Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 10
Viröismat afiafengs
Sú venja hefur skapast á undanförnum árum
að sýna aflaverðmæti með öðrum mælikvörðum
en krónum. Annarsvegar er um þorskígildis-
kvarða að ræða og hinsvegar verðeiningarnar
dollar og SDR. Með þorskígildunum er reynt að
nálgast verðmæti aflans á föstu verði. Verðsveifl-
ur vegna skammtímabreytinga á framboði og eft-
irspurn eru útilokaðar með því setja aflann fram
í ígildum hans af þorski og miðað við innbyrðis
verðhlutföll þorsks og annarra tegunda innan
hvers árs. Þorskígildin eru langt frá því að vera
fullkominn mælikvarði aflaverðmætis. T.a.m. er
hlutfall verðs á þorski og öðrum tegundum um
þessar mundir óvenjulega hátt þorskinum í vil og
mælist því aflinn minni fyrir vikið.
Á undanförnum áratugum hefur verðbólga
verið mikil hér á landi. Vegna þessa hefur krónan
þótt ótæk þegar bera hefur átt saman þróun afla-
verðmæta frá ári til árs. Til þess að ná betri sam-
anburði hefur aflaverðmæti hvers árs því einnig
verið sýnt í dollurum og SDR. Þessar verðein-
ingar rýrna að vísu vegna verðbólgu á sama hátt
og krónan og því erfitt að bera saman aflaverð-
mæti yfir lengri tíma.
Á meðfylgjandi línuritum er sýnd þróun afla-
verðmætis í þorskígildum, dollar og SDR. Efsta
línuritið sýnir þróun aflaverðmætis í þorskígild-
um. Þar sést að aflaverðmæti hefur dregist saman
árlega frá 1987, en þá náði verðmæti aflans há-
rnarki á þennan mælikvarða, 843 þúsund þorsk-
ígildistonnum. Arið 1992 nam aflinn 702 þús-
und þorskígildistonnum á móti 721 þúsund
þorskígildistonnum 1991 og 783 þúsund þorsk-
ígildistonnum 1990. Fall aflaverðmætis var því
2,6% milli ára, en var 8% milli áranna 1990 og
1991. Aflaverðmæti ársins 1992 nam 846 millj-
ónum dollara miðað við 865 milljónir dollara
árið 1991, eða rúmlega 2% samdráttur milli ára.
Aflaverðmæti ársins 1992 var 600 milljónir
SDR, en var 633 milljónir árið 1991 og 602
milljónir 1990. Samdráttur aflaverðmætis nam
því 5,2% milli áranna 1991 og 1992.
Virðismat aflafengs
Þorskígildi (Þús. tonna)
Virðismat aflafengs
SDR (milljónir)
Virðismat aflafengs
Dollarar (milljónir)
224 ÆGIR 5. TBL.1993