Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 32

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 32
192 ÆGIR 4/92 vegna hins lága sjávarhita hér við land. Jafnframt að hrogna/svilja- innihald sé með því hæsta sem þekkist, litur kynkirtlanna hinn eini rétti og bragð ásamt fersk- leika hreint afbragð. Með þessar staðreyndir að leiðarljósi var stefnt að því að stýra magni til út- flutnings þannig að halda mætti a.m.k. sarna verði og fengist fyrir frsk ígulker, en þau eru seld á Frakklandsmarkaði fyrir 35-55 FFR eftir árstíðum. Með hliðsjón af viðbrögðum kaupenda fyrstu vikur útflutnings þar sem upphaf- leg pöntun upp á 300-400 kg var tvöfölduð, þótti raunhæft að á- ætla útflutninginn til áramóta allt að 2-4 tonn. Þó mátti magnið aldrei vera svo mikið að verðfall yrði, meðan varan væri að hasla sér völl. Hér var mikils um vert með langtímasjónarmið í huga að stilla útflutningi í það hóf sem markaðurinn krefst af nýju vöru- merki eigi hátt verð að haldast. Samhliða rannsóknum og mark- aðssetningu í Frakklandi var unn- ið aó markaðssetningu á lifandi ígulkerum fyrir Japansmarkað og að vinnslu ígulkerakynkirtla fyrir sama markað undir japanskri sér- fræðiaðstoð. Þegar rætt er urn vinnslu hrogna er fyrst og fremst átt við verkun þeirra til útflutnings ferskra, saltaðra og frystra. Japans- markaður er rnjög stór fyrir þessar vörur og verð fyrir góðar vörur mjög hátt eins og áður er nefnt. Sýnishorn voru send utan bæði lifandi og sem unnir kynkirtlar og voru niðurstöður góðar. Fulltrúar Japan Air Lines Trad- ing Co (dótturfyrirtæki samnefnds flugfélags) hafa komið til íslands til viðræðna um viðskipti og hafa jafnframt reifað hugmyndir um samvinnu varðandi vinnslu ígul- kera hér á landi. Einnig hafa full- trúar fyrirtækis í New York sem nefnist Eastern Sea Product Inc. verið í nánu sambandi við Stíg- anda, en það fyrirtæki hefur markaði bæði í Bandaríkjunum og Japan. Þessir aðilar hafa margoft komið til íslands þeirra erinda að kynna sér starf Stíganda og kennt þeim ýmislegt er varðar vinnslu ígulkeraafurða. Mikið af tilraunasendingum hefur verið flutt frá íslandi bæði til Bandaríkjanna og Japan í gegn- um þetta fyrirtæki og heíur heppnast það vel að Eastern Sea Producs Inc. hefur talið íslensku ígulkerin með þeim bestu í heim- inum í dag. Vegna þess að hinir kröfuhörðu kaupendur sækjast mest eftir ung- um ígulkerum og ekki mikið eldri en 2-5 ára gömlum, þá er það ýmsum annmörkum háð að afla mikils magns af þeim hér við land án þess að grisjun komi til. ígul- kerastofnarnir hér við land hafa ekki verió nýttir til þessa þannig að aldursamsetning þeirra er frek- ar óhagstæð, en þetta horfir von- andi til betri vegar í framtíðinni. Þau fyrirtæki sem Stígandamenn hafa verið í sambandi við eru sammála um að unnt sé að koma upp mjög góðuni ígulkeraiðnaði hér á landi, miðað við ákveðnar forsendur. Að öðru leyti vitna ég til skýrslu frá Stíganda og Neysluvörum H/F, sem þeir skiluðu til Rannsókna- ráðs ríkisins á síðastliðnu ári og fjallar um rannsóknir fyrirtækj- anna á veiðum og markaðssetn- ingu ígulkera í tengslum við þetta verkefni. Lokaorð ígulkeraveiðar og vinnsla á ís- landi geta orðið arðsamur at- vinnuvegur að uppfylltum eftirfar- andi skilyrðum. 1. Tryggja þarf aðgang að góðum veiðisvæðum, þar sem hægt er að athafna sig í nánast hvers- konar veðrum þannig að af- hending aíurða verði örugg. 2. Tryggja þarf að veiðisvæðin og afurðirnar séu ómenguð. 3. Kanna þart' ódýrar og hentugar veiðiaðferðir sem jafnframt tryggi gæði ígulkeranna með tilliti til vinnslu. Tímabundið eldi kæmi einnig til greina. 4. Rannsóknir þurfa að fara fram á þeim svæðum sem nytjuð verða og þannig tryggt að gæði ígulkeranna séu könnuð hverju sinni með tilliti til kynþroska og ástands. 5. Gera þarf átak í að grisja á- kveðin svæði og reyna þannig að yngja upp ígulkerastofninn staðbundið, þannig að afurðir hans verði verðmeiri. 6. Koma þarf upp gæðaskoðun áður en ígulkerin verða send erlendis á markað og konia þannig í veg t’yrir að gölluð og léleg vara fari úr landi og valdi ómældum skaða. 7. Ef ígulkerin verða unnin hér a landi þart' að huga að meiri vélvæðingu í vinnslu þeirra til að bæta samkeppnisaðstöðu a erlendum mörkuðum. 8. íslenskir útflytjendur ígulkera þurfa að kappkosta að hata samráð hver við annan um það magn er fer á markaði erlendis hverju sinni og halda þannig uppi ákveðnu verði. Jafnírarnt að þeir reyni að halda uppi a- kveðinni ímynd um íslenskan hreinleika og gæðavöru. Þakkir Þessum aðilum vil ég þakka sérstaklega: Rannsóknaráði ríkis- ins fyrir fjárstyrk þann sem getð' okkur kleift að vinna að þessari athugun. Þeim Birgi Kristinssyn' hjá Stíganda og Guðmundi Em* arssyni hjá Neysluvörum H/F °8 Hannesi Magnússyni hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins fyri.r samstarfið og þeirra framlag. Stet- áni S. Kristmannsyni fyrir veitta aðstoð við hitamælingar og gðð" fúsleg afnot at' rnælingagögnum- Ellert Vigfússyni og félögum 1 Stykkishólmi og Antoni Galan fyr"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.