Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 12
172 ÆGIR 4/92 Örn Pálsson: Smábátaútgerðin áríð 1991 Nú, tveimur árum eftir að lög 38/1990 um stjórnun fiskveiða voru samþykkt, er Ijóst orðið að framkvæmd þeirra hefur orðið til þess að þróun smábátaútgerðar á íslandi er stefnt í hættu. Afli smá- báta hefur dregist stórlega saman, lang mest miðað við aðra útgerð- arflokka. Arið 1991 var erfitt ár hjá mörg- um trillukarlinum. Fiskgegnd á grunnslóð var ekki sem skildi á Austur- og Norðurlandi en skilaði sér þokkalega á önnur landsvæði, einkum var afli jafn á Ströndum og gott sumarfiskerí á Vestfjörð- um og í Breiðafirði. Heildarafli varð á síðasta ári yfir 50 þúsund tonn, sem útleggur sig á aflaverðmæti til útflutnings upp á 7,2 milljarða og eru þá 9.900 tunnur af söltuðum grásleppu- hrognum meðtalin. Eins og taflan hér að neðan ber með sér hefur afli smábáta aukist jafnt og þétt með fjölgun báta. A sl. ári skullu síðan yfir smábáta- eigendur ný lög um stjórn fisk- veiða. Mikil ringulreið greip um sig hjá eigendum báta milli 6 og 10 tonn og kusu fjölmargir, eða um þriðjungur þeirra, að láta frá sér alla aflahlutdeild. Einkum réði það þeirri ákvörðun að aflamark- ið var svo lítið að ekki var hægt að reka útgerðina og freistingin fyrir blaktandi seðlum stórútgerð- arinnar bar þá ofurliði. Við þetta hefur bátum fækkað um fimmt- ung eins og sjá má, eða um 330 samtals og er þar nánast eingöngu um aflamarksbáta að ræða sem hefur fækkað um 40%. Ekki er því að neita að margir þessara aðila sem létu frá sér afla- hlutdeildina fengu sér önglabát og róa nú í banndagakerfi á nýj- um bátum, sem komið hafa í stað eldri báta af sömu stærð. Sú þró- un hefur leitt af sér að sóknargeta banndagabátanna hefur aukist mikið. Allir róa nú hver í kapp við annan í orðsins fyllstu merkingu þar sem núgildandi lög kveða svo Smábátar og afli þeirra 1991 Heildarafli Þorskafli Fjöldi báta Afli á bát 1985 28.084 23.716 1.145 25 1986 36.880 30.757 1.197 31 1987 43.582 36.404 1.346 32 1988 47.117 38.150 1.517 31 1989 58.382 45.833 1.828 32 1990 63.797 47.724 1.784 36 1991 50.625 33.442 1.450 35 (Magn er í tonnum, tölur fyrir 1991 eru áætlaðar.) á um að önglaleyfið verði afnumið 1. september 1994 og 2% af heildarþorskaflanum (vær' 5.000 tonn - óslægt - miðað við úthlutun á þessu fiskveiðiári) skip1 á milli þeirra f hlutfalli við afla' brögð á almanaksárunum '92 og '93. Miðað við nýjustu töl' ur um veiði önglabáta og framtíð- arhorfur í þorskveiði verður kvotj þeirra aðeins um 30% af veiði þeirra á þessu ári. Því er þaó ljóst að ef ekki tekst að breyta lögum um og ákvæði núverandi la8a gengur eftir þýðir það aðeins e'11 fyrir smábátaútgerð í landinu, Þaö er: hún mun heyra sögunni tiI- Er undirritaður skýrði þetta ut fyrir félaga sínum á Nýfundna' landi nú fyrir skömmu var rekio upp ramakvein og spurt: „Hvers vegna, þið sem efU fremstir í heiminum í þessari ut' gerð, útgerð sem er hagkvæmuí,t allra útgerða og útgerð sem 3 hvað mesta framtíð fyrir sér í va^' andi umræðu um umhverfismáb ]á! það er von að spurt sé °g það er einnig skiljanlegt að h*1 verði um svör við slíkum athug3' semdum. Augljóst er að lögin kalla á óf ugþróun sem tafarlaust verður a korna í veg fyrir að gangi eftir- A kvæði laganna um afnám sma bátaútgerðar er slys sem verður að koma í veg fyrir. Augljóst er hver afleiðingin verður samanóer kvótasetning á alla smábáta stærðarbilinu 6-10 brl. Smábáta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.