Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Síða 50

Ægir - 01.11.1989, Síða 50
610 ÆGIR 11/89 Úr vélarúmi skipsins. þjöppu og eftirkælingu, 383 KW við 1500 sn/mín. Vélin knýr 350 KW (437.5 KVA), 3x380 V, 50 Hz rið- straumsrafal frá Caterpillar áf gerð SR4. Minni hjálp- arvélin er af gerð 3306 DIT, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, 142 KW við 1500 sn/mín. Vélin knýr 125 KW (156 KVA), 3x380 V, 50 Hz riðstraumsrafal frá Caterpillar af gerð SR 4. Fyrir upphitun íbúða og til hitunar á svartolíu, meltugeymum o.fl. er afgasketill frá A Halvorsen (Parat), afköst 350000 kcal/klst. Við ketilinn er einnig olíubrennari, um 100000 kcal/klst, og 3 x 10 KW raf- hitaelement. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Tenfjord af gerð 1-12M260/2GM435, snúningsvægi 12000 kpm, stýrisútslag 2 x 45°. Stýrisvélin tengist stýri frá Ulstein af gerðinni Hpylpftror. Að framan er skipið búið rafdrifinni hliðarskrúfu (skiptiskrúfu) frá Ulstein. Tæknilegar upplýsingar: Gerð 90 TV-300 Afl 300 hö Þrýstikraftur 3600 kp Blaðafjöldi/þvermál 4/1280 mm Niðurgírun 3.73:1 Snúningshraði 395 sn/mín Rafmótor Newman UC315SD Afköst mótors 220 KW við 1475 sn/mín í skipinu eru þrjár skilvindur frá Alfa Laval, ein af gerð MMPX304-SGP fyrir svartolíu, ein af gerð MMPX304-SGP fyrir smurolíu og ein MAB103B-25 fyrir gasolíu. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Atlas Copco af gerð LT 730, afköst 30 m3/klst við 30 bar þrýsting hvor, en auk þess er vinnuloftsþjappa frá Atlas Copco af gerð LE 9. Fyrir vélarúm og loftnotkun véla eru tveir rafdrifnir blásarar, afköst 20000 m3/klst hvor. Rafkerfi skipsins er 380 V, 50 Hz riðstraumur fyrir rafmótora og stærri notendur, og 220 V, 50 Hz rið- straumur til Ijósa og almennra nota í íbúðum. Fyrir 220 V kerfið eru tveir 100 KVA spennar, 380/220 V. Hjálparvélarat'alar eru gerðir fyrir samfösun, en skammfíma samfösun er við aðalvélarrafal. í skipinu eru tvær 125 A, 3 x 380 V landtengingar, með til- heyrandi spennum. Togvindur eru knúnar jafn- straumsmótorum, sem fá afl frá riðstraumskerfi skips- ins í gegnum thyristora til afriðunar. í skipinu er austurskilja frá DVZ, gerð 1000 HVC, afköst 1.0 m3/klst. Fyrir geyma er tankmælikerfi frá Norcontrol. í skipinu er ferskvatnsframleiðslutæki frá Alfa Laval af gerð JWP-16-C40, afköst 6.5 tonn á sól- arhring. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. Ibúðir eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum og lofthitunarkerfi, sem nýtir varma frá afgaskatli. Vinnslusalur er hitaður upp með hitablásurum. Loft- ræsting íbúða er með rafdrifnum blásurum frá Novenco A/S (Nordisk Ventilator), fyrir innblástur er einn blásari, afköst 6200 m3/klst, og fyrir eldhús og snyrtiherbergi eru sogblásarar. Vinnslurými er loft- ræst með þremur 3600 m3/klst blásurum, tveir fyrir innblástur og einn fyrir sog. í skipinu er eitt vatnsþrýstikerfi fyrir ferskvatn með 200 I þrýstikút. Fyrir salerni er sérstakt lofttæmikerfi frá Evak. í skip- inu er sorppressa af gerðinni Orvak 5030, staðsett í klefa s.b.-megin á togþilfari, aftan við íbúðir. í dælurými, b.b.-megin á togþilfari, er vökvaþrýsti- kerfi með þremur rafdrifnum dælum fyrir háþrýsti- knúinn Brusselle vindubúnað. Dælur eru frá Voith af gerð IPH6/6-125/125, knúnar af 132 KW ASEA raf- mótorum, afköst 350 l/mín hver við 250 bar þrýsting og 1450 sn/mín. í stýrisvélarrými er vökvaþrýstikerfi með tveimur rafdrifnum dælum fyrir háþrýstiknúinn VSS vindubúnað. Dælur eru frá Denison, önnur af gerð T6D-045, knúin af 75 KW ATB rafmótor, afköst 205 l/mín við 200 bar þrýsting og 1480 sn/mín, en hin af gerð T6CRP-20-006, knúin af 30 KW ATB raf- mótor, afköst 90 l/mín við 200 bar þrýsting og 1460 sn/mín. Fyrir losunarkrana er sjálfstætt rafknúið vökvaþrýstikerfi, staðsett í sorp- og dælurými, s.b.- megin á togþilfari, með tveimur dælum (82 l/mín, 250 bar), knúnar af 37 og 30 KW rafmótorum. I stýrisvélarrými eru tvö vökvaþrýstikerfi (samtengd) frá Landvélum h.f. með rafdrifnum Rexroth þrýsti- stýrðum vökvadælum. Fyrir fiskilúgur, skutrennu- loku, ísgálga o.fl. (tjakka), er kerfi með tveimur stimpildælum af gerð A10VS063, knúnar af 30 KW rafmótorum, afköst 92 l/mín við 180 bar þrýsting og 1450 sn/mín. Fyrir færiþönd á vinnuþilfari er kerfi með tveimur spjaldadælum af gerð IPV2V4-2X80, knúnar af 22 KW rafmótorum, afköst 115 l/mín við

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.