Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 36
196 ÆGIR 4/92 kanna afla íslenskra togara á sóknareiningu á þessuni árum, en afli Breta á hverja'einingu, þ.e. milljón tonntíma fór stöðugt minnkandi. Arið 1946 veiddu breskir togarar hér við land 7.540 tonn á hverja milljón tonntíma, 4.084 árið 1952, 3.948 árið 1954, 2.81 1 árið 1960 og árið 1971, síðasta árið fyrir útfærsluna í 50 sjómílur, var afli þeirra á hverja sóknareiningu aðeins 2.041 tonn, sem var svipað og á síðari hluta 4. áratugarins. Svip- aða sögu er að segja af veiðum Þjóðverja hér við land. Þetta bendir eindregið til þess að ástandi fiskistofnanna hafi hrakað, til þess að ná í hvert tonn af fiski þurfti að sækja meira, við það jókst kostnaðurinn, útgerðin varð dýrari. Engin ástæða er til að ætla að reynsla íslendinga í þessu efni hafi verið önnur en keppi- nautanna og þarna hygg ég að sé að finna meginskýringu þess, hve illa útgerðin gekk. Aðrir þættir, svo sem markaðsverð, stjórn- valdsaðgerðir o.s.frv. juku enn á erfiðleikana. Loks er að geta örfárra minni- háttar atriða, sem betur hefðu mátt fara og er þar fyrst að taka aó á bls. 31-35 þar sem fjallað er um tilraunir til togarakaupa er- lendis á árunum eftir stríð segir að togarar smíðaðir í Bandaríkjunum hafi ekki verið taldir henta við ís- lenskar aðstæður. Það mun mála sannast að aldrei hafi komið til greina í alvöru að kaupa togara vestan hafs, en af hverju þóttu bandarísku skipin svo óhentug? Var það vegna byggingarlags, stærðar, búnaðar eða hvað? Þá segir frá því á bls. 36 að ís- lenskum sendimönnum í Bret- landi hafi verið skýrt frá því að á árinu 1945 hafi breskir togaraeig- endur staðið í samningaviðræð- um við bresku flotastjórnina um kaup á gömlum togurum, en hún hafi keypt 120 togara til hernað- arþarfa í stríðsbyrjun og af þeim hafi um 80 verið á floti árið 1945. Hér er eitthvað málum blandið og mun þó frekar við heimildirnar að sakast en höfundinn. Staðreyndin er sú að breska flotastjórnin keypti engin skip af togaraeigend- um eða öðrum í stríðsbyrjun. Hún tók þá togara, sem hún taldi sig þurfa, eignar- og leigunámi, og þeir voru miklu fleiri en 120. Þannig voru 248 togarar, stórir og smáir, gerðir út frá Hull árið 1938 og voru þeir nánast allir teknir. Þeim, sem enn voru ofansjávar í stríðslok, var skilað og þá fengu togaraeigendur einnig tækifæri til að kaupa togara, sem smíðaðir höfðu verið til hernaðarþarfa á ó- friðarárunum. Þeir gætu vel hafa verið 120 og 80 á floti 1945. Á bls. 68 segir að togarafélagið Valur á ísafirði hafi „að öllum lík" indum" sótt um nýsköpunartog- ara, en hætt við. Valur var stofn- aður um útgerð togarans Hávarð- ar ísfriðings skömmu fyrir stríð og gerði skipið út undir nafninu Skutull fram í stríðsbyrjun. Þá var skip selt Þórði Ólafssyni og Valur hætti starfsemi á ísafirði. Ekki er fullljóst, hvort Þórður keypti nafn félagsins um leið og skipið, en víst er að hann rak það aldrei a ísafirði. í Reykjavík var hann hins vegar einn af forvígsmönnuni tog- arafélagsins Asks, sem einnnitt fékk nýsköpunartogara. Má vel vera að hann hafi sótt um skip 1 upphafi í nafni Vals, en ekki á ísa- fi rði. Þessi atriði skipta litlu máli og þegar á heildina er litið tel eg mikinn feng að bók Þorleifs Ósk- arssonar. Ég er að sönnu ekki sammála öllum niðurstöðum hans en hér er á ferðinni gott yfirlitsrit yfir mikilsverðan þátt í íslenskri atvinnusögu eftristríðsáranna. Ser- stakur fengur er að hinum fjöl" mörgu töflum, línuritum og skýr- ingarmyndum og allur frágang111 bókarinnar er með ágætum. Jón P. Pór’ ísfisksölur í mars 1992 Sölu- dagur Sölu- staður Magn kg Erlend mynt íslenskar krónur Meðal- verð ÞorskW Þýskaland: 1. Vigri RE 71 2. og 31. Bremerhaven 428.541 DM 1.268.321.81 45.597.341.60 106.40 10-557 2.739 2. Haukur GK 25 5. Bremerhaven 132.011 DM 406.564.03 14.540.645.70 110.15 3. Viðey RE 6 9. Bremerhaven 248.140 DM 638.435.30 22.865.715.70 92.15 14.21^ 5.353 16.06*’ 33 1.20& 95O 8.013 24-2*3 4. Drangey SK 1 11. Bremerhaven 109.629 DM 324.785.03 11.617.826.30 105.97 5. Breki VE 61 13. Bremerhaven 239.968 DM 610.678.29 21.875.965.00 91.16 6. Ögri RE 72 17. Bremerhaven 284.123 DM 731.405.63 26.277.727.80 92.49 7. Jón Baldvinsson RE 208 19. Bremerhaven 201.611 DM 486.568.70 17.463.687.80 86.62 8. Björgúlfur EA 312 20. Bremerhaven 126.445 DM 368.829.50 13.205.208.80 104.43 9. Engey RE 1 23. Bremerhaven 273.518 DM 698.554.60 25.005.892.60 91.42 10. Bessi ÍS 410 27. Bremerhaven 300.033 DM 981.717.42 35.217.476.90 117.38 Samtals í mars 1992 2.344.019 6.515.860.31 233.667.488.20 99.69 83.35'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.