Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Síða 8
70 Tímarit iögfrœöinga sekir 6 aurum og allt leiguféð upptækt, hvort tveggja hálft konungi og hálft biskupi. Auk þess voru okurkarlar fallnir í forboð af verkinu sjálfu, og máttu því eigi taka kirkjulega þjónustu né njóta legs í vígðum reit, fyrr en þeir komust í sátt við kirkjuna. Bann þetta við leigutöku af dauðu fé var þó ekki iátið ná til landsleigu, og lands- drottnar tóku því leigu eftir jarðir, sem þeir byggðu (land- skuld). Um hámark leigu eftir lifandi fé og jarðir segir ekki í kristinrétti, og hefur veraldlega löggjafanum verið falin ákvörðun hennar. Eins og nærri má geta, skipti vaxtatökubann kristin- réttarins miklu máli um fjáreign manna og fjársafn. Þó að maður ætti afgangs silfur eða gull eða önnur dauð verðmæti, þá var þess enginn kostur að ávaxta þær eignir. Eins og áður var vikið að, tók bannið ekki til landsleigu. Afgangsfé var því að lögum einungis auðið að ávaxta með því að verja því til kaupa á búfé, aðallega til kaupa á kúm og ám, eða til jarðakaupa. En búfjárleiga var alltaf nokkuð áhættusöm, nema helzt í sambandi við landsleigu, á þeim tímum, þar sem menn ,,settu á guð og gaddinn" í miklu ríkara mæli en tiðkazt hefur á síðari tímum, enda oft óvíst, hvort leigutaki var maður til þess að greiða horfallið leigufé. Þeir, sem afgangsfé áttu, vörðu því þess vegna eftir föngum til jarðakaupa, enda má sjá það af fjöl- mörgum skjölum frá kaþólska tímabilinu og síðar, að auðmenn sóttust mjög eftir jarðeignum. Og iandeigandi þótti lengstum gildari maður, að öðru jöfnu, en hinn, sem enga þúfu átti. 3. Bann kristinréttar við byggingu dauðs fjár á leigu stóð vitanlega til siðaskipta. 1 kirkjuskipan Kristjáns þriðja er ekki úr því skorið, hvort dautt fé megi byggja á leigu eða ekki. Þar segir það eitt, að olcurlcörlum skuli synja kvöldmáltíðarsakramentis (Isl. fornbr.safn X. bis. 142, 198). En þar þarf ekki að vera átt við þá, sem leigu hafa tekið eftir dautt fé, heldur við þá, sem tekið hafa of háa leigu eða selja vöru sína óhæfilega dýrt, sem hvort tveggja er kallað okur (sbr. t. d. Isl. fornbrs. X. 475 — ok-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.