Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1990, Síða 29

Ægir - 01.04.1990, Síða 29
4/90 ÆGIR 193 hata fyrirtækin félagslega skyldu fil að halda uppi atvinnu þó um taprekstur sé að ræða? Eiga menn að láta langtímahagsmuni víkja fyrir skammtímahagsmunum? Á vissan hátt eru skýringarnar á bessari sálarkreppu sögulegar, - það eru aðeins nokkur ár síðan að sjávarútvegurinn lifði í fullkom- iega lokuðu hagkerfi. í reynd var allt samtengt; veiðar, vinnsla, yerðlagsráðsverð, markaðsverð og jafnan var gert upp með genginu. Eini óvissuþátturinn var magnið sem veiddist á hverju tímabili. Öll þessi þróun fór fram innan i°kaðs hrings samninga og niður- staðan í reynd skilaði sér í gegnum stóru sölusamtökin sem seldu allar afurðirnar. Réttlætingin fyrir þessu Eagkerfi sjávarútvegsins var fjár- hagslegt mikilvægi greinarinnaf °g sú félagslega krafa sem gerð hefur verið til sjávarútvegsins á Þessari öld, - þ.e. að halda uppi atvinnu og lífskjörum út um allt land. Breytirigar síðasta áratug Breytingar á síðasta áratug hafa 0rbið miklar. Við höfum orðið að takmarka veiðarnar á sama tíma °g við höfum stóraukið fjárfest- 'ngar f skipum og fiskvinnslu- stöðvum. Frelsi í útflutningi hefur aukist, erlendir fiskmarkaðir hafa f®rst nær okkur og við erum að §era tilraunir með innlenda fisk- ^arkaði. Allar þessar breytingar eru í takt við opnun þjóðfélagsins °g þeirrar aðlögunar að auknum samskiptum við erlendar þjóðir Sem okkur er nauðsynleg. Hins Vegar er umhugsunarefni hvernig þessa þróun ber að, hversu hröð hún er og hvort sjávarútvegurinn þafi sinnt nægilega langtíma- stefnumörkun í eigin málefnum sem tryggi að þessar breytingar Verði greininni til góðs þegar til !er>gri tíma er litið. í fljótu bragði virðist mér sem við höfum of mikla tilhneigingu til að ræða um einn afmarkaðan þátt þessara breytinga í einu án þess að íhuga nægilega vel hvaða áhrif þessar breytingar hafa á aðra þætti sjávarútvegsins. Þannig ræðum við og deilum hart um fiskveiði- stefnuna einn daginn, fiskmarkaði annan daginn síðan Verðlagsráð, síðan Verðjöfnunarsjóðinn og sölusamtökin án þess að spyrja okkur hvaða innbyrðis áhrif allar þessar breytingar hafa. Við hljótum jafnframt að spyrja að þvi, samhliða því sem þjóðfélagið færir íslenskan sjávarútveg nær erlendum samkeppnisaðilum, hvort samkeppnisskilyrðin séu sambærileg. Erlend samkeppni um hráefnið Grundvallarbreytingin á síðustu árum er sú að hráefnissvelt erlend fiskvinnsla er nú í aukinni sam- keppni við íslenska fiskvinnslu um hráefnið. Hinir erlendu sam- keppnisaðilar nálguðust tiskinn i upphafi á erlendum^ fisk- mörkuðum en eftir að íslensku markaðirnir opnuðust í auknum mæli í gegnum islenska umboðs- aðila, hata hinir erlendu aðilar í rauninni alla möguleika til að kaupa hér fisk eins og þeim hentar. í reynd væri lítið við þetta að athuga hefðu íslenskir fiskverk- endur á sama hátt sama frelsi til þess að nýta sér alla markaði Evrópubandalagsins og keppa á jafnréttisgrundvelli á markaðnum fyrir neytendavörur. Raunin er hins vegar sú að svo er ekki. Markaðir fyrir ferskar unnar vörur og söltuð þorskflök eru íslendingum algjörlega lokaðir með 18-20% tolli. Danskir og breskir fiskkaupendur geta keypt hér óhindrað hráefni, flutt inn til Evrópubandalagsins þar sem þeir greiða lítinn sem engan toll. Eðli- lega geta slíkir aðilar greitt hærra hráefnisverð en þeir sem greiða háa tolla. Það eru fyrst og fremst þeir markaðir sem njóta tollverndar sem sækjast eftir íslenskum fiski. Hins vegar þar sem tollverndin er lítil eða engin eins og í frystingu, verðum við varir við að erlendir samkeppnisaðilar, t.d. þýskir, kveinka sér einmitt undan hráefn-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.