Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1990, Qupperneq 26

Ægir - 01.04.1990, Qupperneq 26
190 ÆGIR 4/90 Magnús Gunnarsson: Um mótun fiskvinnslustefnu Inngangur Örugglega er tímabært að ræða mótun íslenskrar fiskvinnslu- stefnu. Þetta hugtak „fiskvinnslu- stefna" hefur komið aftur og aftur upp á yfirborðið á síðustu mán- uðum og þá gjarnan sem and- stæðan við hina margumtöluðu og umdeildu fiskveiðistefnu. Bæði hugtökin fela hins vegar í reynd í sér leit okkar að skynsamlegri nýt- ingu auðæfanna í hafinu um- hverfis landið, þ.e. hvernig við hámörkum arðinn af þeim fiski sem veiddur er og hvernig við skiptum þessum verðmætum sem í auðlindinni felast á sem réttlát- astan hátt milli landsmanna. Menn eiga enn eftir að deila um fiskveiðistefnuna og hvernig þessum verðmætum sé skipt en hins vegar er í þessari umfjöllun gengið út frá því að núverandi fiskveiðistefna verði grunnurinn að framtíðarstefnumörkun á þessu sviði og gert ráð fyrir því að sjávar- útvegurinn verði að aðlaga sig þeim staðreyndum sem hún hefur í för með sér hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Lengi hefur verið þörf á að íslenskur sjávarútvegur hugsaði um þróun sína og umhverfi sem eina heild í stað hinnar miklu og hörðu skiptingar sem gjarnan hefur verið á liðnumáratugum á milli útgerðar og fiskvinnslu. Þess- vegna verður hér rætt um stefnu- mörkun fyrir íslenskan sjávarútveg í heild, þ.e.a.s. sjávarútvegsstefnu og reynt að leggja út af því umhverfi og samkeppnisskilyrðum fyrir fiskvinnsluna sem núverandi fiskveiðistefna leggur grunn að fyrir fiskvinnsluna. Hvað er þá fiskvinnsla? í hugum fjölmargra er fiskvinnsla á íslandi fólgin í frystingu, söltun eða herslu á fiski. Þessi skilgreining átti við hér á árum áður en í dag er hug- takið „fiskvinnsla" mun víðtæk- ara. Eftir þær breytingar sem átt hafa sér stað á síðustu árum í markaðsmálum og flutningatækni er eðlilegra að skilgreina fisk- vinnslu sem alla þá meðhöndlun á fiski sem á sér stað eftir að hann hefur verið veiddur og fluttur að landi, til aðlögunar að þörfum neytandans. Ýmsir vilja þó skil- greina fiskvinnsluna mun víðar og segja að fiskvinnslan hefjist þegar fiskurinn kemur í veiðarfærið. Árið 2000 Áður en fjallað er um mótun sjávarútvegsstefnu og þátt fisk- vinnslustefnunnar í þeirri heildar- stefnumótun er áhugavert að reyna að átta sig á því hvar íslensk fiskvinnsla muni standa að 10 árum liðnum. Að sjálfsögðu er hér um hugmyndir að ræða sem settar eru saman fyrst og fremst í þeim tilgangi að vekja menn til umhugs- unar um framtíðina. ísland og umheimurinn Árið 2000 verða íslendingar vonandi búnir að jafna ágreining sinn við Evrópubandalagið og tollamúrar bandalagsins á salt- fiski, ferskum flökum, síld og öðrum sjávarafurðum verða horfnir. Fríverslun með fisk verður orðin raunveruleiki hvað tolla varðar. Ólíklegt er að íslendingar verði orðnir aðilar að Evrópu- bandalaginu þar sem bandalagið hefur ekki áhuga fyrir fullri form- legri aðild margra smáríkja. Norð- menn munu hins vegar verða komnir inn í bandalagið með fulla aðild. Almennt mun hafa náðst árangur í Gatt-viðræðum um tolla- og ríkisstyrki á landbúnaðar- og sjávarafurðum og aðrar viðskipta- hindranir. Samkeppnisskilyrði munu því batna hvað þetta snertir. Árangurinn af umræðunni um hagkvæma verkaskiptingu milli þjóða mun hafa skilað sér og við getum stytt leiðina milli framleið- enda og neytenda. Afli á íslandsmiðum Núverandi stefnumörkun um nýtingu fiskstofna mun hafa skilað árangri svo að við munum veiða a íslandsmiðum heildarafla sem er heldur meiri en við veiðum í dag eða trúlega um I900 þús. tonn. Botnfiskaflinn gæti verið um 700 þús. tonn og hugsanlega veiðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.