Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 34

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 34
194 ÆGIR 4/92 RITFREGN Þorleifur Óskarsson: íslensk togaraútgerð 1945-1970. Sagnfræðirannsóknir 11. bindi. Bókaútgáfa Menning- arsjóðs 1991. 272 bls., myndir, kort, línurit og skýr- ingarmyndir. Sögu íslenskrar togaraútgerðar frá stríðslokum má með miklum rétti skipta í tvö vel aðgreind tímabil: nýsköpunartímabilið, sem hófst með komu nýsköpunar- togaranna svonefndu, árið 1947, og stóð fram um 1970, og skut- togaratímabilið, sem hófst er skut- togarar tóku að ieysa nýsköpunar- togarana af hólmi, um og eftir 1970, og stendur enn. Hin eigin- lega nýsköpum, þ.e. sú uppbygg- ing atvinnuveganna, sem hófst þegar í stríðslok og var kostuð at' því fé, er landsmönnum hafði safnast á stríðsárunum, stóð að sönnu miklu skemur, en nýsköp- unartogararnir voru uppistaðan í íslenska togaraflotanum allt frá því þeir byrjuðu að koma til landsins, í ársbyrjun 1947, og þar til skuttogararnir leystu þá af hólmi á fyrri hluta 8. áratugarins. A togarana, sem keyptir voru fyrir Marshallfé á árunum 1948-1950, ber að líta sem nýsköpunartogara, enda voru þau kaup í sjálfu sér beint framhald nýsköpunarinnar þótt fé til þeirra væri fengið með öðrum hætti. Skipin, sem bættust í togaraflotann um 1960, voru á hinn bóginn svo fá að þau marka engin tímamót í útgerðarsögunni. Samkvæmt þessari skilgreiningu fjallar bók Þorleifs Óskarssonar, sem hér er til umíjöllunar, um ný- sköpunartímabilið. Höfundur skiptir bókinni í átján meginkafla og skiptast flestir þeirra í fleiri eða færri undirkafla. Fyrsti kafli er al- mennur inngangur, en í öðrum kafla hefst frásögnin á lýsingu á á- standi togaraflotans árið 1945, á- hrifum kreppunnar á 4. áratugn- um, stríðsárum og stríðsgróða og í fjórða hluta annars kafla er grein gerð fyrir nýsköpunarhugmyndum og nýsköpunarstjórninni svo- nefndu. í þriðja kafla fjallar höf- undur um togarakaup nýsköpun- arstjórnarinnar og í hinum fjórða segir frá hag útgerðarfélaganna árið 1945 og markmiði stjórn- valda, frá stofnlánadeildinni og hlutverki hennar í togarakaupum og loks greinir frá aðstoð, sem veitt var fyrirtækjum og öðrum aðilum á landsbyggðinni er hug höfðu á togarakaupum. I fimmta kafla er fjallað um þær deilur sem risu vegna nýsköpunarinnar og reynir höfundur þar m.a. að meta, hvor leiðin hat’i verið farsælli, sú sem farin var og fól í sér mikil af- skipti og forystu ríkisvaldsins fyrir uppbyggingu togaraflotans, eða hin að láta einkaaðila um endur- nýjunina. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að ríkisafskiptin hafi verið farsælli. Síðan segir orðrétt: „Nýsköpunarstjórnin gerði rétt. Hún hófst þegar handa við upp- byggingu flotans. Þar með tókst eigendum nýju togaranna að ná í skottið á því hagstæða tímabili, sem styrjöldin hat'ði lagt grund- völlin að. Jákvæð áhrif hennar vöruðu í nokkur ár í viðbót og taprekstur varð ekki hlutskipti tog- araútgerðarinnar fyrr en um 1950. Einnig tókst að koma í veg fyrir ó- skipulega eyðslu stríðsgróðans, sem þess í stað var varið í sæmi- lega arðbærar fjárfestingar. Ekkert gefur tilefni til að ætla að einka- framtakinu hefði tekist betur upp. Miklu líklegra er, að dregist hefði úr hömlu að atvinnurekendum tækist að útvega atvinnutæki, sem tryggt hefðu þjóðinni þau lífskjör, sem launafólk og samtök þeirra (sic) gerðu kröfu til." Þessi röksemdafærsla getur eng- an veginn talist ný af nálinni, en byggir engu að síður á hæpnuni grunni. Hér skal því alls ekki haldið t'ram, að einkaframtakinu hefði tekist betur upp en ríkinu og vel má vera að einkaaðilar hefðu orðið seinni til að útvega ný skip- Hitt er svo at'tur annað mál, a^ aldrei reyndi á það, hvort einka- aðilar hefðu varið stríðsgróðanum betur, til þess t'engu þeir aldrei tækifæri. í annan stað má fera ýmis rök fyrir því að aðrar leið'r hefðu orðið affarasælli t’yrir at' vinnulíf landsmanna, og þá ekki síst sjávarútveginn, en togara- kaupin, eins og þau voru fram- kvæmd og eins og vikið verður að síðar, stafaði tapreksturinn á tog- araflotanum á 6. og 7. áratugnum öðru fremur at' ofveiði og er Þa spurning, hvort hin mikla °8 hraða uppbygging togarat'lotari- het'ur ekki átt þar mikla - kannski mesta - sök. Loks er þess að geta' að við getum aldrei gengið t’ram- hjá þeirri staðreynd að nýsköpui1' arstjórnin var einhver mesta eyðslustjórn sem hér hefur seti og fjárfestingar hennar voru hreid ekki allar „sæmilega arðbærai Enginn skyldi skilja þessi orð svo að ég telji það hat'a verið rangt at nýsköpunarstjórninni að nVta stríðsgróðann til togarakaupa, e° hins vegar hefði að líkinduni ve( ið hyggilegra að fara hægar sak- irnar, kaupa t'ærri skip og dreita kaupunum á lengri tíma. Jákvas asti þátturinn í togarakaupum pV sköpunarstjórnarinnar var að h indum sá að skipunum var drel um landið og togaraútgerð kom' á laggirnar víðar en áður ha verið. Frá því greinir í sjöun 1 kafla og þar er m.a. lýst treg u einkaaóila og þátttöku sveitarte laga. Tregða margra einkafyr,r tækja hefur vat'alítið að mik leyti stafað at' því að þau töldu 5I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.