Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Síða 33

Ægir - 01.11.1989, Síða 33
11/89 ÆGIR 593 róttækar, um æskilegar breyting- ar. Þær eru: Hugmynd 1: Leggja niður núverandi nám- skeiðahald í fiskmati. í þess stað verði allir tilvonandi fiskmats- menn að hefja nám við Fisk- vinnsluskólann. Námið verði áfangaskipt þannig að eftir eina til tvær annir í skólanum og síðan til- tekna starfsþjálfun sé hægt að löggilda menn í fiskmati. Náms- áfangar sem á eftir koma í skólanum miðast við frekara nám á sviði stjórnunar, rekstrar og mat- vælafræði auk annars fiskmats. Ástæða þessa er sú að menntun- arkröfur til löggiltra matsmanna hafa í reynd verið mismunandi þó lög geri einungis kröfu um nám- skeið. Þannig hafa svo til ein- göngu fiskiðnaðarmenn með um tveggja og hálfs árs nám að baki verið löggiltir sem matsmenn í frystum fiski eftir að Fiskvinnslu- skólinn tók til starfa. Aftur á móti hafa matsmenn í saltfiski og skreið verið löggiltir eftir að hafa sótt 6 daga námskeið en þeir þurfa að hafa unniö tiltekinn tíma í við- komandi vinnslugrein. Hugmynd 2: Ný lög um Tækniskóla fiskiðn- aðarins leysi eldri lög um fisk- vinnsluskóla af hólmi. Skólinn út- skrifi fiskmatsmenn, fisktækna er hefðu nokkuð hliðstæða menntun og fiskiðnaðarmenn í dag og fisk- vinnslufræðinga er hefðu hlið- stæða rekstrarlega þekkingu og iðnrekstrarfræðingar frá Tækni- skóla íslands auk sérmenntunar á sviði fiskiðnaðar. (Mynd 8). Hugmynd 3: Stofnaður verði Tækniskóli sjáv- arútvegsins er leysi af hólmi Fisk- vinnsluskólann og Stýrimanna- skólann. Skólinn útskrifi fisk- vinnslufræðinga (sbr. hugmynd 2) og útvegsfræðingar (þ.e. stýri- menn læri sérstaklega um rekstur útgerðarfyrirtækja sbr. útgerðar- tækninám við Tækniskóla ís- lands). Þá er gert ráð fyrir að skól- inn reki Alþjóðlega sjávarútvegs- skólann, sbr. tillögur nefndar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. (Mynd 9). Þetta er svipuð hugmynd og kom fram í skýrslu starfshóps um sjávarútvegsskóla en hópinn skip- uðu menntamálaráðherra og sjáv- arútvegsráðherra 1986. Opinber stefnumótun í fræðslumálum sjávarútvegsins Að lokum skal minnt á ákvörðun Alþingis frá því í maí 1988 á því hvernig staðið skuli að opinberri stefnumótun í fræðslu- málum sjávarútvegsins. (Mynd 10). Þar er gert ráð fyrir að Fræðsluráð sjávarútvegsins verði sá aðili er marki stefnuna. Þessi lög eru ekki komin til fram- kvæmda a.m.k. hvað sjávarútveg- inn varðar en Ijóst er að mikið er í húfi að vel takist til í störfum ráðsins. Mikilvægt er því að við Mynd 8. Tækniskóli fiskiðnaðarins Fiskmatsmenn Fisktæknar Fiskvinnslufræðingar 1,önn 5. annir 4. annir námstími er samtals 10. annir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.