Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 30
190 ÆGIR 4/92 lítill. Almennt verður mengun af völdum kólígerla að teljast mjög lítil á öllum stöðvunum. Sam- kvæmt viðmiðunarreglum banda- ríska skelfiskeftirlitsins (Shellt'ish Sanitation Branch, Food and Drug Administration) teldust svæðin þrjú opin fyrir veiðum. Tíðni heildarfjölda kólígerla var svipuð í ígulkerum frá Ölveri og Hvammsvík (nálægt 40%) en nokkru lægri í sýnum frá Hvíta- bjarnarey. Saurkólígerlar t'undust í aðeins einu sýni sem var frá Hvítabjarnarey. Fjöldi kólígerla var í öllum tilfellum mjög lítill. Enterokokkar fundust aðeins í tveimur sýnum. Salmonella sýklar fundust ekki í ígulkerum. Heil- næmisástand ígulkera frá öllum stöðvum telst því gott samkvæmt niðurstöðunum. Eldistilraunir með ígulker Snemma á rannsóknartímabil- inu kom upp sú hugmynd hvort hægt væri að hafa ígulker í nokk- urs konar eldi í þar til geróum lónum eða kerjum. Með slíku tímabundnu eldi væri hugsanlega hægt að flýta fyrir og jafnframt auka kynþroska þeirra, bæta gæði þeirra með tilliti til litarháttar kyn- kirtla og fleira. Til þess að þetta væri hægt þurfti að fá hentuga að- stöðu þar sem hreinn sjór og ó- mengaður væri til staðar, hitastig sjávar ekki mjög breytilegt og seltan einnig. Leitað var eftir að- stöðu og var hún góðfúslega veitt í lúðueldisstöð Jóns Gunnlaugs- sonar í Höfnum á Reykjanesi. Okkur var látið í té stórt hringlaga ker með rennandi sjó af þeim gæðum sem að framan er lýst. Kerið var hólfað niður í fjóra jat'n- stóra bása og gengið þannig frá að ígulkerin kæmust ekki á milli þeirra með góðu móti. í hvert hólf var síðan komið t'yrir mismunandi þara og þangtegundum, en þannig átti að finna út hvaða teg- undir ígulkerin vilja helst og hvort það hefur áhrif á litarhátt og þyngd kynfæranna hvaða tegund- ir þau éta. Þegar litið er á þær niðurstöður sem fengust og litur kynfæranna er fyrst skoðaður, þá virðist enginn marktækur munur vera á hlutfalli hinna ýmsu lit- brigða (gulur-rauðgulur- annar) í lok tilraunanna þó það hlutfall hafi verið eitthvað breytilegt áður. Það er Ijóst af þessari tilraun að hægt er aó safna saman ígulker- um og koma þeim fyrir í lónum eða eldiskerjum með sírennandi sjó og ala þau síðan upp á þangi og þara í einhvern ákveðinn tíma, eða þar til kynkirtlarnir hafa náð æskilegum þroska og stærð. Með því að auka hitastigið eitthvað væri hægt að flýta fyrir æskilegum þroska þeirra og þannig að skapa meiri haghvæmni. Það kemur einnig fram að ígulkerin þrífast betur á sumum þang- eða þara- tegundunum en öðrum, t.d. gát'u beltisþari og hrossaþari mjög góða raun. Til að skapa öruggari útflutning á ígulkerum og stöðugri afhendingu er hægt að hafa þau í eldiskerum til skemmri tíma, þar sem alltaf er hægt að grípa til þeirra. Þar með er hægt að eyða þeirri töf sem oft vill verða á ígul- kerasendingum á fjarlæga mark- aði vegna gæftaleysis og jafnframt tryggja gæði þeirra. í framhaldi af þessari fábrotnu tilraun væri vel þess virði að kanna þessa þætti enn frekar og annað þessu tengt. Nýlegar rannsóknir sem unnar voru við Nýfundnaland benda til þess að hægt sé með góðum ár- angri að safna saman ígulkerum á takmörkuð, aðgengleg svæði þar sem fæða er nóg og halda þeim þar tímabundið í eldi. Þannig er hægt aó auka þyngd þeirra og hlutfall kynkirtla miðað vió heild- arþunga að því marki sem mark- aðurinn krefst hverju sinni. Þær fæðutegundir sem reyndust best í þessari rannsókn voru meðal ann- ars hrossaþari (Laminaria digitata), marínkjarni (Alaria esculenta) og fjörugrös (Chondrus crispus). Veiðar og vinnsla Þegar farið var af stað með þetta verkefni var það ásetningur samstarfshópsins að kanna flestar þekktar aðferðir til að veiða íguh ker og gera einhverjar veióitil- raunir. Menn settu sér þær starts- reglur að veiðitækið þyrfti að vera hagkvæmt, ódýrt og handhægt 1 allri meðferð. Fyrst voru plógar prófaðir, en þeir reyndust ekki vel nema við sérstakar aðstæður og þar að auki t'óru þeir svo illa með ígulkerin að ekki kom til greina að nota þá ti’ frambúðar með útflutning á lif' andi ígulkerum í huga. Þá voru reyndar ýmsar hugmyndir um gildrubúnað, t.d. vírnet sem lögð voru á botninn og þau síðan tengd bólt'ærum. Á þetta var síðan lagt þang til að egna fyrir ígulker- in og vitjað um eftir ákveðinn tíma. Þetta þótti alltof þungt í vöt- um. Þá var hugsað um sjónvarps- stýrða eða fjarstýrða botnsugu þar sem ígulkerin væru hreinlega tínd upp af botninum með sogkratt' eða fjarstýrðum griparmi. Þetta þótti alltot' dýrt og óaðgengileg^- Ýmislegt annað bar á góma sem ekki er vert að tíunda hér, eP hvernig sem menn veltu þessu fyrir sér þá var það köfunin sem virtist vera eini raunhæfi kostur- inn að svo stöddu. Veiðarnar tara því þannig fram að tveir kafarar vinna saman og tfna fgulkerin upp í netpoka sem síðan er hífður um borð í bát eða þeir synda me hann í land. Við bestu aðstæður geta tveir kafarar tínt upP 300-400 kg at' ígulkerum hvor a dag, en venjulega eru afköst|n ekki svo góð. Vegna veóra slæmra skilyrða geta gæftir orði ansi stopular, þannig að nien|1 þurfa að tryggja sig á einhven1 hátt til að skapa öryggi í aíhen<- ingum á hráefni. Það er best ger
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.