Ægir - 01.04.1989, Blaðsíða 32
196
ÆGIR
4/89
Danmörk er meðal helstu fiskveiðiþjóða heims og
þar sem neysla sjávarafurða innanlands er tiltölulega
lítil, er Danmörk eitt af helstu útflutningslöndum
heims á þessu sviði.
Danski fiskveiðiflotinn hefur margfaldast á þessari öld
og telur nú um 3.200 fiskiskip. Stærsti hluti flotans,
eða um tveir þriðju, eru bátar um og undir 20 brúttó-
rúmlestum að stærð. Hinsvegar eykst stöðugt hlutfall
stærri fiskiskipa yfir 100 brúttórúmlestum að stærð
svo og togara. Um það bil tólf þúsund manns stunda
sjómennsku sem aðalatvinnu í Danmörku.
Fjöldi fiskiskipa árið 1987
Brl. Fjöldi Brl. Fjöldi
5-19 2128 100-149 136
20-49 587 150-499 168
50-99 203 Yfir 500 12
Samtals 3234
Aflabrögð
Árið 1987 voru heildarveiðar Dana 1.581.897 tonn
og verðmæti þess afla upp úr sjó var 3.358 milljónir
danskar krónur. Um 75 prósent aflans fer í fiskmjöls-
framleiðslu, sem árið 1987 gaf af sér um 1 7 prósent af
heildarverðmæti. Þorskfisktegundir og flat-fiskur, eru
þær tegundir sem Danir veiða mest af. Um helming
af þeirri síld sem veidd er í Evrópu er landað í Dan-
mörku, en þangað sækja fjölmörg erlend síldveiði-
skip.
Danir veiða um 48 prósent af heildarafla sínum í
Norðursjó, 20 prósent í Skagerak, 10 prósent í Katte-
gat og 22 prósent í Eystrasalti. Megnið af aflanum er
seldur á fiskmörkuðum og eru þeir stærstu á norður-
og vesturströnd Jótlands. í gegnum markaðina fara
um tveir þriðju af þeim afla sem landaður er í Dan-
mörku.
Framleiðsla
Um 250 fyrirtæki stunda fiskvinnslu í Danmörku og
eru þau flest á Jótlandi. Við þau starfa um 12 þús.
manns. Danir framleiða vörur til útflutnings úr
flestum þeim tegundum sem hafsvæðið í kringum þá
býður upp á og selja þær á markaði í öllum heimsálf-
um.
Framleiðsluverðmæti sjávarafurða í Danmörku
árið 1987 var 10.537.000 millj. danskar krónur og
var skiptingin þannig í prósentum:
Sjávarútvegu
i