Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1989, Page 33

Ægir - 01.10.1989, Page 33
10/89 ÆGIR 537 upphafi. Hann var afbragðs maður, en lést langt um aldur fram, í mars, 1941. Þá var ég staddur í Ólafsvík. Snemma nætur hrekk ég upp við það að bankað var á gluggann þar sem ég svaf og heyri nafn mitt kallað. Ég fór fram úr og leit út en þar var engan mann að sjá. Mér fannst ég kann- ast við röddina sem kallaði og eftir nokkra umhugsun fannst mér það hafa verið rödd Runólfs. Nokkrum dögum síðar var tveimur mönnum bjargað af fleka við strendur Bretlands. Þeir voru úr áhöfn togarans Reykjaborgar. Kafbátur hafði gert fólskulega árás á togarann út af Barrahöfða við Bretland. Voru þeir einu mennirnir sem komust lífs af. Með togaranum var sem farþegi Runólfur Sigurðsson, en hann var að fara utan á vegum nefndarinn- ar. Eftir því sem næst verður komist, var bankað á gluggann hjá mér í Ólafsvík um líkt leyti og þessi hörmungaratburður átti sér stað. Fráfall Runólfs var mikill skaði fyrir nefndina. Ég saknaði hans. Höfðum við átt gott samstarf °g verið vel til vina. Hann var mjög áhugasamur um alla þætti starfs síns. Sem dæmi um það vil ég nefna, að hann var óvanur fiskað- 8erð, pökkun og frágangi á freð- hski, en þar sem hann taldi nauð- synlegt fyrir sig að kunna góð skil a þessum þáttum öllum vegna sölusamninga, varð það úr að hans ósk, að ég tók að mér að 'eiðbeina honum um þessa þætti °g hvernig við bærum okkur að v'ð þessi verk. Þessi kennsla fór ham utan vinnutíma, — á nóttunni eftir að ró var komin yfir staðinn °g allir farnir heim. Þá gátum við dakað, snyrt og pakkað í góðu naeði. Það kann að virðast auðvelt ^e'kmanni úr fjarlægð að pakka kolaflökum, en staðreyndin var Sn/ að þá voru 76 mismunandi ftokkar í gangi fyrir Bretann, hyngd flakanna var frá 1 '/2 oz. upp í „extra large" og það mátti ekki muna nema tveimur flökum í frá- vikum í 7 Ibs. pakkninguna. Urðu konurnar að vigta og telja flökin nákvæmlega niður í kassana. Ég hætti hjá nefndinni 1941, vildi losna undan löngum ogofterf- iðum ferðalögum um landið og fór þá að vinna hjá setuliðinu. Þar vann ég í tvö ár. Eftir það fór ég aftur í fiskinn. í honum hef ég verið nær allar götur síðan, eða í bráðum 50 ár, síðari árin þó mest við saltsíld, síðast hjá söltunar- stöðinni Höfn á Hornafirði, eða þar til ég réðst til Útgerðarfélags- ins Hilmis". Lfkur hér frásögn Guðmundar Finnbogasonar af bernskudögum freðfiskframleiðslunnar á íslandi, sem hófst að segja má um þær mundir sem Alþingishátíðin var haldin á Þingvöllum fyrir um sex áratugum. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Sænsk-íslenska frystihúsið, sem Ingólfur Esphólín átti stóran þátt í undirbúningi að byggt var á sínum tíma, var fyrsta frystihúsið sem sér- staklega var byggt sem slíkt á ís- landi. Það var á þeim tíma stærsta hús sem þá hafði verið byggt hér á Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri Fiskimálanefndar, f. 17.07. 1908-d. 10.03. 1941. Um hann segir í minn- ingargrein; „Er óbætanlegt tjón að frá- falli Runólfs fyrir þá atvinnugrein, sem hann hafði helgað krafta sína allmörg undanfarin ár". Starfsstúlkur í frystihúsi Fiskimálanefndar, ísbirninum við Tjörnina, við upphaf starfseminnar þar, á vordögum 1936. Á myndinni eru, talið frá vinstri; Inga Guð- mundsdóttir, Guðbjörg Gísladóttir, Flalldóra Gísladóttir, Ágústa Steingrímsdóttir, Guðrún Erlendsdóttir, systurnar Þorbjörg og Sesselja Sigurðardætur, Ágústa Sig- urðardóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir, Helga Þorgeirsdóttir, jóna Björnsdóttir og Áslaug Þorsteinsdóttir.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.