Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 6

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 6
68 Tímarit lögfrœOinga laust, sbr. 7. gr. laga nr. 73/1933 og 253. gr. hegningar- laganna. 3. Þau lögskipti, sem nefnd voru í sambandi við áður- nefndar greinir laga nr. 7/1936 eða 7. gr. laga nr. 73/1933 standa oftast í sambandi við skipti verðmæta, svo sem kaup og sölu, eignaskipti, vinnusamninga eða verksamn- inga, leigu o. s. frv. En þau geta þó líka lotið að venju- legum lánssamningi. Lánveitandi veitir kost á peninga- láni gegn því, að lántakandi undirgangist greiðslu óleyfi- lega hárra vaxta, hvort sem hann á að greiða þá í pen- ingum sem hundraðsgjald af lánshæð, þeir eru greiddir með afföllum á henni eða hærri fjárhæð en raunveru- legri lánshæð nemur, eða þeir eru greiddir í öðrum verð- mætum eða fríðindum. 1 fyrsta tilvikinu væri vaxtatakan óleyfileg, þó að engar téðra lagagreina ættu við, og verð- ur hún þá því óleyfilegri, ef óleyfilegum ráðum hefur verið beitt til þess að koma samningum á um lántökuna og vextina. En í hinum tilvikunum er stefnt að því að sniðganga bann laganna við töku of hárra vaxta, og verð- ur löggerningurinn þá einnig ógildur og refsiverður eftir okurlögum og eftir atvikum samkvæmt 253. gr. hegnl. Hér á eftir (í B) skuiu eldri fyrirmæli íslenzkra laga um vexti af lánsfé stuttlega rakin. Síðan (í C) skal nokk- ur grein gerð fyrir ákvæðum 1. — 6- gr. laga nr. 73/1933. Til hægðarauka verða iög þessi nefnd okurlögin. Loks skal (í D) athuga sambandið milli 253. gr. hegningarlaganna og 2.—6. gr. okurlaganna og 7. gr. sömu laga. B. Islenzlc lög um lögleigu af lánsfé til 1933. I. 1. Þó að erlendir mótaðir peningar hafi eitthvað flutzt til landsins í fornöld, eins og fundir slíkra muna, grafinna í jörð, sýna, þá sýnast mótaðir peningar lítt hafa gengið í lögskiptum manna á milli. Og jafnvel þótt svo væri, þá voru þeir víst vegnir, en ekki taldir fyrst lengi vel, sbr. Grágás Ib 192- I lögskiptum manna á milli hefur ómótað silfur, vaðmál, búfé, man (þrælar) og ýms- ar aðrar vörur, svo sem gærur (feldir), smjör, slátur (kjöt), fiskur o. s. frv., gengið. Ef munir þessir voru

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.