Ægir - 01.02.1992, Page 7
2/92
ÆGIR
59
Sreiða af þessu magni er milli 50 og 55 milljónir
króna árlega. Það er hærri upphæð en Fiskifélag
Islands fær nú af fjárlögum. Skal nokkurn undra þótt
v‘ð viljum afnema þetta skrímsli sem flutningsverð-
löfnunarsjóðurinn er? Það sem við höfum m.a. bent á
a& betur megi gera er t.d. að birgðatankur sem settur
Var upp á Seyðisfirði til að þjóna sem innflutnings-
tankur verði notaður. Hann er staðsettur mitt á því
svæði landsins þar sem hentugast þykir að vinna
l°önu og olíunotkun er því mest. Hann er staðsettur á
Því svæði landsins þar sem hvað best liggur við olíu-
•nnflutningi hvort sem skip koma frá Rússlandi,
Noregi eða öðrum Evrópulöndum. Eigandi tanksins,
forstjóri Olís hf., hefur viðurkennt í sjónvarpsviðtali
a5 olíuverð á Austt'jörðum lækkaði yrði tankurinn
tekinn í notkun. Þess hefur bara ekki þurft með. Það
hefur verið hagkvæmara fyrir olíufélögin að hafa eina
innflutningshöfn og dreifa allri olíu frá einum stað.
Kostnaðurinn af dreifingunni er sóttur í flutningsverð-
jöfnunarsjóð og frekari hagkvæmni skiptir því olíufé-
lögin ekki máli.
Útgerð og fiskvinnsla landsmanna er staðsett hring-
inn í kringum landið vegna nálægðar við fiskimiðin.
Þannig verður það vonandi áfram, þó ýmis teikn séu
nú á lofti um breytingar m.a. vegna sameiningar sjáv-
arútvegsfyrirtækja. Afnám flutningsverðjöfnunar á
olíu er eðlilegt skref inn í nútímann og verður ekki sá
banabiti dreifbýlisfyrirtækja sem Árni spáir í grein
sinni. Þar koma aðrir stærri og veigameiri þættir til,
þættir sem hafa lítið með dreifingu að gera.
Jón Ólafsson.