Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 34

Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 34
fækkað um níu, þar af einn togara af minni gerð. Mest er fækkunin í stærðarflokknum 51-110 brúttó- rúmlestir, sex skip, en í öðrurn flokkum er breytingin eitt eða tvö skip, til eða frá. í heild minnkar Suðurlandsflotinn um 404 brúttó- rúmlestir. Á Reykjanesi hefur skipum fækkað um 6. Smábátum fjölgar um 6, en á móti fækkar í stærðar- flokkunum 13-20 og 111-200 brúttórúmlestir. Skuttogurum af minni gerð fækkar um þrjá, en á móti fjölgar um einn af stærri gerð. l'loti Reyknesinga minnkar á milli ára um 1.734 brúttórúmlestir. Á Vesturlandi fækkar um tvö skip og er það minnsta fækkunin á árinu. Smávægilegar tilfærslur urðu milii stærðarflokka báta og togara. Þrátt fyrir fækkun stækkaði floti Vestlendinga um 1.234 brúttórúm- lestir. Á Vestfjörðum fækkar um fimm skip. Smábátum fækkaði um níu, smávægilegar breytingar urðu á öðrum stærðarflokkum báta og togurum af minni gerð fækkaði um einn. Rúmlestatala Vestfjarðaflot- ans hefur minnkað um 268 brúttó- rúmlestir. Á Norðurlandi vestra fækkar um fjögur skip. f togaraflotanum fækk- ar um þrjú skip í minni flokknum, en fjölgar um tvö í þeim stærri. Flotinn stækkar um 808 brúttó- rúmlestir. Á Norðurlandi eystra fækkar um átta skip, fogaraflotinn stendur í stað og mest fækkar um fjögur skip í stærðarflokknum 111-200 brúttórúmlestir. Breytingin í rúm- Fiskiskipaflotinn Kílówött - (Þúsundir) lestum er 194 brúttórúmlestir til minnkunar. Á Austfjörðum fækkaði um sex skip. Togurum af minni gerð fækk- ar um tvo en fjölgar um einn í þeim stærri. Þá varð fjölgun um þrjú skip í stærðarflokknum 21-50 brúttórúmlestir. Floti Austfirðinga hefur í heild minnkað um 676 brúttórúmlestir. Vélarafl Skráð vélarafl minnkaði nú í fyrsta skipti á milli ára, minnkunin nam tæpu einu prósenti, eða úr 426.420 kw í 424.015 kw um síð- ustu áramót. Til að gefa nokkra hugmynd um hversu mikið afl er um að ræða, þá samsvara þessi rúm 424 megavött tæpum helmingi af afli allra orkuvera Landsvirkjunar. Rétt er að taka fram að hér er ein- göngu um að ræða tilgreint afl aðalvéla. Aldur flotans Aldur flotans hefur heldur lækk- að frá fyrra ári, meðalaldurinn er 16,7 ár á móti 16,9 árum fyrir ári síðan. Miðtala smíðaárs er nú 1972, en var 1974 á fyrra ári. Þetta þýðir að jafnmörg skip voru srníð- uð fyrir 1972 og eftir. Meðalaldur einstakra flokka er mjög svipaður og á fyrra ári. Sem fyrr eru að jafn- aði elstu skipin í stærðarflokknurn 51-111 brl., að meðaltali 26,3 ára, heldur eldri en á fyrra ári. Yngst eru nú að jafnaði skip í minnsta flokknum, 11,4 ára, en flokkur stærri togara hefur nú tekið við af flokki rninni togara sem næstyngsti flokkurinn og er að jafnaði 13,9 ára. Meðfylgjandi myndir sýna helstu þætti í þróun flotans. Mynd- irnar þarfnast ekki skýringa, nema ef vera skyldi rnynd sem sýnir mið- tölu aldurs. Sé miðtalan 16 þýðir það að jafnmörg skip hafa verið smíðuð síðustu 16 árin fyrir við- komandi ár og smíðuð voru eftir þann tíma. Alls komu 1201 opinn bátur fram með afla á árinu og hafði þeim fækkað um 34, eða um 2,7 °/o frá árinu 1991, og er það annað árið í röð eftir nokkurra ára skeið þar sem þeim hefur fjölgað. Opn- um bátum á skrá fækkaði um 50. en alls voru 1748 opnir bátar á skra um síðastliðin áramót. 248 ÆGIR 5. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.