Ægir - 01.02.1992, Síða 29
2/92
ÆGIR
81
dÝpi og því þurfi að taka aukalega
Ggvíra og að einnig þurfi sérstakar
vélar ef aflinn er unninn um borð,
sem ég tel raunhæfasta kostinn.
Ef vel tekst til við veiðarnar, þ.e.
veiðarfaeri farin að virka og búið
finna fiskimiðin sem tiltekin
fisktegund veiðist á, þá á eftir að
^orna afurðum á markað. í flestum
tilfellum er mjög lítill markaður
Jyrir þessar aukategundir eða verð
agt, ef frá er talinn þúrfiskurinn
sem nýlega varð vart við hér suður
af landinu. í sumum tilfellum
nefur orðið að vinna aflann upp
°8 gera aðra afurð úr honum, eins
°8 t.d. hefur verið gert við megnið
af þeim gulllaxi sem íslenskir
togarar hafa veitt. Sá fiskur hefur
a& mestu verið þíddur og gerður
Ur honum marningur.
Niðurlag
Frá sjónarhóli útgerðarinnar tel
ég að fullur áhugi sé á þvf að veiða
allar þær vannýttu tegundir sem
enn eru hugsanlega á sveimi í
sjónum. En eins og ég kom að hér
á undan, þá eru óvissuþættirnir
mjög margir og útgerðir yfirleitt
ekki í stakk búnar fjárhagslega, til
að leggja út í slíkt. Því þarf að
koma til einhverskonar aðstoð frá
sjávarútvegsráðuneyti, þar sem
hugsanlega væri hægt að styðjast
við svipaðar reglur og þegar Is-
lendingar voru að byrja á úthafs-
karfaveiðum.
Umsóknir um slíkan styrk þarf
að skoða í hverju tilviki, þar sem
lagðar eru fram áætlanir og þær
metnar af ráðuneyti. Þetta gæti
orðið til þess að hægt væri að nýta
fiskveiðiflotann betur, án þess að
sækja meira í þær tegundir sem
við veiðum í dag, sem ég tel að
hljóti að vera þjóðhagslega
hagkvæmt.
Ef hins vegar ekkert kemur út úr
þessum æfingum þá verður skað-
inn minni hjá þeim sem lögðu
fram skip og menn til tilraunar-
innar og við þurfum ekki að eiga
von á því að aðrar þjóðir sækist
eftir að fá veiðiheimildir við ísland
á tegundum sem við ekki nýtum
sjálfir.
Höfundur er útgerðarstjóri
Sjólastöðvarinnar.
BETRl MEÐFERÐ - MEIRIVERÐMÆTI!
pskikerin frá Borgarplasti hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt.
Kerin eru sterk og endingargóó og auóveld í þrifum.
FIMM STÆRÐIR - ÓTAL MÖGULEIKAR!
^eróir: 350 - 450 - 460 - 660 - 1000. Henta vel í
ata og togara, til vinnslunnar í landi og í gáma.