Ægir - 01.02.1986, Síða 17
Legið íaðgerð á „salti".
ofannefndur fundur var haldinn
°8 til hausts 1910 að hreyfing
kemst aftur á málið. Hinsvegar er
auðvelt að skýra forgöngu
Tryggva Gunnarssonar fyrir fund-
inum í ársbyrjun 1908. Það kann
að vera að Amundsen hafi haft
Þar einhver áhrif á Tryggva, en
nitt er líklegra að mestu hafi ráðið
að Tryggvi gengur nú fram fyrir
skjöldu, að kútteraútgerðinni er
■arið að hn igna og við þá þróun
Var Tryggvi Gunnarsson ekki
sattur. Hann hafði verið forgöngu-
maður um þá útgerð og lánað fé
sem bankastjóri til kútterakaup-
anna 1896/97 og hann var þess
■etjandi að menn færu að kaupa
togara meðan mikill hluti kútter-
anna var ekki að fullu greiddur,
naest af kútterum var keypt um og
eftir aldamót.
1908 sér Tryggvi, hvert stefnir
með kútteraútveginn, komnir
Voru sjö togarar og um 300 vél-
Patar. Það væri í samræmi við
málflutning Tryggva á þessum
l|ma, að hann hafi með forgöngu
sinni 1908 um stofnun landsfé-
la§s í fiskveiði- og útgerðarmál-
nm haft í hyggju að styrkja stöðu
Þeirrar útgerðar, sem hann bar
Vr'r brjósti um þessar mundir.
að verður að koma fram, að
'1ryggvi gerði sér Ijóst, að togara-
ntgerð hlyti að ganga af kútteraút-
Serðinni dauðri og hann var ekki
a móti togurum sem veiðiskipum,
eldur vildi að menn létu sér
ægt í togarakaupum og að kútt-
erarnir fengju að borga sig áður
en fitjað væri upp á nýrri stórút-
gerð.
En á þessum árum fjölgaði vél-
oátum ört, þeir voru um 80 1905
en orðnir um 300 árið 1910 og
reifðir um allt land og sú útgerð
ailaði ákaft á hjálp, bæði tækni-
ega og fjárhagslega og samvinnu
um ýmis sín hagsmunamál, svo
sem undirstöðukennslu í sigl-
'ngafræði og vélfræði.
Mikill fjöldi einstaklinga var
bundinn í þessari smáútgerð og
því ekki nema eðlilegt að stjórn-
málamennirnir færu að gefa
henni auga. Fyrir þeim var það
allt annað mál að vinna þessum
kjósendaskaragagn, helduren að
vinna að eflingu Ásgeirsverzlun-
ar, P.J. Thorsteinsson hf., Duus
eða Copeland og Berry. Og það
varð haustið 1910, að annar
helzti stjórnmálaflokkur lands-
ins, Sjálfstæðisflokkurinn fyrri,
tekur félagsstofnunina uppá sína
arma, og í því verki voru fyrirliðar
þingmenn Reykvíkinga, dr. Jón
Þorkelsson, faðir Guðbrandar og
Magnús Th. Blöndahl. Enn var
nú kallaðursaman undirbúnings-
fundur og var hann haldinn /.
febrúar 1911 á Hótel ísland og
sátu hann 43 menn, flestir skip-
stjórar, en einnig margt framá-
manna í þjóðmálum.
Nú var aftur dregið fram upp-
kast það að lögum, sem Bjarm
Sæmundsson hafði gert 1908,
sniðið eftir því og lögum Búnað-
arfélags íslands lagauppkast, sem
lagt var fyrir fundinn. Á þessum
fundi voru margir þeirra, sem
bæði höfðu komið við sögu í
hinum áralanga aðdraganda að
stofnun Fiskifélagsins og komu
einnig mikið við sögu þess framan
af, svo sem Tryggvi Gunnarsson,
Bjarni Sæmundsson, Matthías
Þórðarson og svo menn eins og
Geir Sigurðsson og Hannes Haf-
liðason, sem urðu traustir og
ötulir Fiskifélagsmenn, þegar
félagið hafði verið stofnað.
Magnús Blöndahl hóf umræður
og sagði tilganginn að stofna fisk-
veiðafélag í Reykjavík, fá til þess
styrk frá Alþingi, ogstofna deildir
útum land og sameina alla, sem
fiskveiðar stunduðu í eitt lands-
félag.
Á fundinum 7.febrúar 1911
náðist samkomulag um að stofna
félagið en ekki samkomulag um
lögin eða nafnið. Nefndin, sem
undirbjó fundinn hafði gert það
aðtillögu sinni aðfélagið nefndist
„Félag til eflingar íslenzkum fisk-
veiðum" nafngiftin þá sótt til
norska félagsins „Selskap for de
ÆGIR - 77