Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1989, Síða 56

Ægir - 01.11.1989, Síða 56
616 ÆGIR 11/89 ICELANDIC FlSHERIES EXHIBITION 1990 Alþjóðleg sjávarútvegssýning í Reykjavík 19.-23. september 1990. Dagana 19.-23. september á næsta ári (1990) verður haldin sjávarútvegssýning í Reykjavík. Síðustu tvær sýningar þóttu takast mjög vel, en þær voru haldnar 1984 og 1987. Á sýningunni 1987 sýndu 460 aðilar frá 22 löndum. Yfir 15.000 gestir sóttu sýninguna, sem var mikil aukning frá sýningunni 1984. 19-23 SEPTEMBER1990 Laugardalshöll, Reykjavik, Iceland. REYTINGUR Danmörk Alls var landað 1.857.375 tonnum af fiski í dönskum höfnum á síðast- liðnu ári. Verðmætið nam um 28.5 milljörðum íslenskra króna. Landað magn jókst um 75% miðað við árið áður, en verðmæti dróst saman um 3%. Danskir sjómenn landa minna aflamagni í erlendum höfnum, en útlensk fiskiskip í dönskum höfnum. Verðmæti landaðs afla hefur minnkað síðustu þrjú ár. Þýðingarmesta svæðið hvað við- kemur mgan og verðmæti er Norðursjórinn, en yfir 73% af löndunum má rekja til Norður- sjávar og verðmæti afla úr Norður- sjónum er 51.4% af heildar- löndunum í Danmörku. Alls veiddust 1.3 milljón tonn í Norðursjónum á árinu 1988 að verðmæti 14.2 milljarða ísl. króna. í Skagerak veiddust 254.883 tonn og verðmæti þaðan um 5.6 milljarðar króna. I Eystrasalti veiddust 95.148 tonn að verðmæti 4.9 milljarða króna. í Kattegat veiddust 98.876 tonn að verðmæti 2.3 milljarðar króna. Langmest af fiskinum fer í bræðslu eða 82.4% af heildaraflamagni árs- ins 1988, en einungis 29.2% heild- araflaverðmæta má rekja til mjöl- framleiðslu. LÖG OG REGLUGERÐIR Reglugerö um aflamark úr helstu botnfisktegundum við ísland 1. gi. 1. Þorskur 260 þús. lestir 2. Karfi 80þús. lestir 3- Ýsa 65 þús. lestir 4. Ufsi .......................... 90 þús. lestir 5. Grálúða 30 þús. lestir Afli samkvæmt ofansögðu miðast við óslægðan fisk með haus. Vegna reglna um veiðiheimildir sóknarmarksskipa, reglna um tilfærslu milli fisktegunda og flutning milli ára og ákvæða um afla smábáta, gæti heildar- þorskafli á árinu 1990 orðið um það bil 300 þús- lestir og heildarafli af grálúðu um það bil 45 þus. lestir. 2. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 3, 8. janúar 1988, urn stjórn fiskveiða 1988- 1990 til að öðlast þegar gildi. Sjávarútvegsráðuneytið, 8. nóvember 1989. Halldór Ásgrímsson Árni Kolbeinsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.