Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 28

Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 28
umtalsverður, eða sem svaraði til tæpra 10% af útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða þessara ára. Á sama tímabili hefur hlutdeild Evrópu í útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða aukist úr 40% í 75% og enn eru ónýttir framtíðarmarkaðir okkar í A-Evrópu. Líklegar ástæður breytinga á vægi markaðssvæða Aukið vægi EB í útflutningi sjávarafurða stafar ekki eingöngu af stækkun bandalagsins. Jöfnun lífskjara milli helstu efnahagsvæðanna; N-Ameríku, V-Evrópu og SA-Asíu, útfærsla fiskveiðilögsögu í lok áttunda ára- tugarins og hækkandi fiskverð á heimsmarkaði vegna náttúrulegra takmarkana afla gjörbreytti markaðsað- stæðum. Auðug fiskimið við N-Ameríku sem útfærsla fiskveiðilögsögunnar lokaði þjóðum utan N-Ameríku og hækkandi fiskverð leiddi til vaxandi þátttöku amer- ískra fiskimanna í fiskveiðunum. Gengisbreytingar vegna jöfnunar framleiðni og þar með jafnari lífskjara milli ríkja hinna þriggja auðugu efnahagssvæða leiddu af sér nýjar markaðsaðstæður. Smámsaman færðist vægi mikilvægasta útflutningsmarkaðar íslenskra sjávarafurða Irá Bandaríkjunum til V-Evrópu. Óraunhæft gengi dollarans á fýrri hluta níunda áratugarins leyndi þessari staðreynd um tíma, en hún hefur verið öllum augljós síðustu árin. Það er að vísu líklegt að hlutdeild Banda- ríkjamarkaðar aukist á þessu ári, en sennilega breytist framtíðarvægi markaðssvæðanna fremur á þann veg að aukning útflutnings íslenskra sjávarafurða verði mest til SA-Asíu. Einstök lönd I annarri töflu er sýnt útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða til einstakra landa árið 1992. Bretland var ennþá mikilvægasta markaðsland íslenskra sjávarafurða, en þangað voru seld 154.677 tonn af sjávarafurðum fýrir rúma 18 milljarða króna. Næst koma Bandaríkin með 36.316 tonn að verðmæti 8.9 milljarðar króna og og franski markaðurinn var í þriðja sæti en þangað voru seld 48.805 tonn fyrir rúmlega 8.2 milljarða króna. Önnur helstu viðskiptalöndin voru Japan, Þýskaland, Danmörk og Spánn. Það vekur raunar sérstaka athygli í töflu yfir einstök lönd senr kaupa sjávarafurðir íslendinga að Tævan hef- ur náð nokkrum stöðugleika meðal helstu viðskipta- landanna, en til Tævan voru seldar sjávarafurðir fýnr tæpan 1.5 milljarð króna 1992 og tæpan 1.1 milljarð króna árið áður. Hér getur hugsanlega að líta mikilvæg' an þátt í útflutningi íslenskra sjávarafurða á næstu árum. Líkleg framtíðartengsl Tævan við stærsta og hugsanlega einn auðugasta fiskmarkað framtíðarinnar, meginland Kína, eru enn á huldu en vaxandi líkindi virðast um þessar niundir á nánari tengslum Tævan við móðurlandið. Sömuleiðis lítur út fyrir að kínverska hagkerfið sé nú komið á sama flugið og það japanska var á fýrstu áratugina eftir 1950. 242 ÆGIR 5. TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.