Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1990, Page 31

Ægir - 01.04.1990, Page 31
4/90 ÆGIR 195 tæki verða að vera fjárhagslega sterk til þess að geta keppt á hrá- e n'srr|arkaði og til þess að geta staðist þær freistingar sem erlendir aðilar í sjávarútvegi munu í auknum mæli leggja fyrir fjársvelt 1 'a stödd íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki. Ég tel samstarf við erlenda aðila alls ekki þurfa að vera af 'nu slæma, en ég vil að það sé sarnstarf, ekki yfirtaka og til slíkrar samvinnu komi þegar sam- eppnisskilyrði eru orðin jöfn. Samskipti fiskvinnslunnar við 'nnlent bankakerfi þarf að bæta og na til fjármögnunarkerfi fyrirfisk- ^'nnsluna sem gerir henni kleift að iármagna starfsemi sína í líkingu yið erlenda fiskvinnslu. Stytta leið að neytendum 1 markaðsstarfseminni þarf að alda áfram því sem hefur verið ofarlega á stefnuskrá stóru fisk- sölufyrirtækjanna á undanförnum árum að fækka milliliðum og færa Sl8 nær neytandanum. Sjávarút- Vegurinn verður að móta sér lang- t'mastefnu þar sem fyrst og fremst markmiðið að atvinnugreinin í heild, veiðar og vinnsla, sé sam- kePpnisfær við fyrirtæki í sjávarút- Vegi í öðrum löndum. Lokaorð 25-30% af þjóðartekjum eiga nPpruna sinn í sjávarútvegi, rúm- lega 50% af gjaldeyristekjum og yfir 70% af verðmæti vöruútflutn- lngsins. Til samanburðar eru sjáv- ^rafurðir 2-6% af verðmæti vöru- utflutnings hjá samkeppnisaðilum °kkar, eins og Norðmönnum og kanadamönnum. I þessum löndum er sjávarút- Vegur grundvallaratvinnuvegur í jaðarsamfélögum þessara þjóða, Pað er því Ijóst að þessar þjóðir eru reiðubúnar til að beita miklum tármunum í styrkjum á beinan eða óbeinan hátt til þessara svæða til að viðhalda þar byggð. Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins flytur til sjáv- arútvegs bandalagsins marga mill- jarða króna árlega í beinum og óbeinum styrkjum. Pessi sérstaða okkar að byggja svo mjög á sjávarútvegi hlýtur að hafa áhrif á mat okkar á þeirri þróun sem nú á sér stað innan Evrópubandalagsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir að umræðan um aukið frelsi í við- skiptum með þjónustu, fjármagn, ásamt frelsi í viðskiptum með iðn- aðarvörur snýst um þessi atriði en ekki um viðskipti með sjávarafurð- ir. Evrópubandalagið hefur markað sameiginlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegs- málum sem byggir á öðrum leik- reglum en viðskipti með iðnaðar- vörur. Við skulum hins vegar gera okkur grein fyrir því að breyting- arnar í Evrópu eru raunveruleiki og þær munu hafa áhrif hér á landi hvort sem okkur líkar betur eða verr og því skulum við fara að undirbúa íslenskan sjávarútveg undir þessar breytingar hvort sem við náum viðbótarsamningum eða ekki. íslenskur sjávarútvegur hefur forskot á flestar sjávarútvegsþjóðir í heiminum í dag. Við eigum skipin og fiskvinnsluhúsin og tæknina. Við þurfum ekki neinar nýjar fjárfestingar, við eigum góðan orðstír meðal fiskneyslu- þjóða fyrir hágæðaframleiðslu og við eigum sterk fisksölufyrirtæki og þekkingu til að aðlaga okkur breytingum á markaðnum. Þessa samsetningu þurfum við að nýta okkur til þess að geta verið áfram forystuþjóð í sjávarútvegi og í við- skiptum með sjávarafurðir á næsta áratug. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda. Nýjung! _ JÓVÉLAR HF SKEIÐARÁS 10, GARÐABÆ.S 91-53455 Telex 2085 INDEX IS. Telefax 91-53616

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.