Ægir - 01.04.1989, Blaðsíða 34
198
ÆGIR
4/89
Örn Pálsson:
SMÁBÁTAR -
aflabrögð, fjölgun og
veiðiheimildir 1984 - 1988
Landssamband smábátaeig-
enda var stofnað 5. des-
ember 1985. í lögum sam-
bandsins segir í 2. gr. „LS er
samband félaga og svæðisfélaga
smábátaeigenda upp að 10 brl.
Tilgangur þess er að tryggja sam-
eiginlega hagsmuni smábáta-
eigenda á öllum sviðum, vera
opinber málsvari þeirra og stuðla
að framförum á sviði fiskveiða,
vöruvöndunnar, öryggis og trygg-
ingarmála og annarra mála er þá
varða."
Ekki ætla ég hér að rekja lífs-
hlaup sambandsins frá þeim tíma
sem það var stofnað, þó freistandi
sé, enda tíminn með afbrigðum
viðburðarmi ki 11.
Hér að neðan mun ég leitast við
að veita þér, lesandi góður,
nokkrar tölulegar upplýsingar sem
viðkoma smábátaeigendum. Þá
mun ég fara nokkuð inn á hvernig
aflaheimildir þessara báta hafa
minnkað nú hin síðustu ár, en mér
er til efs að nokkur útgerðarmáti
hafi þurft að þola jafnmikla veiði-
réttindaskerðingu og bátar undir
10 brl. Það er reyndar trú mín að
atvinnumennska á smábát hefði
heyrt sögunni til ef ekki hefði
komið til stofnun Landssambands
smábátaeigenda.
Áður en lengra er haldið skal
það tekið fram að aðalheimild mín
í þessu greinarkorni er ÚTVEGUR,
rit Fiskifélags íslands. Þá skal það
og tekið fram að allar aflatölur og
fjöldi smábáta frá síðasta ári
(1988) eru samkvæmt bráða-
birgðatölum frá Fiskifélagi íslands.
Aflabrögð og fjöldi smábáta 1985
Við skulum byrja á að líta á afla-
brögð ársins 1985 og rifja upp það
kerfi sem gilti um smábáta á því
ári.
í reglugerð sem grundvölluð var
á lögum nr. 81 um stjórnun fisk-
veiða og kom út 8. janúar '85 var
ma sérstakt ákvæði um smábáta.
Þar kom fram að bátar undir 10
brl. fengu sameiginlegt aflaniark,
samtals 10.204 þorskígildi. Afla-
markinu var skipt eins og sést a
töflu 1.
í lok árs 1984 voru 825 opnir
vélbátar og 139 þilfarsbátar eða
samtals 964 smábátar sem höfðu
lagt upp afla á því ári. Möo
10.204 þorskígildi áttu að konia í
Mynd 1
Fjöldi smábáta 1984-1988