Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 20
72 ÆGIR 2/92 c. Hver eru vaxtarskilyrði og endurnýjun stofnanna? 2. Veiðiaðferðir a. Hver er veiðin bæði í magni og miðað við heildarafkastagetu viðkomandi stofns? b. Hvernig er fiskurinn veiddur, þ.e.a.s. með hvaða veiðar- færum og hvernig skipum? 3. Vinnsla og markaðsmál a. Fyrir hvernig vinnslu hentar viðkomandi fisktegund? b. Hvaða vinnsluaðstaða er til staðar? c. Hvert er verðmæti afurða af viðkomandi fisktegund? 4. Stofnkostnaður a. Hvað kosta veiðileyfi, hver er annar staðbundinn kostnaður og með hvaða hætti fara greiðslur fram? b. Hvaða önnur leyfisgjöld þarf að greiða? c. Hvað kostar að búa skip til veiðanna og koma þeim á áfangastað? 5. Rekstrarkostnaður a. Laun íslendinga, sem fylgja skipinu, og heimamanna. b. Olíur, vatn, kostur og aðrar rekstrarvörur. c. Önnur þjónusta s.s. viðgerðir og þjónusta. b. Löndunar- og hafnargjöld. Hugmyndir um aðgerðir Spurningin um hvort við eigum að fara út í útgerð erlendis og hvernig eigi að standa að því er að mínu mati þess eðlis að ekki er hægt að svara henni beint með einni setningu. Svarið er háð aðstæðum á hverjum stað og því hvaða hvatning eða stuðningur er til staðar hér á landi. Að mínu mati eru fáir aðilar hérlendis sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að standa í útgerð er- lendis jafnframt því að hafa nauð- syniegan skilning á því hvernig þurfi að standa að málum til að ná árangri. Á undanförnum árum hafa nokkur útgerðarverkefni erlendis sem hægt hefur verið að ímynda sér að fælu í sér hagnaðarvon flotið inn á borð til okkar íslend- inga. Þetta hefur þó ekki gengið eftir sem skyldi. Ég hef ekki ennþá séð menn hér fara að svona málum með þeim hætti að búast hafi mátt við árangri. Ég vil þó taka fram að ég hef aðeins fylgst með úr fjarlægð þannig að hér gæti verið um sleggjudóma að ræða. Oftast hafa menn stofnað félög um ævintýrin, hvort sem þau hafa verið í Alaska, Burma eða annars staðar án þess að nokkur annar nauðsynlegur stuðningur hafi verið veittur af þeim aðilum hérlendis er hann hafa getað veitt. Að mínu mati er þetta ekki leið- in. Fyrst þarf að vinna heimavinn- una. Það verður að setja fram skýrari markmið með þessum þreifingum. Því næst verður að reyna að skilgreina hvað við höfum fram að færa og hvar það getur nýst til að skila árangri. Hér koma til álita nokkur atriði sem ég vil nefna, en sá listi er ekki tæmandi, aðeins settur fram sem innlegg í umræðuna: Viljum við: 1. Losna við skip? 2. Fá fisk inn í markaðskerfið? 3. Skapa íslenskum sjómönnum atvinnu? 4. Fjárfesta í einhverju sem við teljum að geti skilað hagnaði? Einnig má spyrja hvort við viljum stunda þróunarstarfsemi eða vera kurteisir við þá sem eru svo vinsamlegir að bjóða okkur heim, hæla okkur fyrir að vera mikil fiskveiðiþjóð og spyrja hvort við getum ekki hjálpað þeim fyrir lítið, en að sjálfsögðu munum við græða þessi ósköp þegar fram líöa stundir. Ég vil leyfa mér að fyllyrða að það séu aðeins tvær meginleiðir sem íslensk fyrirtæki geta farið til að ná árangri: í fyrsta lagi sé ég það fyrir mér að öflug úgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki hérlendis geti gert góð viðskipti með því að kaupa sig inn í útgerðarfyrirtæki erlendis og greiða með notuðum skipum eða búnaði sem ekki eru full not fyrir hér heima. En til þess þurfa við- komandi félög að hafa fjárhagslegt bolmagn til að geta létt veði af skipum sínum. í öðru lagi að smærri eða efna- minni fyrirtækjum, sem hafa áhuga á, sé gert kleift af veðhöfum í viðkomandi skipum að leggja skipin inn í útgerðarverkefni er- lendis, þannig að kröfurnar verði lagðar fram sem hlutafé. Þarna gæti úreldingarsjóðurinn skipt miklu máli. En væntanlega skilar hann sama árangri og aðrar hag- ræðingarlausnir sem við höfum séð á undanförnum árum, að hækka verð á veiðikvótum sem okkur er sagt að sé sameign allrar þjóðarinnar samkvæmt lögum. Ef önnur hvor ofangreindra leiða er ekki fær eða notuð sem megintilgangur fyrir útgerðarverk- efnum erlendis, finnst mér að við verðum að skoða þau sem fjárfest- ingu sem á að skila arðþsem síðan megi bera saman við fjárfestingu í útgerð hérlendis. Ég vil segja það að lokum að ég tel að við eigum að líta á umfram- afköst fiskiskipaflotans, og jafnvel einnig þeirra aðila sem selja fiskafurðir okkar, sem auðlind og takmarka áhuga okkar á útgerðar- verkefnum erlendis við tækifæri, þar sem við getum nýtt þessar auðlindir. Höfundur er framkvæmdastjóri lcecon hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.