Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1992, Page 27

Ægir - 01.02.1992, Page 27
2/92 ÆGIR 79 karfi sem þekktur er hér við land °g einnig er hann talsvert sýktur af snýkjudýrum sem grafa sig inn í hold fisksins. Þetta er um 15% afl- ans og fer sá fiskur í úrkast. Á síð- asta ári var gert nokkuð af því að Veiða úthafskarfa til vinnslu í frystihúsum hér á landi, en ég tel yerðin vera of lág til að slíkar veiðar standi undir sér. Það er álit flestra að úthafskarfa- síofninum, sem talinn er vera jafn- Vel um 1.5 millj. tonna, verði á n®stu árum skipt upp á milli Peirra þjóða sem stundað hafa veiðar úr honum, og þess vegna er enn meiri ástæða til að nýta hann til jafns við aðrar þjóðir. Svo er einnig um fleiri tegundir, Sem standa okkur jafnvel nær en éthafskarfinn, og þurfum við að tara að huga að nýtingu á þeim svo að aðrar þjóðir gerir ekki til- all til þeirra á þeirri forsendu að um vannýtta veiðistofna sé að ræða. Hér má nefna gulllax og lang- hala. Einnig þurfum við að huga að veiðum á búrfiski, sem nýlega varð vart hér við land. Vitað er um franska verksmiðjutogara sem reyna nú fyrir sér við veiðar á búr- fiski einhvers staðar í hafinu milli Skotlands og íslands. Gulllax Árið 1988 fóru 3 skip til veiða á gulllaxi. Til veiðanna þarf smárið- inn poka á vörpuna (70 mm) og þarf því sérstakt leyfi til þeirra. Tvö af þessum skipum eru í eigu Sjóla- stöðvarinnar, Sjóli og Haraldur Kristjánsson. Um borð í Sjóla voru síldar- flökunarvélar og marningsvél og var framleiddur marningur úr hluta aflans, en annað hausað og heilfryst. Á Haraldi var aflinn hausskorinn og heilfrystur fyrir Japan og Taiwan. Hilmir SU var einnig á þessum veiðum, og þar um borð var aflinn unnin í marning, að ég held. Skemmst er frá að segja að illa gekk að selja og ekki varð um framhald að ræða á þessum veiðiskap. í desember 1990 fór togarinn Vestmannaey einnig á gulllax- veiðar. Skipið aflaði vel, en illa gekk að selja aflann sem var heil- frystur um borð. Megnið af honum var síðan þítt í landi og fram- leiddur marningur. Aflinn í þessum tilraunum var frekar slakur miðað við það að gagngert var verið að leita að gull- laxi. Oft hafa togarar orðið varir við umtalsvert magn af gulllaxi, en ekki fengið nema lítið í þær vörpur sem leyft er að nota, poka með 135 mm möskva. Til að veiða gulllax hér við land ip ‘ ^ fiSv s - UJÍ'

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.