Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1989, Síða 25

Ægir - 01.10.1989, Síða 25
10/89 ÆGIR 529 Frá stríbsárunum, Magni og Sleipnir. Vopnaðir breskir togarar fjær. Ljósm.: Björn Björnsson. vélaverkstæði á hjólum. Hann er með alls konar tækí og tól í stórum bíltrukk og kemst því með verk- stæðið að og á allar bryggjurnar og er að þessu mikið hagræði. Nokkur rafverkstæði eru starf- rækt og þjónusta jafnt á sjó og landi. Netaviðgerðarþjónusta er með ágætum eins og sagt hefur verið frá hér framar. Veiðarfæraverslun er hér í góðu lagi. Ennco S.F. hefur með höndum viðgerðaþjónustu á alls konar raf- eindatækjum í flotanum. Þar eru þaulreyndir menn og vanir hvers konar viðgerðum á fiskileitar- og siglingatækjum. Hér eru starfandi 3 kafarar sem m-a. leysa ýmsan vanda sem kanna að steðja að. Ekki má gleyma Slysavarnarfé- laginu. Kvennadeild er starfandi og björgunarsveitin Gerpir starfar kröftuglega og er nýbúin að byggja yfir starfsemina. Vonandi barf sem minnst á henni að halda en gott er að vita af henni. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins hefur útibú í Neskaupstað. Það hefur aðstöðu í loðnubræðslu S-V.N. Útibúið sinnir margs konar sýnatökum og rannsóknum á hrá- efni og afurðum og þjónar útgerð- arstöðum á Austfjörðum. Lítið er um smáfyrirtæki við veiðar og vinnslu í Neskaupstað, ef frá eru taldar trillur og smábátar sem í sjálfu sér eru smáfyrirtæki. Menn hafa sett á laggirnar harð- fiskverkun en hún hefur lognast út af þó ýmsir hafi spreytt sig á henni. Fiskréttaframleiðsla var sett hér á laggirnar og þótti fram- leiðslan ágæt. En framleiðslan lagðist af afeinhverjum ástæðum. Stærri bátar í einkaeign eru ekki til lengur í Neskaupstað. Þeir voru fjölmargir lengst af alla öldina en tók mjög að fækka á 7. áratugn- um. Á 8. áratugnum hélt þeim áfram að fækka og á þessum ára- tug var Magnús NK 72 einn eftir. hann var svo seldur til Grinda- víkur á síðasta ári. 3 fyrirtæki stunda nú fiskvinnslu í Neskaupstað auk Síldarvinnsl- unnar. Þau eru Máni hf., Ness hf. og Saltfang hf. Máni er með síldarsöltun. Þar voru saltaðar í fyrra 4400 tunnur, starfsmannafjöldi er mjög breyti- legur eins og alltaf þegar síldar- söltun er annars vegar. Ness var stofnað á haustmán- uðum 1987, og fyrstu mánuðina var unninn fiskur í salt. Frá upphafi var áformað að hraðfrysta þegar frá liði. í fyrra haust hófst svo síldar- frysting og voru fryst samtals rúm- lega 1000 tn. af síld, þar af 730 tn. i W Landsbanki Hafnarbraut 20 i fk íslands Neskaupstað Æ LS Banki allra landsmanna Sími71575

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.