Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 10

Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 10
Viröismat afiafengs Sú venja hefur skapast á undanförnum árum að sýna aflaverðmæti með öðrum mælikvörðum en krónum. Annarsvegar er um þorskígildis- kvarða að ræða og hinsvegar verðeiningarnar dollar og SDR. Með þorskígildunum er reynt að nálgast verðmæti aflans á föstu verði. Verðsveifl- ur vegna skammtímabreytinga á framboði og eft- irspurn eru útilokaðar með því setja aflann fram í ígildum hans af þorski og miðað við innbyrðis verðhlutföll þorsks og annarra tegunda innan hvers árs. Þorskígildin eru langt frá því að vera fullkominn mælikvarði aflaverðmætis. T.a.m. er hlutfall verðs á þorski og öðrum tegundum um þessar mundir óvenjulega hátt þorskinum í vil og mælist því aflinn minni fyrir vikið. Á undanförnum áratugum hefur verðbólga verið mikil hér á landi. Vegna þessa hefur krónan þótt ótæk þegar bera hefur átt saman þróun afla- verðmæta frá ári til árs. Til þess að ná betri sam- anburði hefur aflaverðmæti hvers árs því einnig verið sýnt í dollurum og SDR. Þessar verðein- ingar rýrna að vísu vegna verðbólgu á sama hátt og krónan og því erfitt að bera saman aflaverð- mæti yfir lengri tíma. Á meðfylgjandi línuritum er sýnd þróun afla- verðmætis í þorskígildum, dollar og SDR. Efsta línuritið sýnir þróun aflaverðmætis í þorskígild- um. Þar sést að aflaverðmæti hefur dregist saman árlega frá 1987, en þá náði verðmæti aflans há- rnarki á þennan mælikvarða, 843 þúsund þorsk- ígildistonnum. Arið 1992 nam aflinn 702 þús- und þorskígildistonnum á móti 721 þúsund þorskígildistonnum 1991 og 783 þúsund þorsk- ígildistonnum 1990. Fall aflaverðmætis var því 2,6% milli ára, en var 8% milli áranna 1990 og 1991. Aflaverðmæti ársins 1992 nam 846 millj- ónum dollara miðað við 865 milljónir dollara árið 1991, eða rúmlega 2% samdráttur milli ára. Aflaverðmæti ársins 1992 var 600 milljónir SDR, en var 633 milljónir árið 1991 og 602 milljónir 1990. Samdráttur aflaverðmætis nam því 5,2% milli áranna 1991 og 1992. Virðismat aflafengs Þorskígildi (Þús. tonna) Virðismat aflafengs SDR (milljónir) Virðismat aflafengs Dollarar (milljónir) 224 ÆGIR 5. TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.