Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 28

Ægir - 01.04.1992, Blaðsíða 28
188 ÆGIR 4/92 arþunga ígulkera frá Ölveri. Hér kemur fram sama meginþróun, þ.e.a.s. hlutfallið fer aldrei niður fyrir 11% nema í júlí að það er 10.9%. Það er hæst í mars 1990 eða um 24.3%, en fellur síðan snögglega í maí vegna hrygningar (4. tafla). Þegar litið er á 8. mynd, sem sýnir hlutfall kynkirtlaþunga af heildarþunga ígulkera af þrem- ur svæðum (Hvammsvík, Hvíta- bjarnarey og Ölver), þá kemur mjög skýrt fram að hlutfallið er mjög svipað á öllum svæðunum nema í ágúst/sept. Hrygningin hefur því átt sér stað á öllum svæðunum í apríl/maí og eitthvað fram í júní. Þegar hitastig sjávar á þessum stöðum er skoðað, kemur í Ijós að sjávarhitinn í mars var mjög lágur 1990, eða undir frost- marki og hefur það hugsanlega seinkað hrygningu nokkuð. Aftur á móti er hann nokkuð hærri árið 1991 í Hvammsvík, enda hrygna ígulkerin þá í mars/apríl. Arsmeð- alhlutfall kynkirtlaþunga er mest í Hvammsvík eða 17.7%, en er samsvarandi 16.8% við Hvíta- bjarnarey og 16.4% við Ölver (1., 3. og 4. tafla). Þegar litið er á hlutföll kynja eftir árstíma þá kemur í Ijós að hrygnur eru yfirleitt í meirihluta sérstaklega í júní/júlí mánuði. Skýringar á þessu getur að hluta verið að finna í því að fljótlega eftir hrygningu er mjög erfitt að greina sundur hænga frá hrygnum svo að óyggjandi sé. Þetta atriði getur því skekkt hlutfall kynjanna verulega. 9. mynd a Litur kynkirtla ígulkera við Hvítabjarnarey eftir árstíma Hlutfallsleg skipting, grænt táknar „annað" 1990 1991 9. mynd b Litur kynkirtla ígulkera við Ölver eftir árstíma HlutfalIsleg skipting, grænt táknar „annað" 1990 1991 Þegar þessar niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður at- hugana sem gerðar voru á ígub kerum í Isafjarðardjúpi á árinu 1987, kemur eftirfarandi í Ijós- Meðalþvermál ígulkera í ísafjarð- ardjúpi er nokkuð hátt eða svipað því sem mældist við Hvítanes a árunum 1986-1989 og við Hvíta- bjarnareyju. Hæst ber þó ígulker frá Dvergasteini í Álftafirði við ísafjarðardjúp, þar sem meðal- þvermál er um 70 mm nær allt tímabilið. Hvað varðar heildar- þyngd ígulkera þá er það sama upp á teningnum þannig að bæðj rannsóknasvæðin í ísafjarðardjúp1 (Hattareyri og Dvergasteinn) sýna hærri gildi en þau sem mæld voru í Breiðafirði og Hvalfirði a rannsóknartímanum. Þegar kemur að þyngd kynkirtla á móti heildar- þyngd ígulkera, þá kemur Isa- fjarðardjúp jafnbest út með ha meðalgildi allt árið eða um og yf'r 15% nema í aprílmánuði þegar hrygningin á sér stað. Hvammsvík er með hæstu gildin í febrúar til maí en þá falla þau skyndilega vegna hrygningar og það sarria gerist í Breiðafirði, en þar eru gildin jafnframt lægst á ársgrund- velli. Athyglisvert er að hrygning' in virðist eiga sér fyrr stað í lsa' fjarðardjúpi heldur en á öðrum svæðum sem könnuð hafa verið ' Hvalfirði og Breiðafirði. Hafa ber í huga að þessar rannsóknir fórn ekki fram á sama tíma. Því geWr breytilegt hitastig og aðrar stað- bundnar aðstæður stuðlað ao þessum mismun. Hentugur veiðitími (Samanburður á veiðisvæðum) Eins og áður er nefnt undir kad' anum rannsóknir í Hvammsvík/ þá ræðst veiðitími ígulkera af Þvl hvernig hrogna- og sviljafyllinSu er háttað og hvenær hún er mest- Einnig hefur litur kynfæranna gerð þeirra nokkuð að segja | þessu tilliti. 8. mynd sýnir hlutta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.