Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1992, Qupperneq 6

Ægir - 01.02.1992, Qupperneq 6
58 ÆGIR 2/92 Fagna ber frelsi í olíuviÖskiptum Flutningsverðjöfnun á olíu er umfjöllunarefni Árna Benediktssonar í ágætri grein sem hann skrifar í síð- asta tölublað Ægis (1. tbl. 1992). Þar fer Árni fögrum orðum um ágæti jöfnunar kostnaðar milli landshluta. Staðir sem liggja illa við innflutnigshöfnum olíu skuli fá olíu á sama verði og staðir sem eru nær. Þetta var ugglaust einnig hugsun löggjafans þegar sett voru lög um flutningsverðjöfnun árið 1953. Árni lýkur grein sinni á að kalla fram úr felum þá sem leggja til að flutningsverðjöfnun á olíu verði hætt. Undirritaður hefur því verið kallaður að pennan- um. Tæpast er hægt að segja að hann sé komin úr felum. Hann starfar fyrir Félag íslenskra fiskmjöls- framleiðenda sem hefur á flestum unfanförnum aðal- fundum sínum samþykkt mótatkvæðalaust, að flutn- ingsverðjöfnun á svartolíu skuli hætt. Á síðasta aðal- fundi félagsins sem haldinn var á Akureyri þann 26. september sl. var samþykkt að taka undir tillögur þess efnis að allur innflutningur á olíuvörum verði gefinn frjáls. Aðalfundurinn samþykkti jafnframt að beina því til stjórnvalda að flutningsverðjöfnun á olíuvörum verði hætt og öll viðskipti með olíuvörur verði frjáls. í greinargerð með ályktuninni segir m.a.: „Mörg undangengin ár hefur aðalfundur Fálags íslenskra fiskmjölsframleiðenda ályktað gegn flutn- ingsverðjöfnun á svartolíu. Hefur það verið mat for- ráðamanna loðnuverksmiðjanna að flutningsverð- jöfnun eins og hún hefur verið framkvæmd skapaði lítið aðhald í dreifingu svartolíu því allur kostnaður af dreifingu olíunnar væri sóttur beint í flutningsverð- jöfnunarsjóð. Einnig hafa forráðamenn loðnuverk- smiðjanna verið óánægðir með að hafa í engu notið hagræðis þess að vera magnkaupendur". Árið 1988 stóð Félag íslenskra fiskmjölsframleið- enda í mikill baráttu við olíufélögin og viðskiptaráðu- neytið um innflutning og dreifingu olíu. Var undirrit- aður þá flutningsmaður að svohljóðandi tillögu á 47. Fiskiþingi: „Að gerð verði heiIdarúttekt á innflutn- ings- og dreifingarmálum olíu til íslands. Verði þar tekið tillit til hagsmuna allra aðila. Skal að því stefnt að olíuverð hér á landi sé í sem mestu samræmi við það verð sem er hverju sinni í nágrannalöndum okkar". Þessa tillögu á Árni Benediktsson að kannast við því hann talaði fyrir ályktun fjárhagsnefndar sem fjallaði um hana. Fiskiþing samþykkti tillöguna sam- hljóða. Ekkert bólaði á aðgerðum viðskiptaráðuneytis í þá veru að koma til móts við óskir Fiskiþings og raunar einnig aðalfundar LÍÚ þetta sama ár í sömu veru, þrátt fyrir að fulltrúar FÍF og LÍÚ gengju formlega á fund viðskiptaráðherra og óskuðu slíkrar úttektar. Er það mat þess sem þetta ritar að enn sæti allt við það sama í olíuviðskiptum okkar ef ekki hefði komið til þjóðfélagsbreytinga í Sovétríkjunum. Við þær breytingar riðlaðist það vöruskiptamynstur sem við- gengist hafði í áratugi. Má segja að öldur þær sem hrun sósíalismans þar austur frá komu af stað hafi skolað með sér hugmyndum um frelsi í olíuvið- skiptum hér við land. En hvernig stendur á því að fiskmjölsframleiðendur samþykkja ár eftir ár tillögur þess efnis að flutnings- verðjöfnun á svartolíu verði hætt? Jú, þeir eru sann- færðir um að i skjóli flutningsverðjöfnunarsjóðs sé ekki gætt ýtrustu hagkvæmni í innflutningi og dreif- ingu olíunnar, þar megi gera betur. Þessa skoðun staðfesta ummæli forstjóra Skeljungs í viðtali við Morgunblaðið 9. ágúst 1990: „Ég held að dreifingin sé eins hagkvæm og hægt er að hugsa sér. Ég held þó að það gæti vel verið að mönnum detti í hug einhverjar nýjar leiðir efekki yrði neinn flutningsjöfnunarsjóðurog verðjöfnunarsjóður. í dag eru menn ekki eins mikið að velta þessu fyrir sér vegna þess að þetta er tryggt með lagaþoði." (Leturbr. undirritaðs). Það er nefnilega gallinn við alla jöfnunarsjóði, eins og hugsunin á bak við þá í upphafi er góð, að þegar til lengdar lætur verður ákveðin hætta á misnotkun eða menn sofna á verðinum við að gera betur. Ef frá er skilið árið 1991 sem sker sig algerlega úr og því tæpast marktækt, er meðalnotkun fiskmjölsiðnaðar- ins á svartolíu síðustu ár um 50 þús. tonn. Kostnaður af flutningsjöfnun sem verksmiðjunum er gert að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.