Ægir - 01.05.1993, Blaðsíða 19
andi hluti botnfiskafla til sjóvinnslunn-
ar kemur úr fiskstofnum sem vart er
að nýta með öðrurn hætti. Vegur
þar úthafskarfinn þyngst en allur afli
úthafskarfa var unnin í hafi á síðasta ári,
alls 13.845 tonn.
Aðrar vinnslugreinar
l’tátt fyrir vaxandi hlut sjófrystingar
' ada minnkar ekki hlutdeild landfryst-
'n§ar í botnfiskaflanum. Árið 1988
'°ru tekin 290.823 tonn af botnfiski til
'mnslu í frystihúsu m landsins, eða
^1'5% botnfiskaflans. Á síðasta ári var
ntur landfrystingarinnar í botnfiskafl-
anum 43.3%, eða 253.261 tonn af
notnfiski.
Sjóvinnslan og landfrystingin eiga
PJð samnterkt að vinna úr öllum teg-
Undum sjávarfangs. Hlutföll tegunda
Vega þó misþungt. Áður var sagt að all-
nr afii úthafskarfa er frystur í hafi.
'nnig er hlutdeild sjóvinnslunnar í
arla, grálúðu og rækju mun meiri en
SVarar til hlutdeildar hennar í afla botn-
isks og heildarafla. Þannig var hlut-
edd sjóvinnslunnar 54.8% í grálúðu,
1-2% í karfa og 30.5% í rækju.
Afll sem unninn er í salt fer minnk-
andi í .takt við minni þorskafla og hrun
sa tsfldarmarkaða í A-Evrópu. Þorskur,
S1 d og ufsi hafa vegið þyngst allra teg-
Unda í söltuninni. Þannig var hlutdeild
Þ°rsks tæp 80% í botnfiski sern settur
ar 1 salt á árinu 1992 og hlutur ufsa
tlEP 1'7°'/°- Á árinu var ráðstafað 82.028
tonnum af þorski og 17.371 tonni af
u sa til söltunar. Aðrar helstu tegundir
j^CUl eru saltaðar eru langa, blálanga og
Erfiðleikar í kjölfar kerfisbreytinga í
t'sslandi hafa leitt til samdráttar í síld-
tsö tun á íslandi. Árið 1992 var aðeins
stafað 12.6% síldaraflans, eða
FLOTTOGS HLERAR
„FYRIR ALLAR FLOTTOGS VEIÐAR"
J. HINRIKSSON H.F.
SÚÐARVOGI 4 SÍMAR 81 46 77 / 68 07 75
104 REYKJAVÍK MYNDSENDIR 68 90 07
„FRAMLEIÐENDUR TOGBÚNAÐAR í ÁRATUGI"
15.541 tonni, til saltsíldarverkunar á móti 43.2%, eða 40.137 tonnum,
árið 1988. Það virðast reyndar líkur til að lágmarkinu hafi verið náð á
síðasta ári hvað þennan samdrátt varðar. Flestar spár benda til að efna-
hagsjafnvægi verði náð í Rússlandi á þessu ári og nú fari að rofa til.
Sömuleiðis er atvinnuástand með versta móti hér á landi og hlutfallsleg-
ur launakostnaður fer lækkandi. Má því búast við aukinni síldarsöltun
strax í haust ef íslenskir markaðsmenn standa sæmilega að sölumálum. I
því sambandi ætti efnahagsástand í Rússlandi raunar ekki að ráða úr-
slitum.
Urn aðrar verkunaraðferðir vísast í töflur urn hagnýtingu aflans 1992
og töflu um hagnýtingu aflans 1978-1992.
5. TBL. 1993 ÆGIR 233