Ægir - 01.02.1986, Blaðsíða 25
°g Þorsteinn á Meiðastöðum,
höfðu sent Fiskiþingi ítarleg
erindi um þessi mál og þá reynslu,
sem fengin var af gæzlubátnum
Ágústi.
Þetta fyrsta Fiskiþing, sam-
þykkti: 1) breytingu á lögum um
söltun síldar, 2) að Alþingi og
stjórn geri sitt ýtrasta til að taka
sem fyrst landhelgisgæzluna í
sínar hendur og styrkja úthald
vélbáta til aðstoðar við gæzluna,
3) að styrkja kennslu í hirðingu
°g meðferð mótorvéla og hlutast
til um að veittar verði úr Fisk-
veiðasjóði kr. 1500 til að kosta
rnann til þeirrar kennslu, og Fiski-
félagið láti semja leiðarvísi,
4) breytingará lögum Fiskifélags-
ins (um aukafulltrúa o.fl.) ekkert
markvert, 5) breytingar á lögum
Fiskveiðasjóðs (um sektarfé) og
svo voru ýmsar samþykktir aðrar
svo sem um að framfylgja lögum
um stofnun lánadeildar við Fisk-
veiðasjóð, skattamálin, útflutn-
ingsgjald af fiski, gangi jafnt yfir
útlenda menn sem innlenda,
stuðningur við stofnun Eimskipa-
félagsins, fjölgun vita, kaup á
eldri árgöngum Ægis og um
starfsfé Landsbankans.
í þinglok minntist Bjarni Sæ-
mundsson, síra Þorkels Bjarna-
sonar og ritgerðar hans 1883, svo
að ekki hefur mönnum gleymzt
það tillag þess merkisklerks að
stofnun Fiskifélagsins. Ritgerðin
hefur lifað með mönnum, þótt
aðrar aðstæður réðu því að tillaga
Pfestsins komst í framkvæmd nær
30 árum síðar.
Rækjuvinnsla.
loftstýritjakkar
Allar staerðir
og gcrðlr
Eyjarslóö 9 -101 Reykjavík
27580
ÆGIR-85