Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1992, Side 28

Ægir - 01.04.1992, Side 28
188 ÆGIR 4/92 arþunga ígulkera frá Ölveri. Hér kemur fram sama meginþróun, þ.e.a.s. hlutfallið fer aldrei niður fyrir 11% nema í júlí að það er 10.9%. Það er hæst í mars 1990 eða um 24.3%, en fellur síðan snögglega í maí vegna hrygningar (4. tafla). Þegar litið er á 8. mynd, sem sýnir hlutfall kynkirtlaþunga af heildarþunga ígulkera af þrem- ur svæðum (Hvammsvík, Hvíta- bjarnarey og Ölver), þá kemur mjög skýrt fram að hlutfallið er mjög svipað á öllum svæðunum nema í ágúst/sept. Hrygningin hefur því átt sér stað á öllum svæðunum í apríl/maí og eitthvað fram í júní. Þegar hitastig sjávar á þessum stöðum er skoðað, kemur í Ijós að sjávarhitinn í mars var mjög lágur 1990, eða undir frost- marki og hefur það hugsanlega seinkað hrygningu nokkuð. Aftur á móti er hann nokkuð hærri árið 1991 í Hvammsvík, enda hrygna ígulkerin þá í mars/apríl. Arsmeð- alhlutfall kynkirtlaþunga er mest í Hvammsvík eða 17.7%, en er samsvarandi 16.8% við Hvíta- bjarnarey og 16.4% við Ölver (1., 3. og 4. tafla). Þegar litið er á hlutföll kynja eftir árstíma þá kemur í Ijós að hrygnur eru yfirleitt í meirihluta sérstaklega í júní/júlí mánuði. Skýringar á þessu getur að hluta verið að finna í því að fljótlega eftir hrygningu er mjög erfitt að greina sundur hænga frá hrygnum svo að óyggjandi sé. Þetta atriði getur því skekkt hlutfall kynjanna verulega. 9. mynd a Litur kynkirtla ígulkera við Hvítabjarnarey eftir árstíma Hlutfallsleg skipting, grænt táknar „annað" 1990 1991 9. mynd b Litur kynkirtla ígulkera við Ölver eftir árstíma HlutfalIsleg skipting, grænt táknar „annað" 1990 1991 Þegar þessar niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður at- hugana sem gerðar voru á ígub kerum í Isafjarðardjúpi á árinu 1987, kemur eftirfarandi í Ijós- Meðalþvermál ígulkera í ísafjarð- ardjúpi er nokkuð hátt eða svipað því sem mældist við Hvítanes a árunum 1986-1989 og við Hvíta- bjarnareyju. Hæst ber þó ígulker frá Dvergasteini í Álftafirði við ísafjarðardjúp, þar sem meðal- þvermál er um 70 mm nær allt tímabilið. Hvað varðar heildar- þyngd ígulkera þá er það sama upp á teningnum þannig að bæðj rannsóknasvæðin í ísafjarðardjúp1 (Hattareyri og Dvergasteinn) sýna hærri gildi en þau sem mæld voru í Breiðafirði og Hvalfirði a rannsóknartímanum. Þegar kemur að þyngd kynkirtla á móti heildar- þyngd ígulkera, þá kemur Isa- fjarðardjúp jafnbest út með ha meðalgildi allt árið eða um og yf'r 15% nema í aprílmánuði þegar hrygningin á sér stað. Hvammsvík er með hæstu gildin í febrúar til maí en þá falla þau skyndilega vegna hrygningar og það sarria gerist í Breiðafirði, en þar eru gildin jafnframt lægst á ársgrund- velli. Athyglisvert er að hrygning' in virðist eiga sér fyrr stað í lsa' fjarðardjúpi heldur en á öðrum svæðum sem könnuð hafa verið ' Hvalfirði og Breiðafirði. Hafa ber í huga að þessar rannsóknir fórn ekki fram á sama tíma. Því geWr breytilegt hitastig og aðrar stað- bundnar aðstæður stuðlað ao þessum mismun. Hentugur veiðitími (Samanburður á veiðisvæðum) Eins og áður er nefnt undir kad' anum rannsóknir í Hvammsvík/ þá ræðst veiðitími ígulkera af Þvl hvernig hrogna- og sviljafyllinSu er háttað og hvenær hún er mest- Einnig hefur litur kynfæranna gerð þeirra nokkuð að segja | þessu tilliti. 8. mynd sýnir hlutta

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.