Ægir - 01.02.1992, Síða 22
74
ÆGIR
2/92
vega 2 x 1000 faðmar af 28 mm
vír um 10,3 tonn en sama
lengd af 26 mm vír vegur 9,4
tonn og gæti hann því verið
lengri sem, nemur minnkun
þvermálsins.
Hugsanlegt er að nota ofur-
efnið í stað togvíra, því styrkur
þess er meiri en stáls eins og
eftirfarandi tafla sýnir:
Þyngd/
l.OOOfm Slitþol/kg
Stálvír 28 mm 4.800 kg 39.000 kg
Dyneema 28 mm 870 kg 46.000 kg
• Heildarsjóþungi venjulegs tog-
aratrolls með 2 x 1000 föðmum
af 28 mm togvír er alls um 17
tonn sem gróflega skiptast
þannig:
Troll 1,3 tonn
Grandarar 0,9 tonn
Hlerar 5,5 tonn
Togvírar 9,3 tonn
Hér sést að hlerar og togvírar
eru um 86% af heildarþyngdinni,
og Ijóst að hlerar og togvírar vega
þungt á togvindum þegar hífa þarf
inn allan þennan þunga auk við-
náms hleranna í upphífingu.
Til samanburðar má geta þess
að Nýsjálendingar sem fiska
Orange Roughy eða búrfisk á
300-900 faðma dýrpi, nota 26
mm togvír og 21" bobbinga.
Trollin eru aftur á móti ívið stærri
en okkar og möskvastærð fremri
hluta einnig, frá 240-300 mm.
Öflugustu skipin eru með um
2200 faðma af vír á hvorri tromlu
sem gefur aukið svigrúm til að ná
trollinu úr festu á miklu dýpi. Víra-
hlutfall er á bilinu 1:1,6 tiI 1:2.
Ég hef hér farið yfir þá mögu-
leika sem nýst gætu til þess að sem
flestir togarar hafi tök á að fiska
dýpra en nú er, en augljóst er að
reyna þarf togbúnaðinn við raun-
verulegar aðstæður. Þannig fæst
úr því skorið hvort veiðihæfni
vörpunnar haldist svipuð, því hún
er forsenda þess að búnaðurinn
komi að notum við veiðar á öllum
helstu fisktegundum sem veiddar
eru við Island.
Tvískipa veiðar
með botnvörpu
Hér á undan hefur verið rakið
hvernig hugsanlega megi létta
hlera botnvörpu fyrir einn togara,
en einnig er hægt að auðvelda
þær veiðar þegar tvö skip draga
eitt troll. Þetta á sérstaklega við
um minni togarana. Þessi veiðiað-
ferð hefur oftast verið nefnd
tveggja báta veiðar eða tveggja
skipa veiðar. Þar sem orðalag
þetta er frekar óþjált í munni ætla
ég að breyta því örlítið og kalla
aðferðina tvískipaveiðar.
Minni skip frá Vestmannaeyjum
hafa notað þessa veiðiaðferð með
nokkuð góðum árangri og víða
erlendis er hún mikið notuð, sér-
staklega ef veiðarfæri eru stór en
skipin tiltölulega lítil.
í sjálfu sér er ekki nóg að hafa
tvö skip, því einnig þarf að vera
hægt að slaka trollinu niður á það
dýpi sem um hefur verið rætt. Þá
dugar engan veginn að hvort skip
sé með 1200 faðma af vír því hann
þarf að vera allt að tvöfalt lengri
en dýpið og jafnvel enn lengri við
tveggja báta veiðar.
Til að bæta úr þessu mætti
tengja saman báða togvírana hjá
hvoru skipi, þannig að þegar t.d.
stjórnborðsvírnum hefur verið
slakað út þá er bakborðsvírnum
líka slakað út, uns hæfileg lengd
er komin.
Það sem vinnst með tvískipa
veiðum er eftirfarandi:
• Með tveimur skipum nánast
tvöfaldast togkrafturinn.
• Vírar og spil nýtast til fullnustu
með þessari aðferð og að sögn
togaraskipstjóra er tenging tog-
víranna í köstun aðeins spurn-
ing um útfærslu.
• Toghlerar eru ekki notaðir við
tvískipa veiðar því skipin
glenna vörpuna í sundur og
halda henni í veiðanlegu
ástandi.
• Stærð vörpunnar má tvöfalda
eða þrefalda ef þörf krefur, því
nægilegur togkraftur er fyrir
hendi. Þó er kannski meiri
ástæða til að stækka bobbinga
eða grjóthopparalengju trolls-
ins, því þar safnast fiskurinn
saman eftir að hafa verið smal-
að inn að trollinu með gröndur-
unum.
Þessu til áréttingar vil ég benda
á reynslu útgerðarmanns og skip-
stjóra frystitogarans Venusar frá
Hafnarfirði. Þeir fóru fyrir nokkr-
um árum í veiðiferð með japönsk-
um verksmiðjutogara sem stund-
aði grálúðuveiðar í rannsóknar-
skyni fyrir grænlensku heimastjórn-
ina.
Þar kom í Ijós að notuð var mun
lengri gúmmíbobbingalengja en
venjan er á íslenskum trollum.
Trollið sjálft var þó ekki mikið
stærra að ummáli en þau íslensku
en vængir lengri og efnismeiri.
Það sem gerði gæfumuninn var að
togarinn hafði nægan togkraft til
að draga trollið og veiddi mun
meira en skipstjóri Venusar taldi
að hann fengi í þá vörpu sem hann
notar við svipaðar aðstæður við
ísland.
Til samanburðar skal þess getið
að bobbingalengja íslensks togara-
trolls er 18,3 metrar en lengja jap-
anska trollsins var 70 metra löng-
Þetta fyrirkomulag gæti hentað
flestum minni togaranna við tví-
skipaveiðar að því gefnu að spil
skipanna ráði við að hífa inn
vírinn. Að áliti sérfræðinga í tog-
vindubúnaði er þetta vel mögulegt
ef spilin eru í góðu ástandi og með
svipaðan hífikraft í hvoru skipi
fyrir sig.