Ægir - 01.02.1992, Page 38
90
ÆGIR
2/92
BOD5 (mg/l) COD (mg/l) TT (mg/l) Fita (mg/l) Total N (mg/l)
400-7800 330-36000 600-28500 25-2025 120-1650
er að búið sé að kæla loftið áður
en því er dælt inn í katlana því
annars getur rakainnihald þess
orðið það mikið að hætta sé á tær-
ingu. Brennslan í eldhólfunum er
við mjög hátt hitastig og við það
oxast efnin og þrotna niður í efni
sem eru lyktarlaus. Eyðing lyktar-
efnanna er nær alger þótt unnið sé
úr mjög skemmdu hráefni (21).
(D) Þvottaturnar: Þvottaturnar við
fiskimjölsverksmiðjur þekkjast ekki
á íslandi en eru notaðir sums
staðar erlendis. Aðferðin þyggir á
því að leiða reykinn í gegnum
sýru- og basalausn til skiptis og
gleypa þannig og hlutleysa annars
vegar basísku lyktarefnin í sýru-
lausinni og hins vegar súru lyktar-
efnin í basísku lausninni. Þetta er
mjög kostnaðarsamt (21).
Á íslandi er algengast að þurrka
mjölið í eldþurrkara og leiða loftið
síðan í þurtu úr háum turni eftir
sjóþvott. Fiskimjölsverksmiðjum
sem nota gufuþurrkara fer fjölg-
andi. Þær hreinsa loft frá þurrkara
með sjóþvotti og lyktarefnin eru
síðan brennd.
Loftmengun frá öðrum
fiskiðnaði
Ekki er hægt að tala um neina
verulega lyktarmengun frá öðrum
fiskiðnaði nema þá helst frá skreið-
arvinnslu, en mjög lítið er hægt að
gera til að minnka hana. Helsta
ráðið er að tryggja þynningu á
lyktarefnunum áður en þau berast
til byggða, því eru í gildi reglur um
að skreiðarhjallar megi ekki vera
innan 500 metra frá mannabyggð
(21).
Vatnsmengun
Magn frárennslis
Gríðarlega mikil vatnsnotkun er
við alla fiskvinnslu og að jafnaði
er meginhluti þess leiddur þeint út
í sjó án hreinsunar. Vatnsnotkun,
magn og samsetning uppleystra
efna í frárennsli er mjög mismun-
andi eftir \' nsluaðferðum, árs-
tíma og fiskitegundum. Jafnframt
getur verið verulegur munur milli
fiskvinnsluhúsa þótt um sams-
konar vinnslu sé að ræða.
Að sjálfsögðu er það mest líf-
rænn úrgangur sem kemur frá fisk-
vinnslunni, fiskitægjur og uppleyst
fiskhold þ.e. fita og prótein. Að
próteini sé sleppt út í sjóinn þarf
ekki að vera svo slæmt í sjálfu sér
ef ekki kæmu til mávar og rottur.
Fiskúrgangurinn myndi bara
brotna niður í sjónum lífrænu
niðurbroti og ekki valda neinni
teljandi mengun (sjá umfjöllun um
lífrænt niðurbrot). Mávarnir og
rotturnar gera málið alvarlegra.
Dýrin eru sýklaberar og bera
meðal annars með sér salmonellu
og stutt er frá frárennslinu til
sjálfrar matvælavinnslunnar.
Magn frárennslis.
Flökun og frysting
Við vinnslu á slægðum fiski er
vatnsnotkunin á bilinu 8-20 tonn
vatns/tonn hráefnis. Sama á við
um óslægðan fisk en magn líf-
rænna efna í frárennsli er mun
meira í því tilviki. Eðlilegt er að
miða við um 10 tonn vatns/tonn
hráefnis (12).
Við flökun er mest allt hráefnið
sem ekki er fer í flök svo sem
hryggir, hausar og roð notað í
beinamjöl og fylgir því ekki út
með frárennslinu. Hins vegar
verða til við vinnsluna fiskitægjur
og uppleystar agnir frá vélunum
svo ekki sé talað um fiskiblóð,
sem síðan berst út með frárennsl-
inu. Almennt er talið að um 1-5%
af þurrefni hráefnisins tapist með
þessum hætti (12). Þetta er eink-
um prótein og fita og er fitu-
magnið þeim mun meira eftir því
sem verið er að vinna feitari fisk
t.d. karfa, steinbít og grálúðu.
Samkvæmt norskum heimildum
(5) er magn uppleystra lífrænna
efna í frárennsli við flakavinnslu
sem hér að ofan segir:
Saltfiskvinnsla
Vatnsnotkunin er svipuð og við
flakavinnslu. Annars vegar er frá-
rennslisvatn vegna hausunar og
flatningar og hins vegar er nokkuð
magn af uppleysum efnum í salt-
pækillausinni sem myndast við
sjálfa saltfiskverkunina. Þetta eru
aðallega uppleyst prótein þar sem
feitur fiskur er almennt ekki
verkaður í saltfisk.
Skeldýr
Við vinnslu á rækju og humri er
notað mikið vatn eða að jafnaði
um 20-60 tonn/tonn hráefnis.
Segja má að hvað frárennsli varðar
þá sé það skelfiskiðnaðurinn sem
mengi hvaða mest. Gríðarlegt
magn er af uppleystum lífrænum
efnum og skel í frárennsli frá
rækjuvinnslu en við vinnslu á 100
kg af ópillaðri rækju fara um 70 kg
af rækjunni út með frárennslinu,
40 kg af skel og um 30 kg af upp-
leystu efni og rækjutægjum (12).
Fiskimjölsvinnsla
Ferskvatnsnotkun við fiskimjöls-
vinnslu er frá 0,3-1,5 tonn á hrá-
efnistonnið. Auk þessa er vatns-
notkunin við þétta vegna soðeim-
ingartækja o.fl. og þéttingu/sjó-
þvott á eimi frá þurrkurum allt að
50 tonn á hráefnistonnið en þetta
er oftast sjór. Lífræn frárennslis-
mengun frá fiskimjölsvinnslu er
mjög takmörkuð því til að nýta
hráefnið sem mest er allt frárennsli
eimað og lífrænu efnin nýtt í
fiskimjöl. Hins vegar fer hreinsun
á soðkjarnatækjum fram með
sterkum lút (vídissóti) sem síðan í