Ægir - 01.04.1989, Blaðsíða 22
186
ÆGIR
4/89
Lárus Jónsson:
Veiðar og vinnsla
hörpudisks og rækju 1988
Verðmæti rækju og hörpu-
diskafurða nam á síðast-
liðnu ári 4.630 millj.
króna sem nam 9.5% af heildar-
verðmæti sjávarvöruframleiðsl-
unnar. Þessar greinar eru því enn
þrátt fyrir verulegan samdrátt
undanfarið í flokki mikilvægustu
útflutningsgreina þjóðarinnar,
næst á eftir frystum botnfiski og
saltfiskafurðum. í því sambandi
má geta þess að útflutningur allra
loðnuafurða var um 4.000 millj.
króna á árinu og síldarafurða um
1200 millj. króna.
Mikil umskipti urðu í veiðum og
vinnslu hörpudisks og rækju á
árinu 1988. í kjölfar verðlækkunar
á hörpudiski á árinu 1987 minnk-
aði framleiðsla á frystum hörpu-
diski þegar á því ári og fór enn
mjög minnkandi á síðastliðnu ári.
Rækjuveiðin, sem hefur aukist
ótrúlega hratt undanfarið, minnk-
aði snögglega frá metárinu 1987,
þegar hún varð um 38.600 tonn í
um það bil 10.000 tonnum minni
afla á árinu 1988. Ennfremur
lækkaði verð á skelflettri rækju á
erlendum mörkuðum nokkuð,
þótt verðlækkunin frá metverðinu
1986 hafi fyrst og fremst komið
fram þegar á árinu 1987.
Hörpudiskveiðin dróst einnig
saman 1988 annað árið í röð. Hún
varð um 9.650 tonn í samanburði
við um 17.000 tonn á árinu 1985,
þegar hún varð mest. Útflutnings-
verðmæti hörpudiskframleiðsl-
unnar nam 236 millj. króna.
Ástæðan er vafalaust svipuð og
fyrra ár, þ.e.a.s. mjög lágt verð á
hörpudiski á Bandaríkjamarkaði,
sem hefur verið nánast eina mark-
aðssvæði hörpudisks fram til
þessa.
Verömæti rækju- og hörpu-
diskafurða
Þróunina í samdrætti framleiðslu
rækju- og hörpudiskafurða undan-
farin ár má glöggt sjá með því að
bera saman verðmæti framleiðsl-
unnar á föstu verðlagi. Verðmæti
rækju- og hörpudiskafurða varð
mest á árinu 1986 eða rúmlega
7100 millj. króna (Verðlag jan.
1989). Þetta voru um 14% l1
heildarverðmæti sjávarvörufra111
leiðslunnar. Árið 1987 nam þettl1
verðmæti um 6.300 millj. °§ '
fyrra tæplega 5.000 millj. á sania
verðlagi. (Sjá töflu 2). Þrátt fyr,r
þennan mikla samdrátt í fri1111
leiðslu rækju- og hörpudiskafur
nam afurðaverðmæti þessara gre
ina 9.5% af sjávarvöruframleið5
unni á árinu 1988 og varð mei^
en sem svarar verðmæti al'
loðnuafurða svo dæmi sé tek1
(Sjá mynd 1 og töflu 1.).
Hörpudiskveidarnar
Hörpudiskveiðarnar hafa dreS'-
svo mjög saman undanfarin ára
Mynd 1
Verðmæti rækju- og hörpudiskafurða í hlutfalli við
sjávarvöruframleiðsluna í heild.
%