Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Síða 51

Ægir - 01.11.1989, Síða 51
11/89 ÆGIR 611 100 bar þrýsting og 1450 sn/mín. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifnum vökvaþrýstidælum í vélarúmi er kælikerfi (frystikerfi) frá Henry Soby fyrir frystitæki og frystilestar, kælimiðill Freon 22. Kæliþjöppur eru þrjár, ein af gerð TDS163LE, knúin af 100 KW Schorch rafmótor, afköst 153200 kcal/klst (178.1 KW) við h-37.5°C/-/+25±25°C; ein af gerð RMF120-3E, knúin af 68 KW Schorch rafmótor, afköst 94000 kcal/klst (109.3 KW) við +37.5°C/-/ + 25°C; og ein af gerð RMF120-3E, knúin af 46/60 KW Schorch rafmótor, afköst 94000 kcal/klst (109.3 KW við +37.5°C/-/+25°C. Auk þess er ein minni kæliþjappa fyrir lestarkælingu, Bitzer GA-4T-KG, afköst 20250 kcal/klst við +10°C/-/+25°C. Fyrir mat- vælageymslu eru tvær rafdrifnar Dorin kæliþjöppur, kælimiðill Freon 12 fyrir kæli og Freon 502 fyrir frysti. íbúöir: íbúðarými er samtals fyrir 26 menn, í fjórum eins- manns klefum og ellefu 2ja manna klefum, auk sjúkraklefa. Allir klefar eru með sérsnyrtingu. Fremst á neðra þilfari er hlífðarfata- og þvottaklefi, ásamt salernisklefa; og stigagangur, sem tengir saman íbúðir í þilfarshúsum á efra þilfari. í þilfarshúsi, s.b.-megin á efra þilfari, er setustofa og borðsalur (samliggjandi) fremst, eldhús, þá mat- vælageymslur, þ.e. ókæld geymsla, kæli- og frysti- geymsla aftast. í þilfarshúsi, b.b. megin á efra þilfari, eru fjórir 2ja manna klefar. í íbúðarými á bakkaþiIfari er íbúð skipstjóra (svefnklefi, setustofa og snyrting) fremst s.b.-megin og þar aftan við tveir einsmanns klefar og geymslu- rými aftast. B.b- megin eru fimm 2ja manna klefar og sjúkraklefi aftast. Fyrir miðju í þessu rými er sauna- klefi og snyrting með salerni og sturtu fremst, þá setu- stofa, salernisklefi, símaklefi, tveir2ja manna ogeinn eins-manns klefi aftast, aftan við íbúða- og stiga- ganga. í brúarreisn er salernisklefi sem gengur upp í brúna. íbúðir eru einangraðar með 150 mm steinull og klætt er með eldtefjandi plasthúðuðum spónaplötum. Vinnuþilfar (fiskvinnslurými): Vökvaknúin fiskilúga (tvískipt) er framan við skut- rennu og veitir aðgang að fjórskiptri fiskmóttöku, um 80 m3 að stærð, aftast í fiskvinnslurými. Sérhvoru aðalhólfi móttöku er skipt með deiliþili, og er fæð- ingu í deilihólfin stjórnað með vökvaknúinni loku aft- ast á þilinu. í efri brún skutrennu er vökvaknúin skut- rennuloka, sem er felld lóðrétt niður. Fiskmóttöku er lokað vatnsþétt að framan og á henni fjórar vökva- knúnar rennilúgur. Fiskmóttaka á vinnsluþilfari. Framan við fiskmóttöku eru fimm blóðgunarker með hallandi botni og vökvaknúnum lúgum til losun- ar. Frá móttöku flyst aflinn með færibandakerfi upp í blóðgunarkörin. Milli móttöku og blóðgunarkara eru aðgerðarborð fyrir handaðgerð. Þegar fiskur er ein- ungis blóðgaður, er hann blóðgaður við aftara færi- bandið, en fer síðan um rennu á færiband undir ofangreindu bandi. I skipinu eru tvær megin vinnslurásir, auk meltu- vinnslu, þ.e. flakavinnsla (bolfiskur) og herlfrysting (karfi og grálúða). Einnig er sjálfstæð flutningslína fyrir smáfisk að lóðréttum frysti. Fiskvinnslulína fyrir bolfiskflök er b.b.-megin á vinnsluþilfari. Úr blógðunarkerum erfiskinum hleypt inn á lárétt færiband, sem flytur síðan að jötu við slægingar- og hausunarvél. Eftir slægingu og hausun flyst fiskurinn með færibandi að flökunarvél, því næst tekur roðflettivél við og síðan fara flökin í snyrtingu, pökkun og vigtun. Pakkarnir eru síðan frystir í þremur láréttum plötufrystum. Fiskvinnslulína fyrir heilfrystan fisk (karfi, grálúða) er s.b.-megin á vinnsluþilfari. Eftir slægingu og hausun í sérstakri hausunarvél flyst fiskurinn með færibandi í þvottakar, litunarkar, að flokkunarað-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.