Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1989, Qupperneq 22

Ægir - 01.10.1989, Qupperneq 22
526 ÆGIR 10/89 þjónustu við sjávarútveginn varðar á einn eða annan hátt. S.Ú.N. vareinn af stærstu aðilum við stofnun Dráttarbrautar 1942. S.Ú.N. hófolíusölu 1943. S.Ú.N. stofnaði ásamt öðrum Olíusamlag Útvegsmanna 1947. S.Ú.N. tók þátt í að stofna Stapa hf. sem var útgerðarfélag 1956. S.Ú.N. stofn- aði söltunarstöðina ÁS ásamt fleirum 1962. Og síðast en ekki síst varð S.Ú.N. 60% eignaraðili að Síldar- vinnslunni hf. þegar hún var stofnuð 1957. Auk ofannefndra staðreynda má nefna að eignarfélög togaranna Egils Rauða og Goðaness sem voru nýsköpunartogarar og komu 1947 og 1948 voru tengd S.Ú.N. ýmsum böndum þó S.Ú.N. ætti þar ekki formlega hlut að. Það er því Ijóst að S.Ú.N. varð veigamesta fyrirtæki á sviði sjávar- útvegs fljótlega eftir stofnun. Áður höfðu kaupmennirnir og stórút- gerðarmennirnir Sigfús Sveinsson og Konráð Hjálmarsson og fleiri minni spámenn haft tögl og hagldir í norðfirsku atvinnulífi. Líklega skerpti heimskreppan sem skall á okkur 1930 þessi skil. Hún lamaði rekstur flestra fyrir- tækjanna hér mjög og felldi suma. Samvinnufélag Útgerðarmanna, S.Ú.N., heldur enn velli. En nú má segja að starfsemin sé háð praktískum sjónarmiðum dóttur- fyrirtækisins, Síldarvinnslunnar hf., sem S.Ú.N. kom á fót ásamt fleiri aðilum 1957. Skipasmíðar Upphaf vélbátasmíða hér má rekja aftur til ársins 1906, en það var árið eftir að slíkir bátar komu í eigu Norðfirðinga. Hrólfur Stur- laugsson eða Göngu-Hrólfur eins og hann var venjulega nefndur var einn 4 báta sem Norðfirðingar eignuðust 1905. Líklega hafa menn verið bjart- sýnir á útgerð vélbátanna strax í upphafi. Svo mikið er víst að einn eigenda Göngu-Hrólfs, Magnús Hávarðarson á Tröllanesi, hrinti fram skektu og réri ásamt félögum sínum til Viðfjarðar. Erindið var að biðja Svein Bjarnason bónda þar að smíða fyrir sig bát, svipaðan Göngu-Hrólfi. Sveinn bóndi var annálaður smiður og hagleiks- maður og leist strax vel á hug- myndina. Og á vordögum var bát- urinn, Hrólfur Sturlaugsson SU 352, 6.4 tn. að stærð, tilbúin til veiða. Sá bátur gekk vel, en 1930 ónýttist í honum vélin og hann úreltist uppúr því. Síðan smíðaði Sveinn bóndi í Viðfirði annan bát svipaðan. En eftir það Iiggja báta- smíðar niðri til ársins 1922 þá smíðaði Sigurður Þorleifsson bát fyrir Steina á Ekru. Báturinn var 3 tn. að stærð og nefndist Leifur. Sigurður Þorleifsson varð síðan helsti skipasmiður Norðfirðinga um langt árabil. Finnur S. Jónsson á Sandbrekku smíðaði lengi báta en oftast smáa. Árið 1930 beitti Sigfús Sveins- son sér fyrir að hingað kæmi fær- eyskur maður, Pétur Wigelund sem var þekktur skipasmiður. Hann byggði á næstu árum margan góðan bátinn og var ásanit Sigurði Þorleifssyni helsti skipa- smiður Norðfirðinga um árabiL Þessir bátar voru, þrátt fyrir að verkfærabúnaður væri einfaldur og fábrotinn, vel gerðir og sterk- byggðir og dugðu þeirra tíðar mönnum vel til sjósóknar. Á þessum árum voru t.d. eftirtaldir bátar smíðaðir: Fylkir NK 46 - 20 tn. Yfirsmiður Pétur Wigelund, Gyllir NK 49 - 25 tn. Yfirsmiður Pétur Wigelund, Auðbjörg NK 66 - 15.2 tn. Yfir- smiður Sigurður Þorleifsson, íslendingur NK 58 - 27.9 tn. Yfir- smiður Sigurður Þorleifsson. Eftir að Dráttarbrautin hf. var stofnuð árið 1942, einkum fyr'r atbeina S.Ú.N. sem var stærsti stofnaðilinn, fór fyrirtækið að huga að bátasmíðum. 1945 hófst smíði fyrsta bátsins. Sá fékk nafni Runólfur SH 135 og var 39 tn. a stærð. Á tímabilinu 1945-196 voru smíðaðir margir bátar hja Dráttarbrautinni hf. m.a. Gu< björg NK, Langanes NK, Hafrú'1 l. /> Bátasmiöar i Dráttarbrautinni 1947. Ljósm.: Björn Björnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.