Ægir - 01.04.1989, Blaðsíða 6
170
ÆGIR
4/89
Sjávarútvegurinn 1988 • Sjávarútvegurinn 1988
Cunnar Flóvenz:
Saltsíldarframleiöslan
Þar sem ekki hefir birzt ársyfirlit um saltsíldarframleiðsluna í Ægi
sl. 5 ár verður hér á eftir, að ósk ritstjóra, gerð grein fyrir fram-
leiðslunni o.fl. henni tengt undanfarin ár. Til fróðleiks eru töfl-
urnar yfir veiðarnar og söltunina látnar ná yfir tímabilið frá því að
veiðar voru á ný leyfðar í hringnót haustið 1975, eftir 3ja ára hlé, og
fram að síðustu áramótum.
íslenzku síldarstofnarnir
Eftir hrunið mikla á norsk-
íslenzka stofninum seint á sjöunda
áratugnum hafa síldveiðarnar við
Island eingöngu byggzt á íslenzka
sumargotssíldarstofninum. Stofn-
inn hefir styrkzt hægt og sígandi
frá því að veiðar í hringnót voru
leyfðar á ný haustið 1975 og er
hrygningarstofninn nú talinn vera
um 500 þús. tonn (mynd 1).
Ekki hefir orðið vart við neina
síld úr íslenzka vorgotssíldarstofn-
inum á undanförnum árum.
Norsk-íslenzki síldarstofninn,
sem haldið hefir sig við norsku
ströndina árið um kring í tvo ára-
tugi og var lengi í útrýmingar-
hættu, virðist nú vera að rétta við
eftir vel heppnaða hrygningu árið
1983. Mestur hluti þess árgangs
varð kynþroska á árinu 1988.
Sú spá ýmissa fiskifræðinga að
norsk-íslenzki síldarstofninn muni
taka upp fyrri ætisgöngur til haf-
svæðanna norður og austur af ís-
landi, ef stofninn kynni að stækka
á ný, fékk byr undir báða vængi,
er sovézkur rannsóknaleiðangur
varð var við síld úr honum u.þ.b.
miðja vegu milli Noregs og Islands
sl. sumar (mynd 2).
Hrygningarstofnin er nú áætl-
aður 1,4 milljónir tonna, en var á
tímabili talinn vera kominn langt
niður fyrir 100 þús. tonn, þe^.
hann var talinn í hvað mestr'
útrýmingarhættu (mynd 3). .
Það vakti sérstaka athygli á 5 j
ári að þeir árgangar norsk-1-
lenzku síldarinnar, sem báru upr
veiðarnar við Norður-Noreg á _
en 1983-árgangurinn varð kyn
þroska, virtust að mestu uppu,n"'
Rannsóknir, sem norska hafm11^
sóknastofnunin gerði þá, sýndu "
á öllum rannsóknasvæðum fa|11 ‘