (Copeland og Berry-Edinborg. ÁJ), íslenzkir útgerðarmenn eru að detta úr sögunni. Það eru eftir að nafninu til 4-5 menn með eitt skipeða hluta úrskipi, en þaðeru lítil líkindi til, að þeir geti haldið úti skipi í ár nema einn eða tveir af þessum mönnum, ef ekki er hlaupið undir bagga með og þeim veitt fjárhagsaðstoð. Þessi útvegurer í dauðateygjunum..." Sem dæmi um að það að farið var að halla undan fæti fyrir kútt- eraútgerðinni, þegar komið er fram á 1908, er að þilskipin voru 166 í landinu 1905 en 139 árið 1910. Það er engin skýring til á því hléi, sem varð á Fiskifélags- málinu frá því snemma árs að 76-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.