Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1992, Side 9

Ægir - 01.02.1992, Side 9
2/92 ÆGIR 61 Streitishorni en 85% af endur- heimtunum koma fram á svæði sem er innan við 20 sjómílur frá merkingarstað. Nokkrir þorskar fara þó lengra, t.d. voru fjórir veiddir við Norðfjarðarhorn tveimur dögum eftir merkingu og nokkrir hafa farið töluvert langt suður með landinu, jafnvel suður í Hornafjarðardjúp. Sérstaka athygli vekur stærð þeirra þorska, sem hafa farið svo langt suður á hóginn. Meðallengd úrallri merk- 'ngunni á Stöðvarfirði var 62.5 sm en meðallengd þeirra þorska, sem fóru suður fyrir Hvítinga, var 87.4 srn þar af voru 3 fiskar 100 sm eða staarri. Ef litið er á hlutföll milli veiðar- ®ra þá koma alls 29% á línu, og tiltölulega meira endurheimtist Urn haust og vetur; 36% veiðast í net aðallega fyrst eftir merking- Una; 26% veiðast á handfæri einkum í júní. Aðeins 4% veiðast í ragnót og 4% í botnvörpu. Gunriólfsvík (við Bakkaflóa) Merktir voru 520 þorskar í 9Unnólfsvík 20. til 21. apríl og í arsl°k 1991 höfðu 28 þorskar endurheimst úr þessari merkingu eða um 5%. Endurheimtustaðir Peirra merkja sem nægar upplýs- 'ngar fylgdu eru sýndir á mynd 1 Sern opnir hringir og tafla 2 sýnir re|fingu þessara endurheimta tlr árstíma og veiðarfærum. Jöluvert hefur endurheimst á at<mörkuðu svæði grunnt við Digranesið en annars virðast endurheimturnar dreifast skammt frá landi suður með Austfjörðun- um, þar sem þær koma fram með- al endurheimta úr Stöðvarfjarðar- merkingunni. Einnig fengust endurheimtur út með Langanesi, en tiltölulega lítið fékkst af þessari merkingu á togaramiðum eða 3 merki. Þótt þessar endurheimtur séu hlutfallslega færri en þær sem komið hafa úr Stöðvarfjarðarmerk- ingunni er samt áhugavert að líta á dreifingu þeirra á veiðarfæri og eftir árstíma. Um 50% veiddust á línu, aðallega um haust og vetur; aðeins 14% veiddust í net á tíma- bilinu apríl til júní; á handfæri veiddust 18%; í dragnót aðeins 4% og í botnvörpu 14% eingöngu um haust og vetur. Borgarfjörður eystri Erfiðlega gekk að ná þorski til merkingar á þessu svæði vorið 1991 vegna lítillar fiskgengdar. Tvisvar var farið til Borgarfjarðar til að reyna merkingu. í fyrri ferð- inni (19. apríl) náðist enginn fiskur og í þeirri síðari, sem var farin var 25. til 26. maí, var afli svo lítill að aðeins var hægt að merkja 95 þorska, en það er of lítið til þess að endurheimtugögn verði mark- tæk. Ur þessari merkingu höfðu þó endurheimst 8 merki fyrir árs- lok 1991 eða rúmlega 8%. Tafla 3 sýnir hvernig þessi merki hafa endurheimst miðað við tíma og veiðarfæri. Engin net voru á svæð- inu þegar merkt var og endur- heimturnar dreifast jafnt yfir árið og á öll veiðarfæri nema dragnót. Staðsetning veiðistaða þessara endurheimta er sýnd sem opnir kassar á mynd 1 og eru þeir yfir- leitt nálægt landi. Staðbundinn smáþorskur Endurheimtur sem fengust úr þessum merkingum 1991 benda til þess að sá þorskur sem hrygnir innfjarðar við Austurland sé mjög staðbundinn. Sé litið á merkinguna í Stöðvar- firði þá endurheimtist 80-90% merkjanna á stöðum sem eru inn- an 20 sjómílna fjarlægðar frá merkingarstað og mikið af merkj- unum fékkst innan 10 sjómílna frá merkingarstað. Hér er ekki um það að ræða að þorskurinn fáist þegar hann er á ferð frá hrygning- arslóð út á meira dýpi vegna þess að merktur þorskur fékkst á þess- um slóðum allan seinni hluta árs- ins 1991. Mjög algengt er að sömu menn (sami bátur) fái mörg merki á sama stað. Svo mikið fæst af merkjum á sömu slóðum t.d. við Stöðvar- fjörð, Fáskrúðsfjörð og einnig við Digranesið að punktar á út- breiðslukorti falla saman. Til að kortið gefi rétta mynd af dreifingu endurheimtanna er við suma punktana tala sem segir hversu margar endurheimtur hafi fundist á sama stað. Tafla 3. Borgarfjördur eystri, merking 25/5 og 26/5 1991 Dreifing endurheimta á veiðarfæri og tímabil ^eiðarfæri Maí- Júlí- Sept- Nóv- Alls júní ágúst okt. des. 0 2 1 0 3 0 0 1 0 1 1 0 0 1 2 7 2 0 2 0 2 1 2 2 8 Tafla 4. Meðaldýpi endurheimta og mesta og minnsta dýpi eftir árstíma Tímabil Meðal Minnst Mest FJ. dýpi(m) dýpi(m) dýpi (m) endurh. Apríl 28 25 40 23 Maí—júní 53 20 160 15 Júlí-ágúst 49 24 80 8 Sept.-okt. 110 20 240 18 Nóv.-des. 71 20 168 15

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.