Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1989, Qupperneq 11

Ægir - 01.10.1989, Qupperneq 11
10/89 ÆGIR 515 radar, sjálfsstýring og dýptarmæl- >r, auk hefðbundins veiði- og öryggisbúnaðar. Bátar yfir I0 tn. eru 4 talsins, 10-17 tn. að stærð. Einn bættist í hópinn í sumar en þá var Sigrún ÍS 113, 38 tn. stálbátur, keyptur hingað. Þessi smábátafloti dregur að landi árlega afla sem samsvarar góðum ársafla togara. Um verkunaradferðir Það er ekki nema rúm öld síðan fyrst var verkaður saltfiskur til út- flutnings á Austfjörðum. Frá byrjun þessarar aldar og fram í kreppu, árið 1930, var mikil gróska í saltfiskverkun. Allurfiskur fór í salt og íbúum staðarins fjölg- aði stöðugt. Árið 1930 voru þeir orðnir 1.118 en um aldamótin bjuggu hér vart meira en 150-200 manns. En á kreppuárunum gekk eins og kunnugt er verr að selja saltfiskinn og fyrir hann fékkst lágt verð. Þessir erfiðleikar urðu m.a. lil þess að menn fóru að huga að öðrum verkunaraðferðum. Árið 1937 var hafin hér rekstur frysti- húss á vegum íshússfélags Norð- firðinga. En árið áður hófst ísfisk- ótflutningur héðan en þá fór Stella brjár söluferðir til Bretlands. Fljót- fóga eftir að heimsstyrjöldin hófst dró mjög úr allri fiskvinnslu í bleskaupstað en að sama skapi óx ótflutningur á ferskum fiski til Bretlands. Árin 1942-1945 var hér engin fiskverkun. Allur afli var fluttur út óunninn. Fóðurmjölsverksmiða var sett á taggirnar hér árið 1927. Áður bafði öllum fiskúrgangi, hausum, bryggjum og slógi verið fleygt í fjörurnar. Fyrstu árin vann verk- smiðjan að meðaltali um 2.600 tn- á ári. Árið 1934 var byggð hér 'ítil síldarbræðsla. í stríðsbyrjun stöðvaðist rekstur þeirrar verk- smiðju. Lifrarbræðsla var starfandi hér á árinu 1880-1884. Og fljótlega e,tir aldamót bræddi Norðmaður nokkur, Elías Klosterað nafni, lifur í nokkur ár. En árið 1906 bundust norðfirskir útgerðarmenn sam- tökum um lifrarbræðslu. Og síðar var öll lifur sem barst brædd í lýsi um margra áratuga skeið. En síð- ustu 15-20 árin hefur lifrinni verið hent og er það miður. Á allra síð- ustu árum hefur verið komið á lagg- irnar lítilli bræðslu. En sjómenn eru tregir til að hirða lifur fyrir það verð sem vinnslan telst geta borgað og líklega verður engin lifur brædd í ár. Saltsíldarverkun mun hafa verið einhver á Norðfirði á árunum 1926-1932. Árið 1952-1960 voru starfrækt hér 1-2 síldarplön, svokölluð en uppúr 1960 hefst blómaskeið þessararatvinnugrein- ar. Þetta tímabil er það sem menn kalla Síldarárin hér um slóðir. Mest var saltað árið 1963, 56.375 tunnur og flestar urðu söltunar- stöðvarnar árið 1965 eða sex talsins. Árið 1968 dróst söltunin mikið saman enda gekk norsk- íslenskri síldarstofninn þá ekki lengur á Austfjarðamið. Einhver síldarplön tóku eftir þetta við sjó- saltaðri síld til frekari verkunar og á sama tíma barst hingað nokkur síld sem veidd var af íslenskum bátum á Eljaltlandsmiðum. Þetta lagðist allt fljótlega af. En síldin var ekki alveg horfin héðan. Suðurlandssíld var söltuð hér 1969, 1970 og 1971 en 1972 gekk í gildi algjört síldveiðibann. En 1980 var aftur byrjað að salta Siglingar á stríðsárunum „Það var í verkahring áhafna bátanna að ganga frá fiskinum um borð og ísa hann fyrir hverja söluferð. Annað hvort var aflanum skipað um borð úr landi eða þá að fiskibátarnir lögðust beint upp að flutninga- bátunum og var þá aflinn fluttur á milli skipanna. Ávallt var búið að gera að fiskinum þegar flutningabátarnir tóku við honum. Misjafn- lega langan tíma tók að lesta bátana fyrir söluferðirnar, en þegar best fiskaðist á vetrarvertíðum á Hornafirði tók það oft ekki nema tvo daga. Aðalkappsmál hverrar áhafnar var að koma sem mestum fiski í skipið fyrir hverja ferð. í lestum bátanna var ísað í stíurnar, en því fór fjarri að lestarrýmið eitt væri talið nægjanlegt. Á Sæfinni tíðkaðist að ísa í kassa, sem hafðir voru á dekkinu, og fyrir kom að fiskur var hafður í lúkarnum en þar var ekki búið þegar báturinn flutti út ísaðan fisk. Um borð í Magnúsi voru smíðaðar stíur undir hvalbaknum og pækilkössum komið fyrir í göngunum sitt hvoru megin við keisinn og var hægt að koma talsverðu af fiski fyrir í þessu rými. Jafnframt var stundum fiskur settur í lúkarinn. Á Stellu var venjulega hálfur lúkar- inn fylltur af fiski auk þess sem komið var fyrir kössum í göngunum undir fisk. Eins og gefur að skilja voru bátarnir þrauthlaðnir í ferðum sínum, en enginn Norðfjarðarbáta lagði þó hlaðnari í siglingar yfir hafið en Sleipnir. Þótti sumum hleðsla bátanna heldur glannaleg, ekki síst þegar siglt var um hávetur og allra veðra var von. Að vísu voru settar reglur um hleðslu bátanna, en reynt var að fara í kringum þær og brjóta eins og mögulegt var. Sem dæmi um það magn sem flutt var út með bátunum á þessum árum, má nefna að oft voru látnar 110 lestir af fiski í Sæfinn, en báturinn var 103 lestir að stærð." Smári Ceirssnn Sjómannadagsbl. Nesk. 1981
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.