Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 32
Vinnuafl í sjávarútvegi
I næstu opnu að framan er tafla yfir atvinnu-
þátttöku í sjávarútvegi á tímabilinu 1982-1990.
Þessar upplýsingar, sem fengnar eru frá Hagstof-
unni og byggjast á skráningu vinnuvikna skv.
skattframtölum einstaklinga, eru sýndar í línurit-
um til hliðar. Tölur Hagstofunnar ná aðeins til
ársins 1990, er því fyllt hér upp í söguna til dags-
ins í dag að því er varðar fjölda sjómanna með
tölum Fiskifélagsins.
Arsverk í fiskvinnslu drógust enn saman á ár-
inu 1990 þriðja árið í röð. Ársverkum í fisk-
vinnslu fækkaði um 2.400 á tímabilinu
1987-1990. Fiskvinnslan hefur búið við skort á
vinnuafli og skerta samkeppnisstöðu gagnvart
öðrum íslenskum atvinnugreinum undanfarin ár,
en ýmislegt bendir nú til breyttra tíma. Ársverk í
fiskvinnslu voru skv. Hagstofu 7.941 á árinu
1990, eða sem svarar 6.3% af atvinnuþátttöku
landsmanna.
Ársverkum við fiskveiðar fjölgaði um 1.244 á
tímabilinu 1981-1990, sem var meira en nam
hlutfallslegri aukningu ársverka í landinu á sama
tíma. Alls voru ársverk við fiskveiðar 6.763 á ár-
inu 1990, eða sem svarar til 5.4% af atvinnu-
þátttöku landsmanna miðað við 4.9% árið 1981.
Astæður fjölgunar ársverka við fiskveiðar á þessu
tímabili eru flestum kunnar, þ.e.a.s. augijós af-
leiðing af fjölgun smábáta og vinnsluskipa.
Ágæt samsvörun hefur verið síðustu árin milli
talna Fiskifélags og Hagstofu að því er varðar
breytingar á fjölda ársverka til sjós. Samkvæmt
tölum Fiskifélagsins var meðalfjöldi starfandi sjó-
manna 6.290 árið 1989. Sjómönnum fjölgaði
síðan í 6.551 árið 1990. Tölur Fiskiféíagsins
benda til fækkunar sjómanna milli áranna 1990
og 1991 og kom það ekki á óvart í Ijósi loðnu-
brests og nýrra laga um stjórn fiskveiða. Meðal-
fjöldi starfandi sjómanna var 6.135 á árinu
1991. Það kom hinsvegar á óvart að sjómönnum
fækkaði mikið milli áranna 1991 og 1992, skv.
tölum Fiskifélagsins, og voru að meðaltali 5.685
sjómenn að störfum 1992.
Ársverk í sjávarútvegi
Þúsundir
■ Veiðar □ Vinnsla
Heimild: Hagstofa íslands
Hlutur sjávarútvegs af
vinnuaflsnotkun landsmanna (%)
■ Veiðar Ovinnsla
Heimild: Hagstofa Islands
Skipastóllinn
Árið 1992 fækkaði skipum í íslenska fiskiskipaflotanum
annað árið í röð, eftir fjögurra ára fjölgun þar á undan, eins
og sést á meðfylgjandi stöplariti. Fækkunin er mikil, 40 skip a
móti aðeins þrern skipum árið 1991, en samtals bættust 178
skip við flotann fjögur ár þar á undan, eftir tímabil fækkunar
frá árinu 1975. Alls taldi flotinn 953 skip í árslok 1992, sam-
kvæmt skipaskrá Fiskifélags Islands.
Stærð flotans
I bátaflotanum fækkaði um 11 skip í minnsta flokknum.
minni fækkun varð í næstu stærðarflokkum þar fyrir ofam
13-20 brúttórúmlestir og 21-50 brúttórúmlestir, eða uni tvö
246 ÆGIR 5. TBL, 1993