Ægir - 01.02.1992, Blaðsíða 24
76
ÆGIR
2/92
tilraunatankinn í Hirtshals í Dan-
mörku, trollin skoðuð og lagfæring-
ar gerðar út frá þeim athugunum.
Tilraunatankurinn var reyndar
of lítill fyrir troll eins og 2048
metra troll Venusar, sem setja
varð upp í skalanum 1:60 svo það
kæmist í hann. Athuganirnar hjálp-
uðu mikið við lagfæringar og
breytt snið á trollunum; sem dæmi
má nefna troll Sjólastöðvaskipanna
og Venusar sem tekin voru í
notkun í byrjun úthafskarfaveið-
anna á síðasta ári.
Helstu stærðir Gloríu flotvarpa
Ummál/metrar m2 vörpuops
1.024 6.000
1.152 7.000
1.408 11.000
1.792 18.000
2.048 23.000
2.560 36.000
Sem dæmi um viðnám í vörp-
unum með tilliti til möskvastærðar
má líta á troll er gerð hafa verið
fyrir Venus. Fyrsta varpan var
1152 metrar að ummáli með 32
metra möskvum. Nýja varpan,
sem er 2048 metrar að ummáli
með 64 metra möskvum, reyndist
léttari í drætti, þó svo að flatarmál
trollopsins ykist úr 7000 m2 í
23000 m2.
Þrátt fyrir svo gríðarlega stóra
möskva forðast karfinn að koma
nálægt netinu eða köðlunum og
heldur sig oftast í 5-10 metra fjar-
lægð frá trollrammanum. Þetta or-
sakast af því að karfinn skynjar ná-
lægð veiðarfærisins með skynfær-
um í hliðarrák fisksins. Þá er
einnig talið að hann verði var við
hlera og grandara, því trollopið er
yfirleitt mun neðar en lóðningar á
dýptarmæli gefa til kynna.
Óhætt er að segja að þeir skip-
stjórar, sem stundað hafa úthafs-
karfaveiðarnar ásamt karfaveið-
inni í Skerjadýpi að hausti til, hafi
öðlast mikla reynslu og leikni í að
veiða með flotvörpu jafnt uppi í
sjó sem og nálægt botni, þar sem
trollið er nánast látið setjast á
botninn.
Það er þó Ijóst að ekki er hægt
að fara með flottrollin á hvaða
botn sem er og því þarf að verja
þau að neðan gagnvart mjög hörð-
um botni.
Þetta mætti hugsanlega gera
með því að setja grjóthoppara-
lengju undir trollið eða útbúa fót-
reipi úr bíldekkjum sem raðað er
saman, líkt og Japanir gera og nota
á botntroll sín ogflottroll. Gúmmí-
dekkjalengjan yrði að vera þannig
að auðvelt væri að losa hana frá
trollinu, því gera má ráð fyrir að
hún yrði nokkuð plássmikil og
kæmist því ekki fyrir á nettroml-
unni ef um mjög stórt flottroll væri
að ræða.
Vitað er að Alaska-ufsi við
Bandaríkjastrendur er veiddur
með flotvörpum á botninum.
Smokkfiskur er einnig veiddur
með flotvörpu á botninum við
Nýja-Sjáland og við Falklandseyj-
ar. Það skal þó tekið fram að þar
er botn yfirleitt sléttur, fiskurinn er
laus frá botni og veiðist illa í botn-
troll.
Haft er eftir Rússum að við
veiðar á langhala þurfi að nota
vörpu með a.m.k. 20 metra lóð-
réttri opnun, því fiskurinn sé oft
mjög dreifður og erfitt að ná
honum nema með vörpu sem situr
á botninum og tekur jafnframt hátt
upp.
Frá írlandi verða í vor gerð út
tvö skip til tveggja skipa veiða
með flotvörpu og er ætlunin að
fiska Orange Roughy eða búrfisk
vestur af írlandi. Flotvarpan
verður útbúin með grjóthoppara-
lengju og verður fróðlegt að fylgj-
ast með hvernig gengur hjá írsku
skipunum.
Af lestri fiskveiðiblaða má ráða
að mikill áhugi sé á djúpveiðum
hjá nágrannaþjóðum okkar og er
greinilegt að mikillar leyndar gætir
hvarvetna um áform um veiðar og
árangur ýmissa þjóða. Útgerðar-
menn og stofnanir viðkomandi
landa eru mjög varar um sig og
gefa engar upplýsingar.
Það er þó næsta víst að sókn í
djúpfiska mun aukast töluvert á
komandi árum og er þess þegar
farið að gæta í úthafskarfaveiðinni
og sjálfsagt verða einnig auknar
veiðar á öðrum tegundum, sérstak-
lega veiðar þjóða sem eiga öfluga
verksmiðjutogara sem geta auð-
veldlega verið vikur og mánuði að
veiðum.
Því er mikilvægt að við íslend-
ingar hefjumst sem fyrst handa við
að kanna þessar fisktegundir. Við
eigum einhvern öflugasta togara-
flota í N-Atlantshafi ásamt harð-
duglegum sjómönnum, sem þegar
veiða á töluverðu dýpi með góð-
um árangri og hafa alla burði til að
standa mjög framarlega á þessu
sviði.
Að lokum skal getið um öflugan
og virkan þjónustuiðnað í veiðar-
færum, fiskleitartækjum og skipa-
búnaði sem örugglega er reiðubú-
inn að takast á við fyrrgreind verk-
efni í samvinnu við útgerðarmenn
og sjómenn.
Höfundur er sölustjóri Hampiðjunn-
ar.