Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1992, Side 19

Ægir - 01.02.1992, Side 19
2/92 ÆGIR 71 þeir neyddust að lokum til að hastta þar af pólitískum ástæðum. Við Senegal gengu veiðarnar mjög iiia og við Nýja-Sjáland einnig í fyrstu, en mér virðist sem þær hafi farið batnandi. I öðru lagi vil ég nefna veiðar ^orðmanna við Argentínu og ^ýja-Sjáland. Við Argentínu hafa Pær, eftir því sem ég best veit, §engið ágætlega, en við Nýja-Sjá- and voru miklir byrjunarerfið- leikar eins og hjá Færeyingum. I þriðja lagi vil ég nefna veiðar Dana við Salómonseyjar, sem mér skilst að hafi gengið mjög illa. Auk þessa hafa einstaklingar og yrirtæki frá þessum þjóðum verið 'þin við að fjárfesta í sjávarútvegi í öðrum löndum, s.s. í Alaska. Ekki er að mínu mati hægt að oraga neinar beinar ályktanir af þessum veiðum, til þess sýnist mér reynslan vera allt of mismunandi. ^ér virðist þó, að oft sé það nefnt að um ónógan undirbúning haf' verið að ræða, skort hafi á rekstrarfé og ef til vill hafi menn metið rangt staðhætti í viðkom- andi löndum. á áherslusvæðum Það er eftil vill grundvallaratri a unna að velja rétt svæði til; V|nna á. Við verðum að reyna ; meta hvar við höfum styrkleika < nvar við erum veikir fyrir. § vil benda á atriði eins ( 0 ts ag, fisktegundir, tungumál c menningu. Loftslag, og þar me5 talinn sjá r 'ti, skiptir miklu máli þegar h; [' og3 í hve mikinn kostnað þ; 0 'eggja vegna hugsanleg i ^bn?a a skipum sem yrðu ser v® i, þar sem hitastig í lofti c ' er mun hærra en hér við lanc f: i Va varöar þýðingu þess ; bml8Undir eru víða miög fr gðnar því sem við þekkjum h snert í' má benda á að þ‘ eskiu'nkif5' veiðitækn' °8 vit okkar um hvernig best er; vinna og selja þessar fisktegundir. Tungumál, menning og sam- skipti eða umgengnisvenjur geta oft skipt máli, einkum ef litið er til svæða eins og múhameðstrúarríkj- anna. Einkum vil ég benda á hve erfitt getur verið að skilja Araba og hve auðvelt er að misbjóða þeim. F>að er ekki auðvelt að meta hver ofangreindra þátta skipta mestu máli, en mitt mat er að við hljótum að verða að reyna að vegna þá og meta í hverju tilfelli fyrir sig. Það er mín skoðum að mögu- leikar okkar séu mjög háðir því hvar við reynum fyrir okkur, og tel ég að íslensk fyrirtæki eigi að reyna fyrir sér í löndum sem eru hæfilega langt frá miðbaug svo að loftslag sé ekki allt of heitt og veiddar tegundir ekki alltof frá- brugðnar þeim sem við þekkjum. Ég hef á síðustu mánuðum kom- ist á þá skoðun að mestir mögu- leikar okkar á hagkvæmum verk- efnum séu nyrst í Kyrrahafinu, þ.e.a.s. við austanvert Rússland og við sunnanvert Atlantshaf, einkum við Argentínu. Einnig má benda á lönd eins og Perú, Kan- ada, Namibíu og Nýja-Sjáland. Það sem að mínu mati ein- kennir Argentínu og Rússland er að þar eru að verða eða hafa orðið hagkerfisbreytingar sem hafa skilið eftir sig vanþróað atvinnulíf í mikilli fjármagnsþörf. Jafnframt eru bæði þessi svæði með sjávar- útveg sem er um margt vanþróað- ur. Kostir Argentínu eru þeir að nú hafa þarlend stjórnvöld náð tökum á verðbólgu, jafnframt því sem ráðist hefur verið til atlögu við þá spillingu sem hefur einkennt þjóð- félagið. Meðan unnið var að lækkun verðbólgu var rekin fast- gengisstefna, sem leiddi til þess að rekstrargrundvöllur útflutnings- fyrirtækja varð mjög slæmur og fjöldi fyrirtækja fór á hausinn. Sú nýsköpun sem nú mun eiga sér stað gerir það að verkum að ís- lendingar með góða tækniþekk- ingu og öflug markaðssambönd ættu að geta náð góðum árangri á þessum slóðum. Kostir Rússlands eru ekki ósvip- aðir, en þó mun meiri og öfga- kenndari. Ég ætla ekki að eyða miklum tíma í að fjalla um Rússland, enda hefur ástandinu þar verið gerð góð skil í fjöl- miðlum og víðar. Miklu máli skiptir einnig að undirbúa sem best verkefni er tengjast útgerð erlendis en hér vil ég fjalla um nokkur þeirra atriða sem ég tel að taka verði tillit til: 1. Skráningarreglur, hvort umskrá þurfi skipin. 2. Hver sé lágmarkseignarhlutur heimamanna. 3. Hve traustvekjandi þeir heima- menn séu sem hafa áhuga á samstarfi og hvað þeir hafi að bjóða. 4. Hvernig löggjöf um starfsemi og fjárfestingar útlendinga í landinu sé háttað. 5. Hvernig farið sé með arð og hvernig megi koma honum úr landi. 6. Hver sé framgangsmáti við leyfisveitingar, við hve cniklum biðtíma megi búast, hver sé kostnaður og svo framvegis. Hvað þarf til að ná árangri? En þó að valin séu þau land- svæði eða lögsögur sem ættu að gefa mestar líkur á árangri, er rétt að undirstrika að árangur næst því aðeins að nægilega vel sé staðið að undirbúningi og grundvallar- skilyrði eða forsendur séu upp- fylltar. Ég vil leyfa mér að benda á nokkrar þeirra: 1. Afkastageta auðlindanna a. Hvaða fiskistofnar eru til staðar? b. Hver er stærð þeirra?

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.