Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 16
78 Tímarit lögfrœöingci scldra verðbréfa o. s. frv. Stundum kann maður að áskilja sér tiltekna fjárliæð fyrir verk, ef tiltekinn árangur næst, o. s. frv.. Ákvæði 2.—6. gr. okurlaganna taka ekki til neinna þessara tilvika. Þau varða ekki endurgjald fyrir veitt lánstraust, heldur er hér um endurgjald fyrir þjón- ustu til handa öðrum manni að tefla. II. 1. Þá kemur að ákvæðunum um vexti. Fyrst má nefna álcvæði 1. gr. um það, að vextir af skuld skuli vera 5% (p. a.), ef samið er um vexti, en ekki tiltekin vaxta- hæð. Þetta ákvæði er endurtekning ákvæðisins í 1. gr. laga nr. 10/1890, með þeirri undantekningu, að vaxta- hreðin er hér 5%, í stað 4% þar. Þessi regla er, sem áður er sagt, til fyllingar samningi. Hún er jafnframt regla um sönnunarbyrði. Ef sannað er eða viðurkennt, að samið hafi verið um vexti, en aðiija skilur á um það, hvað samið hafi verið um vaxtahæð, þá hvílir sönnunarbyrðin á þeim aðilja, sem staðhæfir, að samið hafi verið sér til hags um hærri eða lægri vexti. Lánardrottni ber því að sanna, að samið hafi verið um hærri vexti, en skuldunaut, ef hann staðhæfir, að samið hafi verið um þá lægri en 5%. Ef engar sannanir eru um það, að um nokkra vexti hafi verið samið, þá gilda ákvæði 1. gr. ekki. Sönnunarbyrðin hvílir þá öil á iánardrottni. Iiann fær venjulega enga vexti, nema hann sanni, að um þá hafi verið samið. Honum er því varlegast að tryggja sér fyrir fram sönnun um slíkan samning. Stundum kunna þó, samkvæmt eðli skiptanna, að vera nægilega sterkar líkur um skyldu til vaxtagreiðslu, svo að skuldunautur verður dæmdur til vaxtagreiðslu, þótt sérstakur samningur þar um verði ekki sannaður. í verzlunarskiptum mundi lánardrottni verða dæmdir 6% vextir p. a., nema skuldunautur sannaði, að enga eða lægri vexti skyldi greiða, og 5% í öðrum lausafjárkaupum, sbr. 38. gr. laga nr. 39/1922. Þegai- peningalán er tekið iijá lánsstofnun, svo sem sparisjóði eða banka, eða jafn- vel hjá einstökum manni til langs tíma, þá mundi lántak- andi mega gera svo cindregið ráð fyrir því, að hann skyldi greiða vexti, að sönnunarbyrðin um það, að honum væri

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.