Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1986, Page 29

Ægir - 01.02.1986, Page 29
Bjargráðamálið og þá skipuð nefnd til að gera ákveðnar tillögur um fyrirkomulag þeirra mála. 7925 Fiskifélaginu falið með !ögum að safna aflaskýrslum. Félagið hafði snemma eða um 1913 hafið þessa söfnun, því að hún þótti í ólestri hjá hagskýrslu- deild ríkisins, en söfnun Fiskifé- Iðgsins gekk ekki að óskum, þótt reynt væri að greiða fyrir afla- skýrslur. Úr rættist um söfnunina, begar hún var gerð lagaleg skylda. 1926 leggurstjórn Fiskifélagsins til við stjórnvöld að Jón E. Bérg- sveinsson sé ráðinn til að sinna slysavarnamálum og var hann starfsmaður félagsins næstu ár eða þar til Slysavarnafélagið var stofnað 1928. 7926 hefur Fiskiskipafélagið útgáfu Sjómannaalmanaks, en þá hafði skráning skipa verið rnjög ófullkomin. 7 928 gaf Fiskifélagið út kennslu- bók í mótorfræðum eftir Þórð Runólfsson. 1931 var Þorsteinn Loftsson ráð- inn vélfræðiráðunautur og Árni Friðriksson, fiskifræðingur til starfa að fiskirannsóknum. 1933 var hornsteinn lagður að húsinu á horni Skúlagötu og Ing- ólfsstrætis. 7 935 var sett á stofn rannsóknar- stofa í fiskiðnaði og Þórður Þor- bjarnarson ráðinn forstöðumaður hennar. Hraðfrysting fisks var á dagskrá Fiskiþings 1934 og þar var Ólafur B. Björnsson málshefj- andi og rakti þar tilraunir Ingólfs Espólín með hraðfrystingu fisks, en hafði sent Fiskifélaginu skýrslu sína. Ólafur hafði þá einnig í höndum skýrslu frá Vilhjálmi Finsen úr Svíþjóð um hraðfryst- ingu fisks í Noregi. Sjávarútvegs- nefnd Fiskiþings skilaði ítarlegu áliti um hraðfrystimálið og í þvi segir að nýmetisát fari í voxt suður í löndum, og þá er einnig sagt í álitinu, að Norðmenn verji orðið miklu fé til að koma þessari fiskvinnsluaðferð í gagnið hjá sér, og í Bandaríkjunum sé hraðfryst- ing orðin geysimikil iðngrein og árið 1930 hafi þar í landi verið fryst 140 milljónir punda og frystihúsin seltfyrir 16.5 milljónir dollara. Helgi Briem, fiskifuIItrúi áSpáni hafði sagtsvoískýrslu, að hann telji að þar sem hitar séu miklir sé kæling fisks framtíðar- geymsluaðferð og „síðan kæli- vélar voru fyrst gerðar fyrir 60 árum, hafa kæld matvæli farið sigurför um menningarlöndin... fyrir fiskimannaþjóð eins og okkur ísl'endinga, mun freðfisks- framleiðsla hata mikla þýðingu." Fiskifélagið hafði þetta sumar, 1934, keypt fisk fyrir þúsund krónur og flakað hann og fryst í frystihúsi Ingólfs Espólín og fór hann utan með sumt af fiskinum en sendi nokkuð til Englands, Sviss, Ítalíu og Spánar á undan sér. „Komstfiskurinn óskemmdur á alla staðina og líkaði mjög vel. Liggja mörg vottorð hér um," segir í áliti sjávarútvegsmála- nefndar, og síðan fer svofelld þingsályktun: „Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að láta þegar þar til hæfa menn rannsaka og gera til- lögur um, á hvern hátt bezt verði komið fyrir framleiðslu og verzlun á hraðfrystum fiski. Enda verði að rannsókn lokinni, og fengnum tillögum, hafizt handa um framkvæmdir, svo fljótt sem auðið er." Þetta er svo hér rakið, að hlutur Fiskifélagsins í þessu máli sem svo mörgum öðrum, kemur sjaldan nægilega fram í margri sagnagerð. Forganga um hrað- frystingu hefur jafnan mest verið eignuð Fiskimálanefnd ríkisins á ÆGIR - 89

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.