Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 3
• • TÍMARIT LOGFRÆÐINGA 2. hefti, maí 1953. Okur og skyld brot. A. Almennar athugasemdir. 1.1. Ef A lætur B í té peninga eða verðmæti, sem reiknað er til peninga þegar í stað eða síðar, er önnur greiðsla fyrir það bregzt, þá er, sem kunnugt er, algengt, að A áskilur sér endurgjald fyrir veitingu lánstrausts eða um- líðun skuldar, sem miðað er við tiltekinn hluta, venjulega hundraðshluta (pro cent) af verðmætinu. Endurgjald þetta er almennt nefnt vextir- Orð þetta er sýnilega dregið af orð- inu ,,vaxa“ og felst þá í því sú hugmynd, að verðmætið, sem B skal inna af hendi, skuli vaxa um þá viðbót, sem endurgjaldi þessu nemur. Endurgjald þetta (vextir) er venjulega miðað við tiltekinn tíma, venjulega eitt ár frá veitingu lánstrausts eða endurnýjunar hennar. Ef A t. d. lánar B 1000 kr. eða lætur honum í té annað verðmæti, vörur, sérgreindan hlut, vinnu o. s. frv., sem reiknað er til 1000 kr., þá er einatt svo samið, að B skuli gjalda t. d. 6% á ári (pro anno eða per annum) í vexti, unz greiðsla fer fram. Svo er oft samið, að vextir skuli greiðast fyrir frarn þann tíma, sem skuld er ætlað að standa, svo sem er um lánveitingar banka og sparisjóða, t. d. 6 mánuði eða ár. Vaxtatalan fæst þá með því að margfalda lánshæð með hundraðshlutatölu þeirra og deila svo með 100. Ef tíminn, sem við er miðað, stendur ekki á ári, þá verður að margfalda útkomuna með tölu þeirri, sem táknar þá tímalengd, er vextir eru miðaðir við. 1000 kr. eiga t. d. að standa 15 mánuði með 5% p. a., og vextir greiðast fyrir fram, þá yrði vaxtareikningur þannig:

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.