Ægir - 01.02.1986, Qupperneq 24
Fyrsta Fiskiþingid
Fyrsta Fiskiþingið var sett 30.
júní kl. 4 e.h. í Góðtemplarahús-
inu, 9 aðalfuIItrúar sóttu þingið
og voru þeir þessir: Jón Jónsson
bókhaldari, Seyðisfirði, Guð-
mundur ísleifsson kaupmaður,
Háeyri, Páll Bjarnason kennari,
Stokkseyri, Ólafur Jónsson út-
gerðarmaður, ísafirði, Magnús
Kristjánsson alþm., Akureyri,
Bjarni Sæmundsson menntaskóla-
kennari, Reykjavík, Tryggvi Gunn-
arsson fyrrverandi bankastjóri,
Reykjavík, Matthías Þórðarson
útgerðarmaður, Reykjavík og
Magnús Sigurðsson lögfræðingur
(síðar bankastjóri Landsbank-
ans), Reykjavík.
Aukafulltrúar (sem fengu mál-
frelsi og tillögurétt) voru: Arin-
björn Ólafsson, Keflavík, Matthías
Ólafsson alþm., Dýrafirði og Þor-
steinn Gíslason, Meiðastöðuni
Garði.
Samkvæmt lögum Fiskifélags-
Síldveiðará 6. áratugnum.
84 -ÆGIR
ins („Bráðabirgðaákvæði") kaus
aðalfundur Fiskifélagsins, hald-
inn 22. febrúar þetta ár, alla full-
trúa á fyrsta Fiskiþingið og skyldi
svo vera þar til sett hefðu verið
lög fyri r deild i r og fjórðungsþi ng.
Þingið hefur Hannes Hafliða-
son sett, sem forseti Fiskifélags-
ins, en Matthías Þórðarson, síðar
kosinn forseti á þessu þingi, tekur
við af Hannesi 1913.
Fimm nefndir voru kosnar í
þingbyrjun og í þessum mála-
flokkum: Breyting á lögum
félagsins, Kennsla í hirðingu og
meðferð mótora, Skattamál
landsins, Lög um Fiskveiðasjóð,
Um ábyrgð á slysum um borð í
fiskiskipum.
Fyrsti umræðufundurinn sner-
ist um svonefnt steinolíumál, og
það mál hafði einnig verið fyrsta
viðfangsefni stjórnar Fiskifélags-
ins auk þess, sem haldinn var um
það almennur fundur í félaginu
19. nóvember 1912. Þetta stein-
olíumál og kennsla í hirðing og
meðferð mótora sýnir, það sem
fyrr er hér bent á að það voru
hagsmunir vélbátaútgerðarinnar,
sem ráku smiðshöggið á stofnun
Fiskifélagsins.
Steinolíumálið, sem áruni
saman var eitt aðalmál Fiskifé-
lagsins snerist upphaflega um
það, að danskt olíufélag hafði
einokun á allri olíusölu til lands-
ins og mönnum þótti það selja
olíuna of dýrt, 30 kr. tunnuna af
steinolíunni, sem vélbátaflotinn
brenndi í þennan tíma. Félagið
boðaði á árinu 1912 5 króna
hækkun og Fiskifélagið lét málið
strax til sín taka og verða þau
afskipti ekki rakin hér í bili, þau
urðu löng og mikið í kringum það
mál allt.
Strandgæslumálin urðu einnig
mikið til umræðu á þinginu þó
ekki væri kosin í þeim nefnd.
TveirGarðverjar, EggertGíslason