Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 20

Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 20
Útflutningur sjávarafurða Minni botnfiskafli og lækkandi verð leiddu til nokkurs samdráttar í útflutningsverðmæti sjávarafurða ntilli áranna 1991 og 1992. Alls voru flutt út 569.979 tonn af sjávarafurðum 1992 að verðntæti 71.3 milljarðar króna. Að magni jókst útflutningurinn um 20.8% frá fyrra ári en virði útflutningsins dróst saman um 5.4%. Utflutningurinn 1991 var 471.646 tonn að verðmæti 75 ntilljarðar króna og var þá að rnagni sá minnsti síðan 1983, en svipaður að verðmæti og árið 1990 þegar verðmæti útflutnings sjávarafurða náði hámarki að raunvirði. Hlutdeild sjávarafurða í vöruútflutningi landsmanna var 81.2% árið 1992, en 1991 var hlutdeild sjávarafurða í vöruútflutningi 81.9% og 78.2% 1990. Tvíþættar orsakir eru fyrir vaxandi hlut sjávarafurða í verðmæti vöruútflutnings landsmanna þrátt fyrir minnkandi afla. Annarsvegar stafar aukin hlutdeild af verðhruni á afurðum íslensku málntbræðslanna og versnandi samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar. Hinsvegar hefur minnkandi framboð botnftsks á heimsmarkaði valdið verðhækkunum á íslenskum sjávarafurðum og nýjar áherslur í ráðstöfun aflans, vinnslu hans og markaðssetningu hafa leitt til aukins verðmætis útfluttra sjávarafurða. Magn Að magni náði útflutningur sjávarafurða hámarki árið 1986 þegar flutt voru út 718.727 tonn af sjávarafurðum. flar kom þrennt til. í fyrsta lagi óvenjulega miklar landanir íslenskra loðnuskipa erlendis. Annað var að loðnuaflinn á vertíðinni 1985/1986 var nálægt milljón tonnum, en útflutningur á ntjöli og lýsi vega oftast þungt í magni sjávarafurðaútflutningsins. Botnfiskafli var söntuleiðis í góðu meðallagi 1986. I þriðja lagi var svo sala íslenskra sjávarafurða töluvert meiri en nam framleiðslu ársins og gekk því nokkuð á birgðir. Á árunum 1985-1990 er útflutningur sjávarafurða i hámarki að því er magn varðar, en þá voru árlega flutt ur landi að meðalta-li 681 þúsund tonn af sjávaráfurðum. A þessum árum barst á land mikill loðnuafli og útflutningur ísfisks var í hámarki. Loðnan brást á vertíðinni 1990/1991 °g útflutningur ísfisks hefur minnkað með hverju ári síðan 1990, þannig að þrátt fyrir ágætan Ioðnuafla á árinu 1992 veldur minni útflutningur ísfisks því að útflutningur ársins var 128 þúsund tonnum minni að magni en t.a.m. árið 1985 þegar aflinn var 107 þúsund tonnum meiri, en aflasamsetning var þá svipuð og 1992. Verðmœti Magn útflutningsins segir lítið um virði hans. I töflunni „Virði útflutnings eftir afurðaflokkum“ sést frantlag verkunargreinanna til útflutningsverðmætis og samtölur verðmætis í krónum og dollurum. Krónan var ekki notha’l sem mælikvarði á þróun verðmætis milli ára og er verðmati útfluttra sjávarafurða því einnig sett fram í dollurum. Þarna sést að útflutningsverðmæd íslenskra sjávarafurða hefur verið yfír milljarður dollara á ári síðan 1987 og farið heldur vaxandi. Að vísu skekkja sveiflur dollarans gagnvart öðrum gjaldmiðlum og verðrýrnun hans vegna verðbólgu þessa mynd nokkuð, en vart leikur þó vafi á að verðmæt* útflutnings sjávarafurða náði hámarki á árununt 1990 og Vísitölur útflutningsverðmætis (100 - 1979) HOnllarar HSDR Hnimild: Harjsinla íslanrls 234 ÆGIR 5. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.